Heima er bezt - 01.10.1962, Síða 8
Steinunn. Hannes.
Guðrún. Sigurður.
sveitungunum fyrir það mikla traust, sem þeir hafa
sýnt honum, þá er hann lítur til baka yfir langan
starfsdag.
En má ekki minnast hans á fleiri sviðum — öðrum en
þeim, sem lúta að félags- og umbótamálum sveitar og
sýslu?
Hvað er um manninn sjálfan, hans innri mann og þau
áhrif, sem hann varð fyrir í æsku og hann persónulega
hefur haft á samferðamenn sína. Er úr vegi að skyggn-
ast þar ofurlítið um?
Það steðjuðu margir erfiðleikar að íslenzku þjóðinni
fyrr á öldum, — drepsóttir, eldgos, harðindi, og í kjöl-
farið sigldi oft og tíðum hin grimmúðga hungurvofa.
Það var erfitt að rétta við eftir harðindin. Sumir flýðu
land frosts og funa og fluttu til Vesturheims. Ungur
maður háði baráttu með sjálfum sér. Átti hann að yfir-
gefa sveitina, héraðið, fósturlandið. Ef til vill var auð-
veldara að lifa vestanhafs heldur en hér heima, milli
freyðandi jökulvatnanna, frammi fyrir skriðjöklum,
gapandi giljum og gróðurlitlum fjöllum. Að búa og
byggja afkomu sína við erfið skilyrði krafðist mikils
af þeim mönnum, sem höfðu manndóm, hug og þor —
en það gat líka gefið þeim ýmislegt í staðinn. Niður
fjallalæksins var stórbrotin hljómkviða, fjöll og jöklar
höfðu sína sérstöku fegurð og tign hversu erfitt, sem
yfir var að klífa. Það var fagurt að horfa af hólnum
í Einholti norður yfir sveitina, fjöllin og jöklana.
Kannske honum hafi verið svipað í hug og skáldinu,
sem síðar sagði: „Þar, sem jökulinn ber við loft hættir
landið að vera jarðneskt og jörðin fær hlutdeild í himn-
inum. Þar búa ekki framar sorgir. Þar ríkir fegurðin
ein, ofar hverri kröfu.“
Nei, forlagadísin, sem sveif yfir vöggu Kristjáns í
Einholti lét ekki að sér hæða. Það átti ekki fyrir hon-
um að liggja að hverfa í mannhaf Vesturheims. Vissu-
lega hafði Vesturheimur þörf fyrir góða liðsmenn, —
en Landvættir íslands kölluðu á Kristján til starfa.
Því kalli hefur hann svarað með margháttuðum störf-
um fyrir sveit sína og sýslu svo af ber. Það er hægt að
afkasta miklu dagsverki með hinni stilltu og léttu skap-
gerð hans Kristjáns, og með trúna á framtíðina og sig-
ur hins góða. Slíkir menn sjá alltaf einhverja leið út
úr yfirstandandi erfiðleikum.
Hinn snjalli höfundur Hávamála segir:
Afhvarf mikið
er til ills vinar
Þótt á brautu búi, —
en til góðs vinar
liggja gagnvegir
þótt hann sé firr farinn.
Þetta forna ljóð er enn í dag sígilt. Það hafa legið
gagnvegir margra til Kristjáns í Einholti undanfarna
áratugi, yfir sanda og óbrúaðar jökulár. Menn eins og
Kristján einangrast ekki þótt þeir búi fjarri þjóðbraut,
sem vegur sig upp yfir landið í kring, gerð af manna
höndum. Hún var annars eðlis sú þjóðbraut, sem mynd-
aðist til Kristjáns í Einholti — ósýnileg, en þó til, varð
fjölfarnari með ári hverju. Þá braut hafa margir farið.
Hún hóf menn yfir torleiðið. Þessa braut var gott að
fara, hún var gjöful sínum vegfarendum.
Þegar ég hugsa til Kristjáns í dag, þá kemur mér í
hug að aðgreina orðin að þekkja og kynnast.
Það gefur manni lítið að þekkja Kristján aðeins í
sjón — en að kynnast honum — það er annað og meira.
Ég hef kynnzt Kristjáni í síðastliðin 6 ár. Með hverju
ári hefur hann opnað fyrir mér ný og ný sannindi.
Menn eru stundum að tala um það, að gaman væri
að vera orðinn ungur í annað sinn, eiga lífið og starfið
framundan á ný.
Jú, það gæti verið á margan hátt freistandi, — en er
ekki margt af því, sem fyrir okkur hefur borið á lífs-
leiðinni það sterkt í okkur, að við viljum það ekki
missa?
Ég myndi ekki vilja tapa úr mínum hugarheimi kynn-
ingunni við Kristján í Éinholti.
336 Heima er bezt