Heima er bezt - 01.09.1962, Blaðsíða 18

Heima er bezt - 01.09.1962, Blaðsíða 18
„Hvers vegna dettur þér þetta í hug, Þorkell?“ spurði Gunnhildur. „Ég er ekld blindur skal ég segja þér, ég sá vel hvaða áhrif hann hafði á Sigríði, fyrsta sinn sem hún sá hann. Þú ert nú heldur ekki langt frá því að vera hrifin af honum.“ „Já, mér geðjast vel að honum, en ég hef ekki séð þess merki að samdráttur væri milli Sigríðar og hans.“ „Nú það má vel vera, en maður veit aldrei hvað unga fólkinu dettur í hug. Strax að loknum slætti fer ég vestur." „Já, það' skaltu gjöra,“ sagði Gunnhildur og gekk fram í mjólkurbúrið. Það var sunnudagskvöld seint í ágúst. Sólin var að setjast og sló daufum roða á austurfjöllin. Þessi fjöll sem á veturna voru svo hörkuleg, með sína snæþöktu tinda, voru nú mild og hlýleg í sumarskrúða, þegar aftanskinið töfraði þar fram hin fegurstu litbrigði. Ain rann hægt niður dalinn, á hyljunum milli hinna litlu grænu hólma og sandeyra, syntu villtir svanir, endur og fjöldi annarra fugía. Kliður þeirra var hið eina hljóð sem heyrðist í kvöldkvrrðinni. Uppi í fjallinu fyrir vestan Bakka sátu Hannes og Sigríður. Þau voru búin að vera leyniiega trúlofuð í 14 daga og ekki haft tækifæri til að talast við nema einu sinni á þeim tíma, nú höfðu þau setið saman langa stund og talað um framtíðina. Kvöldgolan leið yfir dalinn, blómin lokuðu krónum sínum og fuglarnir þögnuðu hver eftir annan, kvöldhúmið færðist yfir. „Við verðum að fara heim, Hannes,“ sagði Sigríður og stóð upp, „bæjardyrunum verður lokað eftir hálfa klukkustund.“ „Já, því miður,“ sagði Hannes og stóð líka upp. „Bara að væru tvær mílur heim til bæjar.“ „Nei ekki vildi ég það,“ sagði Sigríður og brosti. „Hvað heldurðu að faðir minn segði ef við kæmum röltandi heim í fyrramálið.“ „Já, hann faðir þinn vill mig nú víst ekki fyrir tengdason.“ „Ó, við mamma höfum hann góðan, hann er nú ekki eins harðlyndur og hann sýnist vera.“ Þau lögðu af stað niður fjallshlíðina og héldust í hendur eins og tvö stór börn. Það kom maður ríðandi eftir þjóðveginum, hann fór hægt og sýndist vera í þungum þönkum. Það var Þorkell. Hann horfði með velþóknun á sinn reisulega bæ og grænu engjar, já vinnan hafði gengið vel í sumar, heyfengurinn var orð- inn mikill, allir höfðu verið duglegir. Bara að Hannes væri farinn, svo hann losnaði við áhyggjur sínar. Gunnhildur var svo undarleg, í hvert sinn sem hann talaði um að sér þætti Hannes og Sigríður tala of mik- ið saman, þá svaraði hún að ekki mætti minna vera en barnið væri frjálst að því að tala við heimilisfólkið á bænum. „Nei, ef að verður alvara úr þessu fyrir þeim, þá skal ég sýna Gunnhildi að það er ég sem ræð,“ sagði Þorkell hálfhátt og hvatti hestinn. Þegar Þorkell hélt upp götuna sem liggur heim að Bakka, beindist at- hygli hans að tveimur mannverum, sem gengu á und- an honum. Hann fölnaði af geðshræringu — það var ekki um að villast, það var dóttir hans og Hannes sem leiddust þarna. Nú var sjón sögu ríkari. Þau nýtrúlofuðu voru svo niðursokkin í sína eigin hamingju, að þau tóku ekki eftir að neinn væri á eftir þeim. Þegar Þorkell kom svo nærri að þau heyrðu hófa- dyninn, litu þau skyndilega til baka og sáu hinn reiða föður. Þau urðu svo hrædd að þau gleymdu að slíta handabandið. „Hvað er nú á seyði?“ spurði Þorkell byrstur. „Það er ef til vill siður í Reykjavík að ungt fólk leiðist svona, en á Norðurlandi hefur sá siður ekki verið tekinn upp, það ættir þú að vita, Sigríður.“ Hannes og Sigríður slepptu nú hvort annars hönd- um. Hannes tók ósjálfrátt ofan og stóð teinréttur en nokkuð áhyggjufullur frammi fyrir hinum hörkulega stórbónda. „Sigríður og ég erum trúlofuð og við vonum að foreldrar hennar gefi samþykki sitt til giftingar okkar.“ Þorkell virti Hannes fyrir sér litla stund áður en hann svaraði — fríður og mannvænlegur var þessi ungi maður, ekki var því að neita — en samt sem áður að- eins fátækur stúdent — já eða ævintýramaður. Þorkell hló stutt og kalt. „Nei við giftum ekki einkadóttur okkar manni, sem ekki getur séð fyrir henni.“ „Ég hugsa að mamma verði ekki á móti því að ég giftist Hannesi,“ skaut Sigríður inn í. Þorkell varð eldrauður í framan. „Eg stend í þeirri meiningu að það sé ég sem ræð í þessu máli,“ þrumaði hann. „Ég vil ekki vita af neinni trúlofun ykkar á milli. Hannes fer á morgun heyrið þið það.“ Þorkell sló í hestinn og þeysti heim. Hannes osr Sigríður stóðu sem steini lostin osr horfðu O O O hvort á annað. „Hannes,“ sagði Sigríður og þrýsti hiind hans, „ég er viss um að við náum saman, ég skal bíða eftir þér þó það verði í 20 ár.“ „Þegar ég hef greitt skuldir mínar og systkini mín eru komin yfir fermingu, ætla ég að koma og nema b’g á brott, ef faðir þinn verður ekki farinn að mildast.“ Þau kvöddust í skyndi. Sigríður hljóp í spretti heim að bænum og Hannes kom í hægðum sínum á eftir. Þegar Þorkell kom inn í hús þeirra hjóna sat Gunn- hildur uppi í rúmi sínu í rósóttri nátttreyju, með hvíta nátthúfu á höfði, hún las í guðsorðabók við ljós sem brann á litlum borðlampa með grænni ljóshlíf. Þorkell fleygði svipunni — sem hann hafði gleymt að leggja frá sér hjá reiðtygjunum — út í horn á herberginu. Gunnhildur hrökk við. „Hvað er að þér, góði minn, því ertu að koma með svipuna hingað inn? Það hef ég aldrei séð fyrr.“ FramhalcL. 310 lleima er beit

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.