Heima er bezt - 01.09.1962, Blaðsíða 11

Heima er bezt - 01.09.1962, Blaðsíða 11
ÞORSTEINN JÓSEPSSON: SEGIR FÁT;T AF EINUM rm í>að bil á mörkum Austur- og Vestur-Húna- vatnssýslu liggur Víðidalsfjall. Það rís fyrst ^ J sem lágt hæðardrag norður af Víðidalstungu- heiði, en hækkar því norðar sem dregur, fær á sig fjallsmyndun og endar í bröttum gnípum og skriðum norður í miðri byggð. Norðanvert í fjallinu skerst inn í það alllangur dalur, sem heitir Melrakkadalur. Liggur hann skáhalt suð- austur í Víðidalsfjall og lætur nærri að það sé tveggja stunda gangur eftir honum endilöngum. Austurhlíð dalsins er ekki ýkja brött, víðast hvar flái niður og auðvelt um niðurgöngu, en vestanmegin eru kletta- hamrar, sem ganga niður í syllum eða stöllum, víða há- ir, sums staðar hengiflug. Dalurinn sjálfur er óbyggð- ur, en norðan við mynni hans stendur bær, sem dregur nafn af honum og heitir Melrakkadalur. Austan við Víðidalsfjall liggur grösugur en grunnur dalslakki. Hann liggur samhliða Vatnsdalnum, en er að- skilinn frá honum með hæðadrögum þeim og hálsum sem liggja að Vatnsdalnum að vestan. Eftir dalslakka þessum fellur Gljúfurá, en hún skilur að Austur- og Vestur-Húnavatnssýslu. í um það bil rniðjum slakkan- um stóð bær, sá eini á þessum slóðum. Hann hér Þing- eyrarsel, enda til forna verið þar sel frá stórbýlinu Þingeyrum, en seinna verið reist þar samnefnt býli. Bærinn stóð skammt vestan við Gljúfurá við rætur Víðidalsfjalls og gegnt Undirfelli eða Gilsstöðum í Vatnsdal. Lætur nærri, að þaðan hafi verið hálfrar ann- arrar klukkustundar gangur til næstu bæja. í Þingeyr- arseli voru landgæði fyrir sauðfé, en hins vegar vetrar- ríki mikið þegar hart var í ári. Bærinn var auk þess næsta afskekktur og fyrir bragðið þótti jörðin ekki fýsileg til ábúðar. Hún hélzt þó öðru hverju í byggð fram um 1930, en þá skeði sá atburður, sem olli því að jörðin lagðist í eyði. Hefur hún ekki byggzt aftur, enda aðrar kröfur gerðar nú til landnytja en áður. Síðasti ábúandinn í Þingeyrarseli hét Níels Sveins- son, hann var hálfsextugur þegar saga þessi gerðist. Hafði hann þrívegis tekið Þingeyrarselið í ábúð, síðast vorið 1929. Kona hans hér Halldóra ívarsdóttir og hafði þeim orðið 10 barna auðið. Lifir hún enn og er búsett að Hlíðarenda í Reykjavík. Fimm barnanna fluttu með þeim í Selið 1929, öll innan við fermingu, það elzta stúlka tæpra 13 ára. Hin börnin voru ýmist flutt að heiman eða dáin. Það var rétt um veturnætur haustið 1930 að Níels fór að huga að kindum síðari hluta dags. Sennilega hefur honum litizt ískyggilega á útlitið, enda ekki að ástæðu- lausu, því að veður var að ganga upp og nokkru seinna gerði blindbyl. Bendir þetta til þess að Níels hafi verið maður veðurglöggur og séð hvað í aðsigi var, enda var tekið að dimma í lofti og nokkurn veginn auðsætt að hverju stefndi þegar Níels lagði af stað í leitina. Kona hans latti farar, en við það var ekki komandi. Að kunnugra manna sögn var þykkskýjað og blind- að þegar Níels lagði af stað heiman að frá sér og lítt mögulegt að átta sig á kennileitum. Var allt á kafi í snjó. Níels kom ekki heim um kvöldið og þótti það sæta mikilli furðu um jafn kunnugan mann. Konan beið, á- samt börnunum, milli vonar og ótta, en nóttin leið og morguninn líka án þess að Níels kæmi. Þótti þá sýnt að eitthvað hafði skeð. Að Níels hefði villzt þótti ekki beinlínis sennilegt, þar sem hann var þrautkunnugur á þessum slóðum og hafði aldrei reynzt maður villugjarn þótt lent hefði í blindu og stórhríðum. En um slys gat alltaf verið að ræða þegar einn maður var á ferð og enginn til frásagnar. Það segir fátt af ein- um. Þegar líða tók á næsta dag og Níels enn ókominn heim, var elzta barnið, þrettán ára görnul stúlka, María að nafni, sent að næsta bæ í Vatnsdal til að segja frá tíðindum og leita hjálpar. En undir telpuna var settur öruggur hestur og henni sagt að láta hann ráða ferð- inni og gefa honum lausan tauminn, ef María litla treystist ekki sjálf til að rata. Til ratvísi hestsins var borið ótakmarkað traust. Telpan hitti mann frá Hnúki á hálsinum norðaustur frá Þingeyrarseli og þurfti því ekki alla leið niður í Vatnsdal. Sagði hún manninum að faðir sinn hefði ekki komið heim um nóttina og að móðir sín væri mjög uggandi um afdrif hans. Taldi sterkar líkur til að slys hafi hent. Þau héldu hvort sína leið, telpan heim að Þingeyr- arseli en maðurinn niður í Vatnsdal, og taldi sig hafa frá tíðindum að segja. Þegar í stað var safnað saman mönnum frá þeim bæjum sem til náðist, og leit hafin strax um kvöldið. Leitarmennirnir komumst fljótlega á slóð Níelsar, en hún lá langt fram með Víðidalsfj alli austanverðu. Þar hættu þeir að geta rakið hana sökum náttmyrkurs og Heima er bezt 303

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.