Heima er bezt - 01.10.1962, Side 18
sveitum. Yfir Lágheiðina var þó seinfarið sökum stór-
hríðar.
Léttum við nú ekki fyrr en á Hvanná á Jökuldal,
var |>á klukkan um 5 að morgni. Sáum við.nú að ekki
mundi þýða að halda á heiðina í náttmyrkrinu, þar
sem svona slæmt veður var niðri á Dal. Akváðum við
því að leggja okkur um stund og bíða birtunnar og þess
er hún bæri í skauti sér.
Um sjö leytið litum við svo út að nýju, var þá
orðið nokkuð bjart af degi, hékk nú stórhríðarbakk-
inn ofan fyrir brúnir en niðri í dalnum var nokkuð
bjart, en þó voru él. Tókum við nú benzín sem við
gátum, kvöddum og héldum af stað í flýti.
Þegar við ókum nú inn dalinn í grárri morgunskím-
unni, fannst okkur að lítil von væri til þess að koma
bílnum vestur yfir fjallgarða, og þó svo væri, var
lengsti og versti kaflinn eftir frá Möðrudal út í Vopna-
fjörð, og gæti svo farið að við yrðum að fara sömu
leið til baka, og sigla heim, en það skyldi ekki verða
fyrr en í fulla hnefana.
Er í Skjöldólfsstaði kom var fólk að koma á fætur,
þáðum við þar kaffi, settum keðjur á framhjólin á bíln-
um og 'héldum svo á heiðina.
Færð var ekki til tafar upp iVIúlann en fór nokkuð
að þyngjast er upp kom hjá Ármótaseli. Veðri var
þannig farið að nokkur stormur var á, hvítir hríðar-
bakkar allhátt á lofti allt í kring en kollheiður upp í,
snjókoma lítil og skyggni allgott stutt frá sér. I Löngu-
hlíðinni þurftum við að moka fyrsta skaflinn, og gekk
það greiðlega og nudduðum við nú áfram og kræktum
fyrir skafla alls staðar þar sem mögulegt var. Það vildi
okkur til happs að snjókoma hafði ekki verið mjög
mikil á meðan við vorum fyrir austan, en snjórinn
nokkuð barinn á austurbrúnunum en lausari því vestar
sem dró. Við eruni staddir í Heljardal, sem er í aust-
ari Möðrudalsfjallgarði. Einhvers staðar hér er talið að
Stefán Jónsson frá Möðrudal hafi gist sína fyrri nótt,
er hann var á ferð milli Jökuldals og Möðrudals í
rúm fimm dægur í íslenzkri öræfastórhríð, eins og hún
verður verst, sem löngu er frægt orðið. Ömurlegur
þykir manni þessi staður til gistingar og er þó nú blíða
hér, hjá því veðri.
Dimmt hríðarél hefur gert hér nú og sér varla fyrir
ruddum veginum, sem er fullur af snjó, en yddir á
steina meðfram, og þannig hélzt veðrið yfir Geitasand-
inn og eigum við fullt í fangi með að tapa ekki af veg-
inum. Heldur er bjartara á nyrðri fjallgarðinum og
paufumst við yfir hann, oftar utan vegar, og sjáum nú
heim í Möðrudal, en þangað komum við kl. 11.30 fyr-
ir hádegi og hafði ferðin þangað gengið framar von-
um.
Vilhjálmur bóndi Jónsson býður okkur í bæinn að
þiggja hádegismat. Fáum við nú að hringja til Vopna-
fjarðar til að láta vita hvert við séum komnir og telj-
um æskilegt að fá jeppa á móti okkur því vafalaust er
orðið vont færi út yfir heiðina. Meðan við borðum
ræðir ihinn aldni skörungur Jón í jMöðrudal við okk-
ur, hann er nú á áttunasta aldursárinu, en hvergi farið
að förlast. Spjallar hann aðallega um tónfræði við okk-
ur, en það fer að mestu leyti fyrir ofan garð og neðan
hjá okkur, sem berum lítið skyn á slíka hluti, en hann
er sem kunnugt er listhneigður mjög og víða heima,
enda margur menntamaðurinn fundið sárt til smæðar
sinnar í viðræðum við Jón.
„Borðið þið vel af kjötsúpunni,“ segir Jón, „hún
svíkur ekki í vetrarferðum.“
í Möðrudal hefur líka margur ferðamaðurinn hlotið
góðan beina og orðið aðnjótandi margs greiðans, síð-
ustu 50 árin, og ekkert þykir Jóni bónda verra en ef
farið er að bjóða greiðslu fyrir og held ég Jóni sé
nautn að gefa og hjálpa náunganum.
Það sem við álítum að helzt geti tálmað för okkar
heim er óbrúuð á, sem Skarðsá heitir og á upptök sín
í Langadal, sem er 20—30 km utan við Möðrudal, en
hún frýs frá botninum í miklum frostum og belgir þá
upp, en nokkur krapi var orðinn í henni þegar við
fórum að heiman.
Þökkum við nú fyrir góða máltíð, kveðjum og höld-
um af stað út í síðasta áfangann kl. 12.30. Var þá hríð-
arskodda, en sá vel til vegar, ber nú ekkert til tíðinda
og getum við víðast hvar farið veginn en er að Jökul-
kinn kemur eru miklir skaflar og þurfum við þar að
þræða okkur að mestu utan vegar.
Nú erum við komnir að Skarðsá í Langadal og sjá-
um við strax að hún er fær, hafði lítið dýpkað og fór-
um við stanzlaust yfir hana. I niðurgröfnum veginum
handan við ána verðum við fyrir því óhappi að festa
bílinn og tók okkur nærri klukkutíma að losa hann
en þýður sandur er undir í veginum og fær bíllinn Htla
viðspyrnu þó við losum snjóinn undan honum, en
þessa stundina er sæmilegt veður, það bezta sem við
fengum þennan dag. Þarna er heiðin einna hæst, og
eru þar óslitnar urðir, fremur smágrýttar. Hröðum
við okkur nú sem við megum til að komast sem lengst
áður en dagsbirtu þrýtur, en þó þarf að hafa gætur á
sköflunum, og reynum við að þræða fram hjá þar
sem það er hægt, heldur en að moka, þó freistast ég
til að renna í skaflana þar sem ekki er hægt að komast
fram hjá og stundum festum við bílinn en tímafrekt
reyndist að moka undan honum. Nú gengur á með
dimmum éljum og er nokkurt frost. Við þokumst nú
svona áfram út heiðina og erum komnir í Bruna-
hvammsháls þegar veðrið fer að versna verulega. Má
nú heita samfelld blindhríð og nokkur stormur, og er
við komum í Kálffellið skellur myrkrið yfir, og reyn-
ist nú örðugra að rekja sig áfram og þurfum við nú
víða að moka, en leitumst við að komast fram hjá
sköflunum þar sem mögulegt er. Við höfðum nóg
nesti og neyttum þess dálítið áður en veðrið versnaði
fyrir alvöru. Við erum nú nokkuð teknir að blotna
fyrir neðan úlpurnar, þar sem alltaf þarf að fara út og
inn, en moksturs snjókoma hleður á okkur gaddinum,
346 Heima er bezt