Heima er bezt - 01.09.1962, Blaðsíða 4
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON, SKÓLASTJÓRI:
Hann sá betur
bri
en aonr mæiau
Idi
i.
Pað mún hafa verið snemma í júlímánuði árið
1944, að ég fór með áætlunarbíl frá Reykjavík
austur á land. Um morguninn, sem leggja skyldi
af stað, varð ég seint fyrir, og voru öll sætin
þegar skipuð í bílnum, er ég kom á stöðina, nema á
aftasta bekk.
Er ég settist þar, sátu þar fyrir tvær ungar stúlkur,
og í horninu vinstra megin sat miðaldra maður, meðal-
maður á vöxt, feitlaginn og fullur að vöngum. Rjóður
var hann í kinnum, stungu þær í stúf við fölt enni og
fyrirmannlegt, og sérlega hvítar og nettar hendur.
Hárið var þunnt og nokkuð tekið að grána, en allt var
yfirbragðið sérlega unglegt, jafnvel barnslegt. Klædd-
ur var hann grænum fötum, dökkleitum, með nokkru
öðru sniði, en gekk þá og gerðist, minnti helzt á ein-
kennisklæði hermanna.
Stúlkurnar, sem milli okkar sátu, voru hinar snotr-
ustu, auðsjáanlega og auðheyranlega í sólskinsskapi,
fullar tilhlökkunar. Varð fljótt ráðið af samtali þeirra,
Arið 1952. Þeir virða fyrir sér ungar greniplöntur á Hallorms-
stað. Frá vinstri: Robert Taylor, tilraunastjóri i skógrcekt frá
Alaska, Hákon Bjarnason, Guttormur Pálsson og Garðar
Jónsson, skógarvörður á Tumastöðum. — Ljósm. S. Blöndal.
að þær voru að leggja upp í sumarleyfisferðalag og
förinni mundi vera heitið austur á land.
Svo sem fyrr segir, var bíllinn fullskipaður, og virt-
ust allir verða glaðir og hressir í bragði, er morgun-
drunginn bráði af mönnum. Brátt kvað við söngur um
allan bíl, og við á aftasta bekk tókum rösklega undir.
Er söngnum slotaði, tókust samræður með mönnum,
og kvað þar einkum að fyrirfrú einni, er sat í fremsta
bekk. Virtist hún hafa mjög ákveðnar skoðanir um
menn og málefni og tók býsna óstinnt upp fyrir mönn-
um, ef þeir höfðu aðra skoðun á málunum, iafnvel
eigin faðerni.
Ekki lögðum við sessunautarnir til þessara samræðna,
nema hvað sá grænklæddi heyrðist stundum hlæja
stuttum, snöggum hlátri, þegar frúin tók sem röskleg-
ast af skarið.
Ungu stúlkurnar töluðu um sín hugðarefni, bar
mikið á upphrópunum og hálfum setningum. Mátti þó
af máli þeirra ráða, svo sem fyrr segir, að þær væru á
leið austur á land til að skemmta sér. Þær komust brátt
að því, að við, sessunautar þeirra, vorum báðir að aust-
an, og fengu þær þá áberandi meiri áhuga á okkur og
tóku að spyrja í þaula. Meðal annars spurðu þær að
því, hvort við hefðum komið í Hallormsstaðaskóg. Þær
væru að hugsa um að tjalda þar. Ekki gat ég borið á
móti því. Og er stúlkurnar spurðu þann grænklædda,
hvort hann þekkti Hallormsstaðaskóg, hló hann við og
sagði: „Jú, jú, svona nokkuð.“ Þær spurðu hann hvort
skógurinn væri ekki „agalega fallegur“, þær hefðu
heyrt það. „Jú, ekki ósnotur, en Þórarinn þekkir hann,“
og um leið leit hann til mín glettnum og kímileitum
augum. Kom á mig að mestu eftir það að upplýsa stúlk-
urnar um Austurland.
Bílferðin gekk eftir áætlun, allt þangað til komið var
að Varmahlíð í Skagafirði. Var það um kvöldmatar-
leytið, og sagði bílstjórinn, að matur væri á borðum
fyrir þá, sem vildu. Voru þeir margir, sem það vildu,
og auðheyrt var, að bílstjórinn var einn í þeirra hóp,
en frúin í framsætinu vildi óð og uppvæg, að ferðinni
yrði sem skjótast haldið áfram til Akureyrar, en þang-
að var för hennar heitið. Varð um þetta nokkur ágrein-
ingur. Vildu þeir, sem óvísan áttu kvöldverð á Akur-
eyri, snæða þama, en hinir halda áfram. Hvort sem
um þetta var talað lengur eða skemur, varð það úr, að
haldið var áfram án frekari tafar.
296 Heima er bezt