Heima er bezt - 01.10.1962, Side 21

Heima er bezt - 01.10.1962, Side 21
Móarnir og nokkur hluti fjallshlíðarinnar þótti hið dýrmætasta forðabúr að vetrinum fyrir útigangshesta, enda brást það ekki meðan ég dvaldi á þessum slóðum, að eitthvað af stóðhrossum gengi þar af veturinn, við þolanlega afkomu, enda var þá enginn sérstaklega harð- ur vetur. Algengt var að menn út í frá, sem voru lak- ar settir með hestabeit, kæmu hrossum sínum þarna í hagagöngu í lengri eða skemmri tíma að vetrinum hjá þeim bændum, er þóttust aflögufærir um þessar lands- nytjar. Ég átti heima í Syðstu-Görðum í Kolbeinsstaða- hreppi árin 1917—1918. Sú jörð á væna sneið af því landi, sem nú hefur verið lýst. Að áliðnu hausti 1917 komu að Syðstu-Görðum feðgar tveir úr Skagafirði. Faðirinn hét Björn Frið- björnsson, miðaldra maður, fæddur á Reynistað, en ýmist kenndur við Selá eða Hvammkot. Sonurinn var Gunnbjörn að nafni, kominn lítið yfir fermingu. Hann er nú verzlunarmaður í Reykjavík. Þeir feðgar voru á suðurleið til langdvalar í Reykjavík eða annars staðar á Suðurlandi. Þeir höfðu meðferðis fjögur hross: tvo fola, gráan og brúnan, og fullorðna hvítgráa stóðhryssu með mertryppi á annan vetur, sem gekk undir henni. Björn vildi koma þessum gripum fyrir yfir veturinn, bæði til hagagöngu og hjúkrunar. Hafði hann spurnir af skilyrðum til hagagöngu á þessum slóðum, og sneri Þetta gœti vel verið Norðan-Grána i vetrarbúningi. Utigonguhestur. lubbanum. Þegar svo er komið er fjöreldur augnanna kulnaður og þjáningin uppmáluð í svip og hreyfingum skepnunnar. Það er sorgleg sjón. Sá hluti Kolbeinsstaðahrepps í Hnappadalssýslu, sem liggur meðfram Kolbeinsstaðafjalli, er í daglegu tali kallaður „miðsveitin“. Austan og suð-austan við byggð- ina er fjallið, bæði hátt og gnípótt, með hamrabelti og hengiflug ið efra, en neðan undir er brekka bæði brött og há. Skiptast þar á gamlar og nýjar skriður með grasgeirum á milli, vöxnum töðugresi. Undir hlíðinni eru víða skjól og afdrep. Niðurundan hlíðinni er star- gresisflói, og þegar honum sleppir taka við stórgerðir og grasgefnir töðumóar á stórum spildum milli djúpra lækjarfarvega, þar sem vatnið frá fjallinu og flóanum hefur grafið sér framrásir. Bæir standa í þessum móa- tungum eða nærri þeim, og túnin hafa verið ræktuð í sams konar jarðvegi. Þessir móar eru að öllum jafnaði svo grösugir, að þegar horft er yfir þá fullsprottna, sýnist þar um sléttu að ræða, þó þúfurnar séu í raun- inni hnéháar og þar yfir, skúfpuntur, sem vex þar í stórum stíl, á drjúgan þátt í þeirri skynvillu, einkum þegar hann bylgjast fyrir stormi. Er þá yfir móana að sjá líkt og kornakur í blóma. Þessir móar voru jöfnum höndum notaðir til beitar og slægna, einkum þó til beitar, því hey af þeim þótt létt fóður, og svo voru þeir líka seinunnir vegna þúfnakargans. Heima er bezt 349

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.