Heima er bezt - 01.09.1962, Síða 12

Heima er bezt - 01.09.1962, Síða 12
Viðidalsfjall, séð frá Stóruborg i Viðidal. Til luegri á myndinni sést inn í Melrakkadal, þar sem Niels Sveinsson hrapaði héldu þeir við svo búið til bæja. Einhverjir munu hafa gist í Selinu um nóttina, en aðrir fóru heim til sín nið- ur í Vatnsdal. Allir ákveðnir í að hefja leit árla dags daginn eftir. Nóttin leið, og hún var notuð eftir föngurrí til að safna saman þeim mönnum víðsvegar úr Vatnsdal og Þingi, sem tekið gátu þátt í leitinni daginn eftir, og til að búa sig sem bezt undir hana. Veður var þennan dag með versta móti. Hríðará- göngur þannig að naumast sá út úr augum í éljum, en rofaði til á milli. Ekld hamlaði veðrið samt för manna, því mikið þótti í húfi og talið að ekki mætti láta neins ófreistað til að leita hins týnda manns. Þegar leitarmennirnir komu upp í Víðidalsfj all, þar sem slóð Níelsar hafði fundizt kvöldið áður, var snjór- inn skeljaður orðinn og sáust för hans lítið eða ekki og mjög erfitt að rekja þau. Því lengur sem leið á daginn versnaði veðrið og var leidnni þá hætt. Höfðu leitarmennirnir komizt langt upp á fjall, en hríðin svo svört, að tilgangslaust var með öllu að reyna að rekja nokkur spor eða slóð. Sneru leitarmenn til baka niður að Þingeyrarseli og fengu þar hressingu eftir erfiðan dag. í Þingeyrarseli var aðkoman daufleg. Konan og börnin búin að missa hinztu von um að Níels fyndist með lífi úr því sem komið væri. Slíkt veður fékk eng- inn lifað af, sem lægi slasaður úti, og sízt á bersvæði á fjöllum uppi. En gestrisni húsfreyju var söm við sig, og þar var öllum veittur beini jafnóðum og að garði bar, heitt kaffi og aðrar veitingar, sem unnt var að láta í té. Skömmu fyrir rökkur um kvöldið birti nokkuð í lofti, og voru þá sendir menn inn í svokallað Illagil, þar frammi í fjallinu. En þegar þangað kom var allt á kafi í fönn og ekkert að sjá. Þó bar ferð þessi nokkurn árangur, því að nokkru sunnar og ofan við gilið, rák- ust leitarmennirnir á lamb, sem var í hafti, og sýnilegt, að það hafði Níels gert. Jafnframt sáust spor og traðk eftir fleiri kindur og lágu förin fram og vestur á fjallið. Þegar hér var komið var skollið á myrkur og ekkert unnt að gera meira. Var þá snúið heim til bæja að nýju. Veður fór batnandi með kvöldinu og gistu margir í Þingeyrarseli um nóttina til að geta búizt sem fyrst til leitar. Aðrir fóru niður'í Vatnsdal og gistu þar. Morguninn eftir var albjart veður. Var þá hafin alls- herjar leit, ekki aðeins úr Vatnsdal og Þingi, heldur líka úr Víðidal og tók fjöldi manns þátt í henni. Leit var skipt. Aðalhópurinn úr Vatnsdal leitaði í slóðina, sem fundizt hafði kvöldið áður, eftir kindurn- ar sunnan við Illagil, og auðsætt þótti að þar hefði Ní- els farið. Tveir menn voru sendir til að fara upp að svokölluðum Nónklettum, en þeir eru í brún Víðidals- fjalls, ofanvert við Selið. Raunar þóttu líkindi lítil til að þar væri Níelsar að leita, en vegna þess hve leitar- menn voru margir, voru þeir sendir þangað. Einkis urðu þeir varir, sem líka var búizt við, og héldu þeir þaðan áfram upp á fjallið austanvert til að ná sam- bandi við aðalhópinn aftur. Kvörtuðu þeir mjög um ófærð, enda var allt á kafi í fönn á þessum slóðum. Þegar mennirnir tveir komu upp á fjallið, sunnan við klettana, sjá þeir hvar hundur kemur þvert yfir fjallið og stefnir austur. Er þar kominn tíkarhvolpur, sem Níels hafði farið með að heiman í smalamennsk- 304 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.