Heima er bezt - 01.07.1962, Page 30
hafa ótilkvaddar í brunann. Ég ætla ekki að tala um
þá fyrri, Sveinka tetur. En sú síðari var þriggja ára
gamall drengur frá Hvammi, sonur hans Guðmundar.
Hann væri nú á sama ári og þú, ef hann lifði. Hann
hljóp út í brunann fyrir utan túnfótinn á Hvammi af
óvitaskap. Enginn vissi, hvar hann var. Það var um
haust, seinnipartinn. Þegar hans var saknað, fóru allir
að leita. Þið getið nærri, hvað gengið hefur á fyrir hon-
um Guðmundi, og eiga ekki nema þennan eina son.
Um kvöldið í rökkrinu var hann enn ófundinn. Guð-
mundur vildi ekki hætta að leita, en varð ráfað suður
að hrauni. Þóttist hann þá heyra veikt hljóð, ekki langt
suður í hraunkarganum. Gekk hann á hljóðið eins
fljótt og hann komst, og fann að vörmu spori dreng-
inn sinn. Lá hann nær dauða en lífi með annan fótinn
fastan niður í holu. Var fóturinn mölbrotinn og svo
rækilega skorðaður ofan í holunni, að ómögulegt var
að ná honum upp. Allt í kring voru jarðfastar bruna-
hellur. Eftir langa mæðu varð Guðmundur að hlaupa
heim til þess að ná í hjálp. Þið getið ímyndað ukkur,
hvernig honum hefur verið innanbrjósts. Þegar hann
kom aftur með vinnumenn sína og fóstru drengsins,
var reynt að ná honum upp. Mamma hans var ekki
heima til allrar hamingju fyrir hana. Ég skil varla, að
hún hefði getað afborið að horfa upp á drenginn sinn.
Að lokum sagði fóstran, að eina vonin væri að lima
fótinn af drengnum. Og það var gert. Fóturinn var
iimaður af blessuðu barninu. Það var enn með lífs-
marki, þegar því var lokið. Auðvitað var það dáið,
þegar komið var heim með það.“
Meðan Guðrún talaði, horfði hún fast á Sveinka.
Allir í baðstofunni höfðu heyrt sögu þessa áður, þar
á meðal Sveinki. Hann mundi nú ekki, hve gamall hann
var, þegar hann heyrði hana fyrsta sinn, kannske ekki
nema fjögra ára. En hann mundi hana alltaf síðan. Af
hverju? Af því að hún var svo hryllileg? Nei, kannske
ekki af því. En hann var þá þegar búinn að frétta, að
hann hefði einhvern tíma átt mömmu, mömmu, sem
hefði hlaupið frá honum í vöggunni og týnzt í þess-
urn bruna. Og nú hafði honum verið gefið í skyn, að
þessi sama mamma hefði kannske verið völd að því að
barnið í Hvammi hljóp út í brunann og festi þar fót-
inn. Og ef til vill væri pabbi hans valdur að því líka,
því pabbi hans og mamma byggju í brunanum, í þess-
um voðalega bruna. Og jafnan upp frá þessu, þegar
hann heyrði söguna sagða, hafði sögumaður fest á
hann augun, líkt og Guðrún núna. Enda stóð nú
Sveinki litli fyrir framan Guðrúnu hreyfingarlaus, með
hálflokuð augu, stirðnaður í andliti.
En það voru fleiri en Sveinki, sem sagan virtist hafa
haft rík áhrif á. Kristín Kjartansdóttir var staðin upp
og komin í norðurendann til Guðrúnar. Var hún all-
æst og hugðist undirstrika duglega það, sem Guðrún
hafði sagt. Tók hún til máls með miklum þunga:
„Út í brunann skyldi enginn stíga fæti sínum ótil-
neyddur. Það hvílir yfir honum bölvun. Hann hefur
leitt yfir fólk meiri hörmungar en nokkuð annað, sem
yfir þetta land hefur dunið frá upphafi. Af hans völd-
um hafa hundruð manna og kvenna og barna kvalizt
í hel, liggjandi eins og hráviði fyrir hunda og manna
fótum, í byggð og í óbyggð. Allt þetta fólk hefur for-
mælt brunanum á dauðastundinni.“
Guðrúnu varð litið á húsfreyju og varð hvumsa við.
Að vísu var hún í meginatriðum sammála henni, að því
er varðaði brunann, enda voru flestir var á sömu skoð-
un. En henni fannst Kristín hafa stigið feti of langt.
Guðrún gat ekki sætt sig við þá hugsun, að fólk hefði
dáið formælandi einu né neinu, þrátt fyrir allar hörm-
ungar. Og hún var alls ekki ánægð yfir því, að Kristín
skyldi geta látið sér annað eins í hug koma. Hún hafði
kennt Kristínu litlu margar bænir, þegar hún var smá-
telpa og lagt ríkt á við hana að sofna með guðsorð á
vörum, því að enginn vissi, er hann legðist til svefns,
hvort hann vaknaði aftur til þessa lífs. En þegar mað-
ur dæi, ætti maður að biðja fyrir sér og blessa skapar-
ann og öll hans verk. Og nú fannst Guðrúnu sem henn-
ar ástkæra húsmóðir hefði týnt niður nokkru af þeim
fræðum, sem henni höfðu verið kennd, er hún virtist
véfengja óbilandi þolinmæði og undirgefni volaðra
undir Guðs vilja. Það var þó hverjum sönnum, kristn-
um manni skylt að sýna, hvað svo sem á gekk. Guð-
rúnu varð svo mikið um, að hún gleymdi Sveinka, en
starði á Kristínu og sagði:
„Af hverju ertú, Kristín mín, með getsakir í garð
löngu dáinna aumingja? Hvað veizt þú um það, hvort
þeir hafa formælt brunanum á dauðastundinni? Eru
ekki meiri líkur til, að þeir hafi beðið Guð að miskunna
sig yfir þeirra hrelldu sálir? Ég held þeir hafi gert það
og gleymt brunanum og öllum hörmungunum.“
„Ekki heyrðist mér það nú á henni Imbu gömlu,“
svaraði Kristín og fór aftur inn í hjónahúsið.
Varð nú stutt þögn, næstum óþægileg þögn. Þetta
tal virtist ætla að koma heimilinu úr jafnvægi. Jafnvel
Brynjólfur varð þungur á brúnina. Hann þoldi ekki að
heyra Kristínu vitna í Imbu gömlu, því þá rifjaðist
upp fyrir honum það, sem Kristín hafði haft eftir
henni þá um vorið rétt áður en þau fluttu og hrak-
spár hennar. Stóð Brynjólfur upp og gekk inn til Guð-
rúnar og sagði með nokkrum snúð:
„Ætli það sé ekki bezt, að þú gerir skóna á hann
Sveinka líka.“
Ekki heyrðist Kristín andmæla þessu. Sveinn aftur
á móti leit þakkaraugum á húsbóndann, skauzt fram í
miðbaðstofu og settist við að tvinna. En Guðrún mælti
nokkuð seint:
„Jæja. Verði þá það, sem verða vill.“
Vetrardagurinn fyrsti rann upp heiður og fagur. Um
nóttina hafði verið dálítið frost. Þeir Gvendur og
Sveinki voru komnir á fætur í dögun. Þurfti hvorugan
að vekja. Hafði þeim verið búinn nestisbiti um kvöldið
og eitthvað látið í askinn þeirra, sem þeir nú snæddu,
áður en þeir lögðu af stað. Þegar fólk kom á fætur urn
morguninn, voru þeir allir á bak og burt.
250 Heima er bezt