Heima er bezt - 01.07.1962, Qupperneq 27

Heima er bezt - 01.07.1962, Qupperneq 27
EIRÍKUR SIGURBERGSSON: Eftir EIJ FIMMTI HLUTI Það var vitað mál, að huldufólk liafði búið í Kletta- borginni í Gljúfurnesi, en þar var kirkjustaðurinn og prestssetrið í Hólmasveit fyrir Eld. Nú, og þaðan var nú ekki svo langur vegur beint upp að Hvammi. En prestskepnan, sem þar bjó og varð að flýja bæinn í Eldinum, hafði aldrei viljað leggja trúnað á það, að klettaborgin væri annað en venjulegir klettar. Að halda því fram, að þar byggi huldufólk, væri ekki annað en argasta hjátrú og hindurvitni. Hann hafði viljað sanna mál sitt, og lét mölva og kvarna steina utan úr klettun- um og hafði þá í hleðslu í nýju baðstofuna. Þá hafði mörgum manninum blöskrað. Bölvað uppátæki og það hjá sjálfum prestinum! Það mátti mikið vera, ef annað eins átti ekki eftir að^ hefna sín. Og hefndin lét ekki lengi bíða eftir sér. Árið eftir seig brunaleðjan fram úr Svartár gili. Prestssetrið var með fyrstu bæjunum, sem tók af, enda skammt frá ánni. Það voru ekki fagr- ar bænir, sem þau báðu fyrir prestræflinum, sóknar- börnin hans, þegar þau voru að dragast upp á ver- ganginum. Nú gat huldufólkið verið í friði. Nú gat cnginn ónáðað það framar. Bruninn hlífði því. Elann var ófær. Auðvitað hefur hraunleðjan aldrei runnið yfir klettaborgina, það gefur að skilja. Að öllu þessu athuguðu, gat það svo sem vcl átt sér stað, að huldu- maður þarna úr klettaborginni hefði heillað Þórkötlu. Annað eins hafði komið fyrir, enginn gat mótmælt því. Aðrir aftur á móti, sem ekki voru jafntrúaðir á huldufólk, sögðust ekki vilja hlusta á þctta bölvað rugl. Krakkann ætti cnginn annar en Guðmundur í Hvammi sjálfur. En stelpan hefði blátt áfram hlaupið út í bruna og drepið sig, með því að hún hafi orðið viti sínu fjær af hræðslu, við Guðmund annars vegar, sem skipaði hcnni að þegja og við yfirvöldin hins vegar, sem skip- uðu hcnni að tala. Að lokum voru þeir, ráðsettir bændur og fleiri, sem mark var á takandi, sem báðu menn fyrir alla muni að hafa ekki svona orð eftir. Fleiri karlmenn væru í Hvammi en Guðmundur, enda manninn ekki lengi að bera að konunni, ef út í það færi. Ekki væri svo langt á milli bæja. En öllum þessum ósköpum hafði lyktað með því, að drengurinn var skírður. Og með því, að það þótti nú eitt víst, að það myndi ekki upplýsast héðan af, hver faðirinn væri, hafði hann verið kenndur við móð- ur sina og kallaður Þórkötluson, en skírður Sveinn, þar eð hún var Sveinsdóttir. Að því búnu hafði hann að sjálfsögðu verið sagður til sveitar og boðinn upp. Síðan hafði hann átt heima nálega á hverjum bæ í Skarðssveit. En engin náin skyldmenni var hann talinn eiga á lífi. Allt þetta hafði Sveinki litli heyrt aftur og aftur á öllum þeim bæjum, þar sem hann hafði átt heima til þessa. Voru alltaf einhverjir á hverju heimili, sem spör- uðu ekki að lýsa öllum þessum merkisatburðum fyrir honum og hafa ánægju af að sjá, hvernig honum brygði við. Aldrei sagði hann neitt, en gott var að geta baun- að þessu á hann, þegar engu tauti var hægt að koma við hann, og skrítinn varð hann á svipinn. Þá gátu menn ekld að sér gert að hlæja. En þegar hlátrarnir kváðu við, þá breyttist svipurinn enn á stráksa. — Að sumu leyti var tilbreyting að hafa hann á heimili, óneitanlega. En þó þreyttust allir á því fvrr eða síðar. Þetta var svo sem ekki í fyrsta skiptið, sem Gvend- ur var á sama bæ og hann. Fyrir nokkrum árum höfðu þeir vcrið saman eitt sumar. Sveinki hafði komið á heimilið um vorið, en farið aftur um haustið, þá á næsta bæ. Jú, hvort Gvendur þekkti hann! Ja, þekkti hann og þekkti hann ekki. Hver þekkti hann? Enginn. Heima er bezt 247

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.