Heima er bezt - 01.10.1962, Síða 2

Heima er bezt - 01.10.1962, Síða 2
Kveð ja ur Oss hlýnar ætíð um hjartarætur, er vér fáum kveðju frá fjarlægum vini eða frænda. Jafnvel þótt kveðjan sé fáorð, vekur hún hjá oss minningar um sendandann. Oss finnst hann færast nær oss sem snöggvast og sköp- um í huganum ánægjulega samverustund. Ef oss berast kveðjur með nokkurn veginn reglulegum millibilum, hlökkum vér til þess tíma, sem þeirra er von, og verð- um fyrir vonbrigðum ef kveðjan bregzt. Þá skapast tóm í huganum, og hinn gamli vinur vor verður naum- ast eins hugstæður og fyrr. íslendingar eiga marga frændur og vini fyrir vestan haf. Tugþúsundir manna af íslenzkum stofni eru þar búsettir víðsvegar um hið mikla meginland. Margir hafa að vísu drukknað í þjóðahafinu mikla, en jafn- kunnugt er hitt, að allt frá hinum fyrstu vesturflutn- ingum hefur verið haldið uppi markvísu starfi, til þess að halda við ættar- og menningartengslum við heima- þjóðina. íslenzk tunga hefur orðið furðulífseig, þótt við ramman reip hafi verið að draga, og allverulegar bók- menntir hafa verið skapaðar þar vestra á íslenzka tungu. Því verður að vísu ekki neitað, að nú er íslenzk tunga á undanhaldi þar vestra, enda sízt að undra, svo mjög sem að henni er sótt. En um leið skapast sú hefð, að halda uppi menningartengslum við Island, þótt samskiptin fari fram á ensku máli, og satt að segja er mér ekki grunlaust um, að einmitt með þeim hætti hafi verið vakin ný áhugaalda meðal hins unga fólks af íslenzkum stofni um það að halda fast við gömul kynni, og gleyma ekki uppruna sínum og erfðum. Greiðar samgöngur milli landanna eiga drjúgan þátt í að gera slík tengsli að veruleika. Á hverju ári berast oss ánægjulegar og hlýjar kveðjusendingar í rituðu máli frá frændum vorum vestra. Hið gamla sameinaða vikublað Lögberg-Heims- kringla er raunverulega fornkunningi vor margra. Um áratugi héldu íslenzku blöðin uppi stöðugum tengslum milli þjóðanna, og enn mun hið sameinaða blað rækja það hlutverk. Tímarit Þjóðræknisfélagsins á nú marga áratugi að baki, og hefur frá öndverðu staðið í fremstu röð tímarita á íslenzka tungu. En yngst þessara rita og á ýmsan hátt fyrirboði þess, sem verður í framtíðinni er The lcelandic Canadian, sem nú er að vísu að fylla tuttugasta árið. Og það vil ég gera hér stuttlega að umtalsefni. Tímarit þetta er gefið út af félaginu The Icelandic Canadian Club. Það er samtök manna af íslenzkum stofni, sem halda vilja menningarsambandi við ísland og minningunni um íslenzkan uppruna sinn, jafnframt því sem það gerir fyllilega Ijóst að þeir eru canadiskir borgarar. Flytur það ritgerðir ýmislegs efnis, smásög- ur, þýðingar úr íslenzku á ensku og fleira af almennu tímaritaefni, en jafnframt fregnir af Vestur-íslending- um, námi þeirra og störfum í almanna þágu, viður- kenningum, er þeir hljóta og afrekum á ótalmörgum sviðum. Er ritið þannig hin bezta heimild um, hvern þátt íslenzki stofninn á í þjóðlífi Canada. Um leið vek- ur það heilbrigðan metnað þeirra sem þjóðarbrots. Formaður ritnefndar er og hefur verið lengi Walter /. Lindal, dómari. Grunar mig að hann hafi flestum mönnum fremur mótað stefnu félagsins og ritsins, en hann hefur um langan aldur verið einn helzti formæl- andi þeirrar stefnu, að þjóðabrotin, sem byggja Canada haldi uppi tengslum við erfðamenningu sína og tungu, jafnframt því sem þau tengist traustum þjóðemisbönd- um í hinu sameiginlega þjóðfélagi þeirra. Þannio- að þjóðarheildin sé sköpuð sem voð úr marglitum þráð- um. Hver þráður heldur sínum sérkennum en allir eru þeir óbifanlega tengdir í eina heild, sem hvergi sé veila í. Hefur áhrifa hans í þessa átt gætt víða, enda er hann í senn kunnur rithöfundur og mikilsmetinn dómari. Fjórum sinnum á ári flytur The Icelandic Canadian oss kveðju frá frændum vomm fyrir haf vestan. Það er ósvikin hlýja í þeirri kveðju og fregnirnar af frænd- um vorum mega fylla oss heilbrigðum metnaði, því að þær sýna, hver töggur er í þjóð vorri. Sumarheftið 1962 flytur margbreytilegt efni að vanda. Ekki skal það þó gert að umtalsefni nema eitt atriði, en það er þýðing á þjóðsöng íslendinga, Ó, Guð vors lands. Þýðinguna hefur Líndal dómari gert, og tekizt vel. Gegnir furðu hversu vel honum hefur heppnazt að halda efni, orðaröð og hrynjandi fmm- kvæðisins, og jafnvel smðlasetningu. Er slíkt ekki heigl- um hent, og þarf frábæra kunnáttu og þjálfun í báð- um málunum svo að slíkt megi takast. Mundi Líndal hafa orðið vel hlutgengur á skáldaþingi, ef hann hefði haslað sér þar völl. Þýðingunni fylgir og textinn á ís- lenzku. Getur því hver og einn borið saman. Er það trúa mín, að marga, sem lítt skilja íslenzku, mum fýsa að kynnast henni nánar, þegar hann fær þessa þýðingu í hendur, og nema síðan þá tungu, sem slíkt kvæði er ort á. 330 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.