Heima er bezt - 01.07.1962, Qupperneq 26

Heima er bezt - 01.07.1962, Qupperneq 26
„Hver ert þú?“ spurði hann og horfði ögrandi á Friðgeir, sem gekk burt án þess að svara. Eftir nokkurt þras sættust þau á að vera lengur. Sveinn bauð Sólveigu upp, en Karlsen Astu. „Nú getum við ekki einu sinni verið samstillt í dans- inum, Asta,“ sagði hann. „Góði Kalli, því drekkurðu svona?“ spurði Ásta með grátstafinn í kverkunum. „Því ferðu ekki burt frá þessu öllu saman, færð þér skipsrúm í siglingum?" „Þú segir nokkuð, Ásta, þetta þarf ég að athuga, en þá tek ég þig með. — En veiztu, að það var ekki Sveinn, sem bauð okkur, heldur Sólveig, hún bauð Sveini í mínu nafni. Eitthvað á að ske í nótt, ég gæti trúað, að hún væri með hringana í veskinu sínu, og gott ef ekki leyfisbréfið líka og prest í fullum skrúða heima hjá sér.“ Ásta reyndi að hlæja. — Sveinn ók á heimleiðinni, og Karlsen sat frammí hjá honum. Fyrst var farið heim til Sólveigar. Þar fóru þau Karlsen út, eftir að hann hafði hvíslað einhverju að Sveini. Svo gekk hann hægt á eftir henni upp stig- inn að húsinu. Ásta horfði á eftir honum. — Karlsen, komdu, hrópaði hún í hjarta sínu. Það runnu tár niður kinnar hennar. Sveinn beið. Allt í einu sneri Karlsen við, hljóp út að bílnum og snaraði sér inn í aftursætið til x4stu, og Sveinn ók af stað í skyndi. „Slapp, slapp úr tjóðrinu!“ kallaði Karlsen, um leið og bíllinn rann af stað. „Voff, voff!“ Sveinn hló og steig fastar á benzínið. Bíllinn þaut áfram eftir fáförnum götunum. „Hún gæti reynt að elta okkur á leigubíl,“ sagði hann eins og til skýringar, en þau í aftursætinu heyrðu ekki til hans. Þau voru í sínum eigin sæluheimi þessa stund- ina og tóku ekki eftir neinu öðru. Sveinn blístraði danslag. Hann var fyrir löngu kom- inn á þá skoðun, að til væru fleiri fallegar stúlkur en Ásta, og hann væri enn alltof ungur til að gifta sig. Það voru ófögur orð, sem söngkonan fræga lét fjúka út í næturhúmið. Hana langaði mest til að arga. Lcigu- bíl bar að í þeim svifum. h'riðgeir hafði veitt þeim eftirför, en misst af þeim. Nú þekkti hann Sólveigu og bað bílstjórann að nema staðar. Hann steig út úr bíln- um og gekk í áttina til Sólveigar. „Kæra fröken, get ég citthvað hjálpað?“ sagði hann og tók ofan hattinn. Sólveig áttaði sig ckki strax á, hver þetta var. „Þckkirðu mig ekki aftur? Við sáumst hjá föður mínum Sigurði Hansen kaupmanni á Lágeyri í vor.“ Þá rann ljós upp fyrir Sólveigu. Þetta var auðvitað gamli kærastinn hennar Ástu, þótt hún kæmi honum ckki fyrir sig á danslciknum. Hún gekk á móti honum og heilsaði. „l'.igum við að reyna að ná þeim aftur?“ spurði Friðgeir. Það vildi Sólveig áfjáð, og bílstjórinn var beðinn að aka hið snarasta út úr bænum, þá gæti skeð, að þau næðu hinum. Sólveig vissi ekki, hvað sumarbústaðurinn hét, né hvar hann var, og því fór svo, að þau fundu hann ekki, enda leið ekki á longu, áður en þau höfðu gleymt er- indinu og skemmtu sér hið bezta við gómsætt innihald flöskunnar, sem Friðgeir var með. „Það er ekki oft, sem maður dettur í svona lukku- pott,“ drafaði í Friðgeiri, um leið og hann færði sig nær stúlkunni. Sólveig kveikti í vindlingum fyrir þau bæði. Friðgeir horfði á langar, grannar og vel snyrtar hendur hennar með löngum, rauðum nöglum, líkt og hefði hún dyfið þeim í blóð. Svona fallegar hendur hafði Ásta ekki haft. Undir morgunn stanzaði bíllinn framan við hús Sól- veigar. í aftursætinu sváfu skötuhjúin vært. Lítið var nú orðið eftir af virðuleik söngkonunnar. Hárið var eins og flókabenda og hékk ofan í augu. Neðri vörin slapti og setti svo heimskulegan svip á andlitið, að bíl- stjórinn gat ekki varizt hlátri. Kjóllinn var allur þvæld- ur og kryplaður og útataður í ösku og vínslettum. Friðgeir lá í horninu eins og moðpoki, fötin héngu öll snúin og skæld utan á honum, andlitið allt, utklesst í púðri og varalit, var með heimskulegum sauðarsvip. Sólveig hafði sungið mikið um nóttina, enda fengið hrósið vel úti látið hjá hinum nýja vini sínum. Bílstjórinn geispaði. Hann var orðinn syfjaður. En hvernig átti hann að losna við hjúin úr bílnum? Þau voru svo nýsofnuð, að ekki mvndi viðlit að vekja þau strax. „Það er þá víst bczt, að ég aki eitthvað út úr bæn- um á rólegan stað, þar sem ég get sofið líka,“ hugsaði hann og setti bílinn í gang. „Það verður líka laglegur skiidingur, sem ég fæ fyrir þennan túr!“ Þannig stóð þá á því, að bílstjórinn fyrir hreina til- viljun lagði bílnum á fáförnum afleggjara uppi í sveit, enda aðeins moldartroðningur að sjá, og sofnaði þar. - En þetta var cinmitt vcgurinn, sem hann hafði ver- ið að leita að fyrr um kvöldið. IX. „Milli kvemia“ Ingunn varð glöð, er hún sá son sinn Iiggja sofandi á dívaninum í stofunni. Flún settist hjá honum og strauk hárið frá enni hans og klappaði honum á vang- ann. Karlsen opnaði augun. Hann brosti og tók um hönd móður sinnar. „En hve alltaf er gott að vakna hjá þér, mamma mín,“ sagði hann. „Ég var nú farin að halda, að þú værir alveg fluttur frá mér, drengur minn,“ sagði hún lágt og horfði spyrj- andi á liann. Karlscn lokaði augunum. Hann vildi ekki fara út í þá sálma núna. Framhald. 246 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.