Heima er bezt - 01.07.1962, Page 32

Heima er bezt - 01.07.1962, Page 32
HEIMA_____________ BEZT BÓKAHILLAN Hannes Pétursson: Sögur að norðan. Reykjavík 1961. Helgafell. Hannes Pétursson hefur 'þegar getið sér mikinn orðstír sem ljóð- skáld. Sögur þessar, sem eru hið fyrsta af því tagi, sem hann sendir frá sér, benda til, að hann ætli einnig að verða hlutgengur á sviði smásagnagerðar. Sögurnar eru allar vel gerðar, hnitmiðaðar að efni og án útúrdúra, sem mörgum smásagnahöfundum hættir til. Þær sýna, að höfundur hefur næma skynjan á lífinu umhverfis sig og kann að túlka viðhorf sín og persóna sinna með samúð, glettni, dálítilli meinfýsi og snarpri ádeilu, allt eftir því sem við á. Thor Vilhjálmsson: Svipir dagsins og nótt. Reykjavík 1961. Helgafell. Þessir þættir Thors Vilhjálmssonar minna helzt á kvikmynd, samhengislitla en viðburðaríka. Sums staðar eru dauðir punktar, þar sem lesandinn dottar og lætur sér á sama standa um hvað gerist, rétt eins og oft vill til i kvikmyndum. En svo hrekkur hann skyndilega við eitthvað skemmtilegt, sem sprettur upp af sxðum bókarinnar, og heldur lestrinum áfram fullur eftirvæntingar eftir næstu mynd. Ásgeir Jónsson: Svörtu vikudagamir. Reykjavík 1961. Leiftur. 1 sögu þessari eru raktir viðburðir einnar viku, heima í sveit og suður í Reykjavík. Margt gerist þar býsna óvenjulegt og hjákát- legt. Höfundur hefur sýnilega horn í síðu lækna og lögfræðinga og húðstrýkir þá miskunnarlaust, en hann kann sér ekki hóf, fer út í öfgar, svo að ádeilan missir marks og gamanið fölnar. Naum- ast verða viðbrögð söguhetjunnar í ástamálunum talin eðlileg með öllu, og öll er sagan nokkuð reyfarakennd, en engum leiðist sem les hana. Hannes Þorsteinsson: Endunninningar. Reykjavík 1962. Almenna bókafélagið. Allmikið umtal hafði orðið um bók þessa áður en hún kom út. Kunnugt var, að höfundur hafði innsiglað handritið og mátti ekki opna það fyrr en á 100 ára afmæli hans. Væntu menn sér mikils fróðleiks og skemmtunar af bókinni, því að höfundur var ritfær í bezta lagi, öllum mönnum minnugri og hafði tekið virkan þátt i stjórnmálabaráttu þjóðarinnar á örlagaríkum umbrotatímum. Engum mun heldur leiðast meðan hann les endurminningar H. Þ., því að hann segir vel frá. Margt er og skemmtilegra minninga einkum frá bernsku og æsku höfundar. En samt verður lesandinn fyrir vonbrigðum. Vér verðum sáralitlu fróðari um hvað gerðist að tjaldabaki í stjórnmálunum á þessum árum, og dómar höfund- ar um andstæðingana eru þannig, að þeir verða ekki teknir alvar- lega. Má þar nefna ummæli hans um Bjöm Jónsson, Einar H. Kvaran, Jón ólafsson, Skúla T'horoddsen, Valtý Guðmundsson og fleiri. Vitanlega höfðu þeir sina galla, en dómar höfundar eru með þeim hætti, að þeim verður ekki trúað. Þar hefur stjóm- málaritstjórinn en ekki fræðimaðurinn haldið á penna. Og skap- hiti höfundar hlaupið með hann í gönur. Ekki orkar það vel á lesandann, hversu höfundur gerir hlut sinn mikinn í hverju máli, og verður það sízt til að auka hróður hins ágæta manns. Raunar sýna þessar endurminningar, hversu hættulegt það er manni að skrifa ævisögu sína. En allt um það er fengur að bókinni. Hún er skemmtileg aflestrar víðast hvar, og fyllir á ýmsan hátt upp í þá mynd, sem vér viljum fá af tímanum kringum aldamótin síð- ustu, enda þótt nota verði hana með varfærni sem heimildarrit. Einar Ásmundsson: Frá Grænlandi tij Rómar. Reykjavík 1961. Isafoldarprentsmiðja. Þetta eru þrettán ferðaþættir, einn frá flugferð til Grænlands, hinir frá ýmsum Evrópulöndum. Höfundur segir vel frá, hefur glöggt auga fyrir því, sem gerist kringum hann og er fundvís á sögulegar minjar og minningar. Hann kann þá list, að láta les- andann njóta ferðarinnar með sér, og kemur honum þar að haldi þjálfun blaðamannsins og gáfa skáldsins. Minnisstæðastur verður kaflinn um flóttamennina í Þýzkalandi, en skemmtilegust þykir mér frásögnin um dvergríkið Liechtenstein. Þjóðsögur og sagnir. Skráð hefur og safnað Torfhildur Þ. Hólm. Reykjavík 1962. Almenna bókafélagið. Þetta er allmikil bók, 232 bls., og flytur hún fjölda sagna, sem hin góðkunna skáldkona, Torfhildur Þ. Hólm safnaði, að mestu á dvalarárum sínum í Ameríku fyrir um 80 árum. Fáeinar þeirra birti hún síðar í ritum sínum, Dvöl og Draupni. Flestar eru sögur þessar stuttar, og fáar stórbrotnar að efni eða frásögn, en fjöl- breytnin er mikil, og þar eru bæði eldri munnmælasögur og frá- sagnir um dularfull fyrirbæri úr lífi samtíðarmanna og oft sögu- manna sjálfra. Eru þar draumar, sýnir og fleiri fyrirbæri, sum býsna merkileg, og sem heild gefur bókin allgóða mynd bæði af dulargáfum og þjóðtrú lslendinga á síðastl. öld. Eru sögurnar því góður viðauki við áður prentuð söfn. Og enn er eitt sérstætt við safn þetta. Sögurnar eru skrifaðar beint eftir frásögn heimildar- manna, og hafa hvergi verið fágaðar eða breytt til, svo að sögu- legri yrðu. Þær eru því ágæt heimild um málfar alþýðufólks á seinni hluta 19. aldar. Og það hlýjar manni að hugsa til þess, að sögurnar eru rifjaðar upp og sagðar í annarri heimsálfu, þar sem hver minning að heiman var dýrmætur fjársjóður. Finnur Sig- mundsson landsbókavörður hefur búið sögurnar til prentunar og skrifar ágætan formála um skáldkonuna og starf hennar, Ólöf Jónsdóttir: Heimsókn. Reykjavík 1961. Leiftur. Höfundurinn er reykvísk húsmóðir, sem hér sendir frá sér fyrstu bók sína, smásögur og ævintýri, fáguð að stíl og frásögn og ljúf aflestrar, þótt ekki sé um stórbrotinn skáldskap að ræða. Megin- þráður allrar bókarinnar er mildi og samúð með smælingjum, innileg trú og bjartsýni á lífið. Gefur þetta bókinni þýðan og hug- þekkan blæ, og mun skapa henni vinsældir að verðleikum. Það er trú mín, að höf. eigi eftir að koma síðar betur við sögu sem rithöfundur. St. Std. 252 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.