Heima er bezt - 01.07.1962, Qupperneq 31

Heima er bezt - 01.07.1962, Qupperneq 31
Hvað sem öðru leið, fengu þeir gott veður. Allan daginn var sólskin. Brynjólfur og Steini voru að hlaða fyrir heyin. Þegar komið var fram yfir hádegi, varð þeim litið upp fyrir á. Var þó langt frá því, að þeir væru famir að vonast eftir þeim sauðamönnum. Sáu þeir þá, hvar tveir menn komu ríðandi og ráku fjórar kindur. Jæja, þeir eru þá bara komnir. En brátt kom í ljós, að hestarnir að minnsta kosti voru ekki frá Bökk- unum. Brynjólfur og Steini gengu vestur með ánni á móts við komumenn. Voru þar komnir þeir Nikulás faðir Brynjólfs og Ólafur mágur hans. Ráku þeir sauðina á undan sér, hina fjóra, sem Gvendur og Sveinki voru nú að leita að. Komumönnum var vel fagnað, sem vænta má. Voru þeir leiddir í stofu og þágu góðan beina. Sagðist Nikulás hafa orðið var við sauðina í gærmorgun. Hefði hann ekki viljað láta undir höfuð leggjast að koma þeim fram eftir, með því að hann bjóst við, að þeirra væri saknað. Þar að auki vissi hann, að Brynjólfur ætl- aði að slátra þeim og bjóst við, að hann myndi ekki vilja draga það úr þessu. Hefði hann notað tækifærið og komið sjálfur með sauðina og fengið Óla á Syðri- \röllum með sér. Hefðu þeir slegið ferðinni upp í lysti- túr og þótt fara vel á því, þar eð báðir hefðu verið búnir að ráðgera fyrir alllöngu að heimsækja þau á Bökkunum. Var einna líkast því, að sauðirnir hefðu tekið sig upp og sótt þá, enda til þess trúandi, jafn vitrum skepnum. Eftir að fólk hafði skemmt sér um hríð við þessar og þvílíkar samræður, urðu menn ásáttir um, að bezt væri að taka sauðina og skera þá strax, ekki seinna vænna. Voru þeir spakir eftir ferðalagið. Gekk vel að láta þá inn. Voru menn fljótir að slátra þeim og gera þá til, með því að einn maður var um sauð. Var öllu lokið, er rökkva tók. Ekki voru þeir enn komnir, Gvendur og Sveinki. Leið svo kvöldið til dagseturs. Var þá farið að vonast eftir þeim fyrir löngu. Var nú ekki um annað rætt í baðstofunni en þá. Sátu þeir báðir í hjónahúsinu, Nikulás og Ólafur. Voru menn hlessa á því, að Gvendur skyldi ekki hafa vit á að skila sér heim fyrir dimmu. Var Guðrún þung á brúnina og húsfreyjan ærið óróleg. Er langt var liðið á vöku var öllum hætt að standa á sama. Hví komu þeir ekki? Gat skeð, að eitthvað hefði orðið að þeim? Var það mögulegt, að Gvendur hefði ekki haft vit á að koma sér niður úr brunanum fyrir myrkur, enda þótt hann hefði álpazt þangað um dag- inn? Eða hafði eitthvað verra komið fyrir? í vökulok voru þeir enn ókomnir. Ræddu karlmenn- irnir um, hvað gera skyldi. Kom öllum saman um, að ekkert væri hægt að gera, þar til er lýsti. Bezt að bíða birtunnar. Dimmt var úti, ekkert tunglsljós og þykkt orðið í lofti. Gengu menn nú til náða, þótt ekki væri mönnum glatt í geði. Sváfu þeir saman frammi í stofu- rúmi, Nikulás og Ólafur. Einhvern tíma eftir miðnætti var guðað á gluggann á hjónahúsinu. Var þar kominn Gvendur. Fór Bryn- jólfur fram og opnaði fyrir honum. „Hvaða ansvítans droll er á þér, Gvendur,“ sagði Brynjólfur, „og hvar er Sveinki?“ „Minnstu ekki á það,“ sagði Gvendur. „Hann hvarf frá mér og ég er búinn að vera að leita að honum frá því um nón. Ég má þakka guði fyrir að vera kominn heim. Þvílík lukka, að ég skyldi ekki drepa mig.“ Héldu þeir nú til baðstofu og brá Brynjólfur upp ljósi. Sá hann nú, að Gvendur var allilla útleikinn, rif- inn allur og tættur og skrámóttur. „Hvað er að sjá þig?“ sagði Brynjólfur. „Það er nú ekki furða,“ svaraði Gvendur. „Ég lenti í myrkri í brunanum að leita að stráknum. Því segi ég það, ég má þakka fyrir að vera kominn heim.“ „Hvar týndirðu honum?“ spurði Brynjólfur. „Týndi honum? Ég týndi honum ekki. Hann hvarf. Hvarf allt í einu.“ „Hvar þá?“ „Það mun hafa verið nálægt því, sem Gljúfurnesið var.“ „Uppi í brunanum?“ „Já, uppi í brunanum.“ „Hann hefur varla horfið fyrir framan augun á þér.“ „Jú.“ Framhald. HAPPATALA BARNANNA ÞVÍ MIÐUR hefur eigandi aprílblaðsins með happatölunni (sem var 7950), ekki gefið sig fram, og nú hefur verið dregið út nýtt númer, og fellur þá eldra númerið (7950) úr gildi. Takið nú vel eftir, krakkar mínir. Blaðsíða 140 x aprilheftinu var tölusett með áframhaldandi númerum, þannig að engin tvö blöð eru með sama númeri á blaðsíðu 140. Nýja númerið, sem dregið var út, er: 7292 og nú er einhver ykkar alveg örugglega með aprílblað með þessu númeri á blaðsíðu 140. Sá, sem hefur verið svo heppinn að fá þetta blað, þarf nú ekki að gera annað en klippa fer- hyrninginn með númerinu (7292) út úr blaðinu og senda ásamt nafni og heimilisfangi til afgreiðslu „Heima er bezt“, og verða honum þá send verðlaunin um hæl ásamt heilu og ógölluðu eintaki af aprílheftinu. Eins og þið vitið, þá eru verðlaunin KODAK myndavél og ljósmyndavörur, svo það er ómaksins vert að athugá blaðsíðu 140 í aprílheftinu. Munið, að það er aðeins talan í aprílheftinu, sem gildir. Heima er bezt 251

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.