Heima er bezt - 01.10.1962, Page 12

Heima er bezt - 01.10.1962, Page 12
INGIBJÖRG ÓLAFSSON: ÞORKELL Á BAKKA ( Niðurlag) Það er nú dálagleg saga,“ hreytti hann úr sér. „Veizt þú að Hannes og Sigríður eru trúlofuð og gera sér vonir um að við segjum já og amen við því? Mitt sam- þykki fá þau aldrei.“ „Það er aldrei þú hefur fréttir að færa,“ Gunnhild- ur lokaði bókinni og tók af sér gleraugun. „Mér sýnist bezt að sofa á þessu í nótt og á morgun ákveðum við afstöðu okkar í málinu.“ „Gunnhildur,“ sagði Þorkell skjálfraddaður, „á ég að trúa því að Jni viljir gefa dóttur okkar þessum fá- tæklingsstrák? A það að skilja okkur að? Ég gef aldrei mitt samþykki.“ „Nei, það er engin hætta á því að við förum að skilja, ég læt ekkert skilja mig frá þér, Þorkell — og þegar við komum til Guðs vona ég að við stöndum saman í hinum stóra hvíta flokki.“ „Ég er ekki að tala um mig og þig heldur barnið okkar,“ sagði Þorkell í lægri róm. „Ég skil ekki í að þú getir verið svona mikið á móti því að fá Hannes fyrir tengdason. Hann er góður og vandaður ungur maður. Mér finnst við geta tekið litlu systkinin hans hingað og hjálpað honum um peninga svo hann geti lokið náminu.“ „Þú ert ekkert hrædd, Gunnhildur, þú þekkir þó þennan mann ekki mikið. Ertu viss um að hann unni Sigríði vegna hennar eigin verðleika. Ég læt ekki snúa mér í þessu máli, Hannes fer á morgun og þar með lýkur þessum leik.“ „Þorkell, manstu eftir kvöldinu fyrir 22 árum, þeg- ar við trúlofuðumst. Ég hefði viljað þig þó þú hefðir ekki átt einn eyri, þess vegna skil ég Sigríði. Var það kannske vegna peninganna minna sem þú baðst mín. Nei það er ég viss um, Þorkell, að þú hefðir gifzt mér þó ég hefði ekkert átt.“ „Ég er alls ekki að tala um þig, Gunnhildur, það er einkennilegt að þú snýrð alltaf talinu að sjálfri þér,“ Þorkell reyndi að vera reiðilegur í tali eins og áður, en það heppnaðist ekki vel. „Þorkell, við höfum verið svo hamingjusöm.“ Þorkell gleymdi að látast vera reiður, hann beygði sig niður að konu sinni og kyssti hana. „Sú hamingja er þér að þakka,“ sagði hann blíðlega. Þegar Þorkell var háttaður hugsaði hann um þetta allt. „Nei, ég verð að sýna að það er ég sem er hús- bóndi á heimilinu,“ sagði hann við sjálfan sig. „Gunn- hildur má ekki fara villur vegar í þessu máli. Hennar góða hjarta hleypur með hana í gönur og hún vill gjöra mig eins mjúklyndan, en ég get ekki verið þekktur fyrir að konan mín gjöri mig að vindhana. Fólk hætt- ir þá að bera virðingu fyrir mér. Nei ég vil ekki vita af þessari giftingu það skal ég standa við.“ Næsta dag lagði Hannes af stað til Suðurlands, ásamt nokkrum ferðamönnum. Um kvöldið voru Þorkell og dóttir hans tvö ein frammi í stofu. Hann gekk til henn- ar og strauk hár hennar. „Þetta er þér fyrir beztu, barnið mitt,“ sagði hann. Sigríður lyfti höfðinu og horfði á föður sinn. „Nei, faðir minn,“ svaraði hún stillilega en ákveðið, „ég elska Hannes og ef ég fæ ekki leyfi til að giftast honum giftist ég aldrei.“ „Tíminn græðir öll sár, barnið mitt, þú gleymir fljótn lega þessum manni.“ „Nei, mér er þetta full alvara. Hannes og ég gleym- um ekki hvort öðru. Manstu eftir þessum fögru ljóð- línum eftir Jónas Hallgrímsson: „Háa skilur hnetti himingeimur — en anda sem unnast fær aldregi, eilífð aðskilið.“ „Ég er ekki upplagður til að hlusta á skáldskap núna,“ sagði Þorkell og gekk út. Siggi smali var allt í einu orðinn svo hreykinn, eins og kóngurinn sjálfur hefði sent honum Dannebrogs- orðu. En það þótti þá ákaflega mikill heiður á íslandi og þeir fáu sem voru sæmdir því heiðursmerki voru nefndir Dannebrogsmenn. Hannes hafði lengi setið á eintali með Sigga áður en hann fór og sagt honum frá trúlofun þeirra Sigríðar og beðið hann að fara með bréf frá henni í póst og láta engan vita af því. Landpósturinn kom aðeins einu sinni í mánuði, bréfhirðingarstöðin var á næsta bæ og það var Sigga verk að sækja póstinn, en til öryggis ætlaði Hannes að skrifa utan á sín bréf til Sigga. Það var ekki furða þó Siggi væri státinn. Hugsa sér að Hannes, sem hann dáðist að, skyldi hafa gjört hann að trúnaðarmanni. Siggi ákvað að enginn skyldi ná bréf- unum hans frá sér, fyrr skyldi hann detta dauður nið- ur. Raunar fannst honum að það væri gaman að ein- hver réðist á sig og hann yrði sigurvegari, jafnvel þó hann dæi svo á eftir úr sárum sínum, eins og gömlu víkingarnir, sem hann hafði lesið um. Þegar Siggi hafði rekið erindi sitt sem póstsveinn í hálft ár kom hann einn dag inn í loftherbergið, þar d40 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.