Heima er bezt - 01.10.1962, Side 20
ÞATTUR ÆSKUNNAR
RITSTJORI
HVAÐ UNGUR NEMUR
GUÐLAUGUR JÓNSSON:
Noröan - Grána
Guðlaugur Jónsson, lögregluþjónn í Reykjavík, hef-
ur leyft mér að birta þennan þátt um Norðan-Gránu.
En þátturinn er sannsögulegur. Norðan-Grána barðist
fyrir lífi sínu í heiðum Kolbeinsstaðafjalls frostavetur-
inn mikla 1911—1918. Þessi hlíð er nefnd Áslaugarhlíð
í Grettissögu. — St. J.
Svo má illu venjast að gott þyki,“ segir máltækið,
og má það oft til sanns vegar færa. „Við erum
ekkert nema vaninn,“ segja menn, bæði í gamni
og alvöru, en hvort sem heldur er, þá breytir
það engu um sannleiksgildi orðanna. Vaninn, í ýmsum
myndum, er staðreynd, sem ekki verður gengið fram
hjá, en hann er ekki ævinlega góður og ekki heldur sú
vanafesta, sem kemur ekki auga á það, sem betur má
fara, eða hafnar því, af því annað er vani. Og í sumum
greinum virðist koma fram svo mikið ósamræmi í orð-
um og athöfnum manna, án þess að þeir verði þess
sjálfir varir, að kalla mætti það regindjúp. Vaninn hef-
ur náð þar fullum tökum og lokað fyrir aila útsýn,
sem smugulaus veggur. Sem dæmi um þetta má nefna,
að lengi, og með réttu, hefur hesturinn verið talinn
þarfasti þjónninn hér á landi, og engu öðru húsdýri
íslenzka bóndans hefur verið sungið annað eins lof og
honum, bæði í bundnu og óbundnu máli. En þrátt fyr-
ir allt það dálæti og ástfóstur, sem menn hafa tekið við
hestinn og ekki verður vefengt, þá er hitt jafn satt,
að ekkert húsdýra sinna hafa hérlendir menn sýnt jafn-
litla mannúð og hestinum, jafnvel umhugsunarlaust og
án þess að nauðsyn bæri til. Vaninn hefur lagt þar sina
köldu hönd á plóginn og því miður mun hann hafa þar
á nokkur tök enn í dag.
Á meðan ég var á æskuskeiði og lét stjórnast af þeim,
sem voru mér eldri og reyndari, var ég að öllu leyti
háður þessu vanans valdi. Þá var ekki vöknuð hjá mér
sú spurning, hvers vegna hestunum var yfirleitt ætlað
lakara fóður en öðrum skepnum, og að þeir voru látn-
ir standa úti og bjarga sér sjálfir, þegar allar aðrar
skepnur voru hýstar við fóðurgjöf, svo og nokkur
hluti þess hrossapenings, sem til var? Og hvernig stóð
á því, að sums staðar var hrossunum, eða nokkrum
þeirra, hvorki ætlað hús né hey? Þau voru beinlínis sett
á Guð og gaddinn, eins og það var orðað, en það þýddi,
að þau urðu að lifa og deyja við þá næringu eina, sem
þau gátu aflað sér sjálf, hvernig sem viðraði og hvernig
sem var umhorfs á jörð. Þetta lánaðist oftastnær von-
um framar, en enginn maður getur þó gert sér fulla
grein fyrir þeim þjáningum hungurs og kulda, sem
þetta líf kostaði skepnurnar. Þess eru líka orðin sorg-
lega mörg dæmi hér á landi, að útigangshross hafa orð-
ið að láta lífið í heljargreipum vetrarins. A fullorðins-
aldri hefur mig oft hryllt við harmsögunni að baki
þeirri staðreynd að stóðhrossið, svellgróið að holdum
á haustnóttum og þoldi sig ekki fyrir fjöri, átti fullt í
fangi með það næsta vor, að bera sinn eigin kropp,
sem þá var orðinn lítið annað en beinin innan í hár-