Heima er bezt - 01.07.1962, Page 28
Sannleikurinn var sá, að enginn þekkti hann í raun og
veru. Menn komu sér ekki einu sinni saman um, hvort
hann væri heldur hálfviti eða miklu greindari en fólk
gerðist. Gvendur til dæmis hélt aðra stundina þetta, en
hina stundina hitt. Stundum var hann sannfærður um,
að hann væri hálfbjáni. Rétt á eftir var hann jafn-
sannfærður um, að hann hefði mann að háði og spotti.
Ýmist gat hann vel fallizt á, að stráksi væri huldumað-
ur í aðra ættina — og þá var nú eins hyggilegt að
hafa sig hægan — eða hann þóttist viss um, að hann
væri sonur Guðmundar í Hvammi, einkum nú, eftir
að hann komst í mútur og djúpa röddin kom til sög-
unnar.
Þegar Brynjólfur og Steini höfðu hlegið um stund
að athugasemd Sveinka, en Gvendur þagað og verið
hugsi, tók Brynjólfur undir með Steina og spurði
Gvend, hvers vegna honum gæti dottið í hug annað
eins og það, að sauðirnir hefðu álpazt út í brunann.
Þá sagði Gvendur:
„Nú, mér datt þetta nú bara svona í hug. Ég þekki
sem sé sauðkindina og veit, að hún getur tekið upp á
ýmsu. Annars býst ég við, að það verði sauðkindin,
scm fyrst leggur út í brunann.“
„Fyrst sauðkindin, svo mannkindin,“ sagði Sveinki.
Og enn hlógu þeir Brynjólfur og Steini. En nú gat
Gvendur ekki á sér setið:
„Annars var það nú víst mannkind, ef mannkind
skyldi kalla, sem fyrst hljóp út í brunann,“ sagði hann.
Nú varð þögn. Brynjólfur og Steini hlógu ekki
lengur. Sveinki lá í sömu stellingum og áður. Nú sá
enginn framan í hann, enda sneri hann hnakkanum að
þeim og auk þess orðið dimmt. Hann hafði legið með
víxllagða fætur uppi á rúminu, hreyfingarlaus. Nú
voru fæturnir komnir á fleygiferð og dinglaði hann
þeim af miklum ákafa.
í þessu kom Guðrún inn með mat í aski og fór með
hann fram í hjónahús til Brynjólfs. Um leið og hún
gekk eftir baðstofupallinum sagði hún:
„Hvað er þetta? Sofið þið? Hvaða óskapa þögn er
þetta?“
„Við erum að gráta sauðina okkar,“ sagði Brynjólf-
ur, „Gvendur segir, að þeir hafi farið út í brunann."
„Til að drcpa sig,“ bætti Steini við.
„Lygi er það,“ sagði Gvendur, „ekki voru það mín
orð, það var Sveinki, sem það sagði. Á hinn bóginn
gctur það svo sem átt sér stað, að þeir hafi álpazt þang-
að.“
„Þú ert þar við heygarðshornið," sagði Brvnjólfur.
„Já, og ég hcf mínar ástæður til þess. Og það ætl-
aði ég að segja áðan, ef ég hefði komizt að fyrir strákn-
um. Ég held nefnilcga, að það séu blettir í brunan-
um, sem hraunið hefur aldrei farið yfir.“
„Þú segir nokkuð,“ sagði Steini.
„Ekki er ég trúaður á það,“ sagði Brynjólfur.
„Ekki er það ómögulegt," sagði Guðrún. Hún var
komin fram að uppgangi, en nam nú staðar:
„Ég er fædd og uppalin í Hólmasveit og var 18 ára
248 Heima er beit
um Eld. Auðvitað varð ég að flýja eins og allir aðrir.
Foreldrar mínir misstu allt sitt. En hér var reglulega
falleg sveit og blómleg. Mikið af valllendisbökkum og
hólmum, já, og klettum. Ég held það geti skeð, að
eitthvað standi upp úr.“ Svo fór Guðrún ofan.
„Þetta gæti átt sér stað,“ sagði Steini.
„Og ef grashólar eða grasblettir eru einhvers staðar
nálægt hraunbrúninni, þá finna sauðirnir það á sér,“
sagði Gvendur. Hann var seztur framan á rúmið sitt
og léttist nú á honum brúnin, er máli hans var tekið
líklega, en hvorki snúið út úr fyrir honum, né gefið í
skyn, að hann færi með firrur einar og vitleysu.
„Það væri nógu fróðlegt að athuga ansvítans brun-
ann dálítið við tækifæri,“ sagði Brynjólfur.
Guðrún var nú komin upp á pall aftur með askana
þeirra Steina og Gvendar. Heyrði hún það ,sem Bryn-
jólfur sagði.
„Ekki held ég að neinn ætti að leika sér að því að
fara í brunann, sagði hún. „Ég skil varla i, að nokkur
sæki þangað mikið,“ bætti hún við með áherzlu.
„Allténd gæti maður reynt að sækja þangað sauða-
garmana, ef þeir hafa flækzt þangað,“ sagði Steini og
hló.
„Hvað ætli þeir hafi farið þangað,“ sagði Guðrún
um Ieið og hún hvarf niður stigann.
„Það er verst,“ sagði Brynjólfur, „að það er ansvíta
kornið ekki hægt að hreyfa sig þar neitt, það þola eng-
ir skór. Ég er viss um, að þeir rifna í tætlur áður en
maður kemst lengd sína.“
„Það má búast við, að það sé nokkuð skófrekt,“
sagði Steini.
„Það fer nú eftir því, hvernig maður gengur,“ sagði
Gvendur. „Ef maður passar sig að sniðganga verstu
eggjamar, en velja klappir og skárstu staðina, þá held
ég, að maður kæmist nú þó nokkurn spöl á nýjum leð-
urskóm.“
Nú kom Guðrún enn upp á pallinn með askinn hans
Sveinka í annarri hcndi en lýsislampa í hinni. Rétti
hún Sveinka askinn, en lampann hengdi hún á nagla
hjá dyrunum á hjónahúsinu. Varð nú baðstofan mjög
svo hóflega uppljómuð. Greindu menn hver annan í
ævintýralegu ljósi, en skuggar allir risavaxnir. Sátu
menn nú á rúmum sínum og höfðu askinn á hnjam ser.
Átu menn með beztu lyst. Veiddu menn bitana upp úr
askinum með fingrunum og stýfðu þá upp úr hnefa.
Supu svo vökvunina úr askinum á eftir. Að lokum
sleiktu menn askinn innan með sleikifingri og voru
mettir. Leið mönnum vel.
Konur átu í búri. Kom Guðrún upp og sótti askana.
„Áttu eitthvað af sniðnum leðurskæðum, Guðrún
mín?“ sagði Brynjólfur um leið og hún tók askinn
hans.
„Ætli það ekki, citthvað," svaraði Guðrún. „Hvað,
er einhver ykkar skólaus?“ bætti hún við og nam stað-
ar í dyrunum og sneri sér að Brynjólfi. „Ég hélt, að
skómir ykkar væru í Iagi.“