Heima er bezt - 01.09.1962, Síða 9
Verið að fella lerkitré i Hallormsstaðaskógi.
urframleiðslu, hljóta að reiknast í hundruðum milljóna
króna. Andvirði innflutts barrviðar nam árið 1960
rúmum 80 milljónum króna (sbr. verzlunarskýrslur
1960).
IV.
Þetta greinarkorn um Guttorm á Hallormsstað hófst
með því, að sögð var af honum saga, sem samfylgdar-
manni í bíl, af því að þar koma býsna skýrt í ljós
ýmis þau sérkenni, er við, förunautar hans um lengri
eða skemmri tíma, þekkjum vel og gera hann minnis-
stæðan: hógværðin, hæglát glettni, ekki upprifinn úr
hófi, en einarður, ef með þarf, og ekki allur þar sem
hann er séður.
Nú langar mig að lokum að segja af honum aðra
sögu, en að henni var ég hvorki heyrnar- né sjónar-
vottur, eins og þeirri fyrri, og þess vegna getur hún
verið færð í stílinn, en við, sem þekkjum Guttorm,
getum vel trúað henni. Einhverju sinni höfðu þeir mág-
arnir, Benedikt Blöndal og Guttormur, verið að ræða
um þann möguleika að veita saman lækjum uppi í fjalli
fyrir ofan Hallormsstað vegna fyrirhugaðrar vatnsvirkj-
unar. Greindi þá á um vegalengd þá, er grafa þyrfti.
Guttormur vildi ekki láta af sinni skoðun, verandi
kunnugri öllum staðháttum en Blöndal, sem fyrir
skömmu var kominn að Hallormsstað. Spilar þá Blöndal
út sínu trompi, einu af hátrompum vísindanna og segir:
„Hvað er þetta, maður, ég hef mælt þetta, það eru ná-
kvæmlega þrjátíu metrar.“ „Mælt,“ segir þá Guttorm-
ur og lítur upp á mág sinn, „heldurðu að ég sjái ekki
betur en þú mælir.“
í þessu tilsvari gæti verið fólginn leyndardómurinn
um Guttormslund. Takmörkuð virðing fyrir mæling-
um og fræðimennsku, hafi hann ekki sannreynt sjálfur,
meðfæddur þrái að láta ekki af skoðun sinni fyrr en í
fulla hnefana, en jafnframt nokkurt sjálfstraust á eigin
sjón og dómgreind. Alls þessa þurfti með, auk brenn-
andi hugsjónar og knýjandi þarfar til að verða landi
sínu að liði, til þess að ganga í berhögg við yfirboðara
sinn, skógræktarstjórann, sem að sjálfsögðu var honum
fremri að lærdómi, og hunza þær mælingar, er „sönn-
uðu“, að barrviðir gætu ekki vaxið á íslandi.
V.
Sólmánaðaróskadrengurinn á Hallormsstað er nú
hniginn á efri ár og starfsgetan tekin að þverra, þótt
starfsviljinn sé jafn brennandi og fyrr.
Hann ber ellina vel, er enn keikur og hermannlegur
í fasi, og vel má hann una við minningarnar um ævi-
starf sitt. Hann sá betur en aðrir mældu, og því hlotn-
aðist honum, eins og fleirum af hans frændum, að verða
óvenjulega þjóðnýtur maður.
Að sjálfsögðu var Guttormur hvatamaður að stofn-
un skógræktarfélags Austurlands og formaður þess frá
byrjun. Er hann varð sjötugur, færði stjórn félagsins
honum smágjöf sem þakldætis- og virðingarvott. Var
það lampi, gerður úr lerkistofni úr Guttormslundi. Auk
nafns og ártala voru á lampann skornar landvættir ís-
lands og þessi staka:
Omælt fyrir ævistarf
ærnar þakkir gjöldum.
Landið betra er í arf
orðið af þínum völdum.
Það er gæfa Guttorms, hversu margir geta tekið
undir þessar þakkir.
Eiðum, í apríl 1962.
Bréfaskipti
Elín Jónasdóttir, Sílalæk, Aðaldal, S.-Þing. óskar eftir bréfa-
skiptum við pilta á aldrinum 16—18 ára.
Karl Þ. Jónasson og Gústaf S. Jónasson, Kjóastöðum, Bisk-
upstungum, Árn., óska eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldr-
inum 16 til 20 ára. Æskilegt að rnynd fylgi.
Ingveldur Kristinsdóttir, Naustvík, pr. Djúpavík, Strand.,
óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 17—20 ára.
Steinunn Kristinsdóttir, Naustvík, pr. Djúpavík, Strand.,
óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 14—17 ára.
Sigurrós Agustsdóttir, Naustvík, pr. Djúpavík, Strand. óskar
eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 12—15 ára.
Ásdis Sigurðardóttir, Kirkjuvegi 57, Vestmannaeyjum, ósk-
ar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 12—13
ára. Æskilegt að mynd fylgi.
Heima er bezt 301