Heima er bezt - 01.09.1962, Page 10
MAGNUS BJORNSSON A SYÐRA-HOLI:
ömlu kynni
[Ieymast
ei
né gömul tryggéamál
a
Pegar ég kom í Gagnfræðaskólann á Akureyri
haustið 1908, var ég nítján ára, fullorðinn mað-
ur. En í reyndinni var ég fávís heimaalningur,
hafði lítt komið út fyrir mína sveit, fáum
kynnzt og þekkti varla af eigin raun annað fólk en
sveitunga mína. En ég var þá, og hef alla tíð verið,
forvitinn um fólk, bæði dautt og lifandi, og reynt að
gera mér grein fyrir einkennum þess og skaphöfn, eftir
því sem heimildir benda til og eigin kynni, athugunar-
gáfa og dómgreind hrökkva til.
Það var mér því líkast sem að koma í nýjan heim eða
framandi land, er ég við skólasetningu kom inn í sam-
komusal Gagnfræðaskólans í hóp væntanlegra skóla-
systkina. Ég renndi forvitnisaugum yfir flokkinn, leit
af einum á annan og sá, að mjög var þetta sundurleit-
ur hópur að útliti, aldri og þroska. Sumir voru einarð-
legir og upplitsdjarfir, aðrir virtust feimnir og fara
hjá sér í margmenninu. Það voru þeir, sem úr fásinn-
inu komu og undruðust, eins og ég, hvað heimurinn
var stór og margmennur.
Einn var sá, er ég við fyrstu sýn veitti sérstaka at-
hygli. Þreldegur maður, djarfmannlegur og snöggur í
hreyfingum. Breiður var hann um herðar og þvkkur
Úrvalsleikfimisflokkurinn í G. A. 1908. I.árus Rist kennari
á miðri myndinni. Jón Sveinsson i miðröð lengst til heegri.
undir hönd, einarðlegur í fasi og framgöngu. „Hann
hefur víst krafta í kögglum þessi,“ hugsaði ég. Ein-
hvern heyrði ég nefna hann Jón. Það þótti mér h'tið
Leikfimisflokkur i Gagnfrceðaskólanum á Akureyri 1908.
nafn og hversdagslegt á svo svipmiklum manni. Hann
hefði heldur átt að heita Gunnar eða Skarphéðinn. Þá
var hugurinn allur við fornöld og íslendingasögur og
glýja í augum af því að mæna á ljómann af „gullöld
íslendinga“.
Mér er minnisstæður fyrsti leikfimitíminn okkar í
I. bekk. Lárus Rist kennari reyndi að láta okkur
stökkva yfir snúru og ganga samstiga í fylkingu eftir
endilöngu gólfi leikfimihússins, „marséra í takt“, eins
og sumir kölluðu það. Hjá mörgum voru viðbrögðin
heldur óliðmannleg. Sumir felldu snúruna, ef hún tók
hærra en á miðjan kálfa og slettust áfram óskipulega á
göngu, þrátt fyrir það, að kennarinn skipaði skörulega
„áfram gakk“, og teldi fyrir skrefunum „einn, tveir;
einn, tveir“. Ég sá að Jón, hinn vaski bekkjarbróðir
minn, dró ekki af sér eða gerði klaufastrik. Hann lagði
sig fram um að gera sem bezt, og ég sá ekki betur en
að hann hleypti í brýrnar og biti á jaxlinn. Og nú vissi
ég nokkur deili á honum. Hann var jafnaldri minn, hét
Jón Sveinsson, Austfirðingur að ætt og uppruna, frá
Húsavík í Borgarfirði. — Þegar Lárus Rist fylkti Iiði
sínu til göngu, setti hann ekki upp svínfylking að
dæmi fornra herkonunga, enda vorum við engir stríðs-
menn í gamalli merkingu þess orðs. Hann skipaði í tvö-
Framhald á bls. 306.
302 Heima er bezt