Heima er bezt - 01.10.1962, Qupperneq 14

Heima er bezt - 01.10.1962, Qupperneq 14
fjöllunum — veðurhljóð — sem boða storm. Þorkell þóttist þess fullviss að hríðarbylur væri í aðsigi og hvatti hestana. Hann vissi að á þessum slóðum, ekki langt frá veginum, var bær þeirra Hannesar og Sigríð- ar. Þess vegna fylltist hugskot hans beiskju og gremju. Minningar frá síðustu árum gægðust fram og þær voru ekki bjartar. Hann fann til þess með miklum sársauka að hann var orðinn einmana maður. Hann hafði að vísu vitað það áður, og í hvert sinn sem það rifjaðist upp fyrir honum varð hann reiður og gramur við aðra. En í dag var undarleg breyting á þessu. Nú hafði ekki einungis öðrum yfirsézt, nú þótti honum sem einnig væri sök hjá sér. Þorkell reyndi hvað eftir annað að hrista þessar hugsanir af sér, en svo fór hann að hugsa um hvað dómkirkjupresturinn hafði sagt í gær í stól- ræðunni: „Sérhver maður ætti að hugsa um sjálfan sig, hyggja að verkum sínum og orsökum þeirra.“ Já, þetta hafði presturinn sagt og það tvisvar. Bitur sjálfs- ásökun skaut upp kollinum hjá Þorkeli. Samvizkan áklagaði hann vægðarlaust: „Þú ert ómerkilegur og vesæll maður, Þorkell. Þú ert drambsamur, stíflyndur og fánýtur. Hvernig hefur þú breytt við Sigríði, Gunnhildi og fleiri. Þú hefur reynt að losa þig frá áhrifum Gunnhildar af ofmetnaði og hégómagirni.“ Og myndir svifu fyrir hugarsjónum hans ein af ann- arri. Þá datt honum nýtt í hug. Hann stanzaði hestana snögglega. „Það er áreiðanlegt,“ sagði hann hálfhátt, „að það er Drottinn sjálfur sem er að deila á mig.“ Þorkell hafði varla tekið eftir því, að það hafði snjó- að mikið síðustu 3 klukkutímana. Nú var orðið hálf- dimmt og byrjað að hvessa og skafa. Þorkell vaknaði af hugsunum sínum og horfði í kringum sig. Hann var kominn út af veginum og vissi varla hvar hann var. Hann kom nú að lítilli íslagðri á. Þegar hann var næst- um kominn yfir hana, brotnaði ísinn og hestarnir féllu í vök. Eftir mikla áreynslu náðu þeir landi. Þorkell var votur upp að hnjám og hafði ákafan sársauka í hægra fæti. Þegar hann hafði farið nokkra faðma, varð hon- um dimmt fyrir augum og datt síðan af hestinum. Hannes og Sigríður sátu inni í dagstofunni sinni og nutu friðsællar kvöldstundar. Sigríður saumaði, Hannes las upphátt og truflaðist af og til af hjali lítils barns, sem lá í vöggu. Lítill drengur sat á gólfinu og lék sér við svartan hvolp. „Hver getur þetta verið?“ tók Sigríður fram í fyrir manni sínum. „Það er einhver að koma.“ Um leið opnuðust dyrnar og inn kom hár og digur maður. Það var bóndinn á næsta bæ. „Afsakið að ég ryðst svona inn, fyrirvaralaust,“ sagði hann, „en ég hef fundið mann niður við ána, hann er nær dauða en lífi, virðist mér.“ Hannes og aðrir karlmenn á bænum, flýttu sér af stað með bóndanum. Sigríður og vinnukonurnar fóru að hita upp gestaherbergið og búa um rúmið. Hannes kom að vörmu spori og bað Sigríði að finna sig inn í stofu. „Ég hef mikil tíðindi að segja þér,“ sagði hann þegar þau voru orðin ein. Faðir þinn er hér.“ „Faðir minn!“ „Já, það var hann sem lá niður við ána. Hann er kominn til meðvitundar, en hann veit ekki hvar hann er.“ Það var mikið uppnám á bænum. Það var sent eftir lækni, meðan sjúklingurinn var afklæddur og lagður í rúm. Vinnufólkið annaðist þetta af því Sigríður þorði ekki að láta föður sinn sjá sig. Hún óttaðist að hann yrði skelfingu lostinn, þegar hann uppgötvaði hvar hann væri staddur. Þegar læknirinn kom, sagði Hannes honum einslega frá öllum ástæðum. Læknirinn, sem var gamall og hygginn maður, bauðst til að segja Þorkeli hjá hverj- um hann væri. Hann sat lengi hjá sjúklingnum. Þegar hann kom frá honum sagði hann við Sigríði: „Faðir yðar er beinbrotinn á hægra fæti og verður að liggja lengi. Þér megið gjarnan koma inn til hans.“ Þegar Sigríður beygði sig yfir rúm föður síns, tók hann fast um hönd hennar. „Þetta er Guðs dómur,“ sagði hann. Svo lokaði hann augunum og talaði ekki meira það kvöld. Næsta morgun kom læknirinn aftur. Þegar hann var farinn og Þorkell vildi reyna að sofa um stund, opn- uðust dyrnar og lítill, ljóshærður drengur kom inii. Þorkell kipptist við. „Hvað heitir þú, drengur?“ spurði hann, næstum hastur í máli. „Þorkell.“ Það varð lítil þögn. Sjúklingurinn ræskti sig: „Ert þú alveg viss um að þú heitir Þorkell?“ „Já,“ drengurinn kom alveg inn að rúminu. „Mamma segir að þú sért afi.“ „Já,“ var svarað hálfólundarlega, „það er rétt hjá henni.“ Drengurinn lagði litlu höndina á handlegg Þorkels. „Ert þú mikið veikur, afi. Finnurðu ósköp mikið til?“ „Farðu strax út í eldhús til mömmu þinnar!“ Drengurinn varð hræddur við hina undarlegu, hásu rödd, sem afi hans talaði í og hljóp út. Þorkell skalf af geðshræringu. Skyndilega streymdu heit tár niður kinnar hans. Þorkell grét, en það hafði hann ekki gert, síðan hann var barn. Þegar Sigríður leit inn litlu seinna, kallaði hann á hana. Hún beygði sig yfir hann og kyssti hann á ennið. „Sittu hjá mér litla stund,“ bað hann, „þá líður mér svo vel.“ Þorkell talaði sama og ekkert allan daginn. Sigríður yrti heldur ekki á hann. Hún sat hjá rúminu með handavinnu sína og þakkaði Guði fyrir að hafa mildað skap föður hennar. Um kvöldið þegar hún bauð hon- um góða nótt, bað hann hana að leggja biblíuna á borð- ið hjá rúminu. Framhald á bls. 352. 342 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.