Heima er bezt - 01.10.1962, Síða 22
Kolbeinsstaðajjall. I suðurhlíðum fjallsins gekk Norð-
an-Grána úti.
sér nú með það erindi til bóndans í Syðstu-Görðum,
Þórðar Arnasonar. Björn óskaði þess að geta fengið
hjúkrun fyrir folana, þegar kæmi fram á miðveturinn
eða eftir atvikum, en vildi láta hryssuna með tryppinu
bjarga sér á haga að öllu leyti. „Eftir því sem mér hef-
ur verið tjáð um haglendi hér,“ sagði Björn, „þá trúi
ég ekki öðru en að sú gráa bjargi sér og tryppinu þó
nokkuð harðni að.“ Var nú samið á þessum grundvelli.
Þórður bóndi tók öll hrossin til hagagöngu, og lofaði
að sjá um hjúkrun fyrir folana, er liði á veturinn. Var
hrossunum svo sleppt á hagann og sýndust þau una sér
hið bezta. Þau héldu ávallt hópinn og gerðu enga til-
raun til þess að strjúka.
Þeir, sem eru orðnir miðaldra og þar yfir, munu all-
ir minnast greinilega veðráttunnar veturinn 1917—18.
Þá upp úr áramótunum gerði frosthörkur þær, sem
mestar hafa orðið hér á landi á þessari öld. Frostið í
mínu byggðarlagi komst í 32 gráður á Celsius og fylgdi
þar oft með norðan bálviðri og stórhríðar. Svo mikil
frostharka stóð að vísu ekki mjög lengi, en harðindi
og jarðbann héldust stöðugt fram á útmánuði. iVleð
hverjum degi sem leið fjölgaði þeim hrossum, sem
menn tóku á hús og hey, og ekki leið á löngu þar til
Norðan-Grána og tryppið hennar voru einu hrossin,
er áttu engan annan kost en að glíma við Guð og gadd-
inn í brunafrosti og stórhríðum skammdegisnáttanna.
Það var ekki nema í dúrum milli bylja, að maður
gæti séð til ferða Norðan-Gránu og dóttur hennar, á
meðan hríðarnar geisuðu sem mest. En það var auðséð
á háttum hvítgráu hryssunnar að hún var vmsum veðr-
um vön. Hún var prýðis vel fundvís á staðina, þar sem
helzt var afdrep og eins á þá fáu og smáu hagabletti,
sem stóðu upp úr hjarninu, en þar var ekki um að
ræða nema nokkra þúfnakolla og börð á víð og dreif.
Væri veðrið þolanlegt rásaði Grána mikið og leitaði
að haga. Mátti sjá hana á ýmsum stöðum sama daginn,
jafnt á láglendinu sem upp um alla hlíðargeira svo hátt,
sem henni var unnt. Hygg ég, að það hafi verið mos-
inn í hlíðargeirunum, sem einkum nærði þessi olnboga-
börn meðan harðast var á jörð. Dag nokkurn í hríðar-
lausu veðri og miklu frosti rásaði Grána með allra
mesta móti. Þá komst hún alveg heim að fjárhúsum í
túnjaðrinum. Hún var þá enn í góðum holdum, en
kviðdregin og auðsjáanlega svöng. Ekki sást neinn vott-
ur þess að hana langaði í húsaskjól, enda þekkti hún
ekkert til slíkra lífsþæginda. Eiganda hennar sagðist
svo frá, að hún hefði aldrei komið undir þak þá 16
vetur, sem hún var búin að lifa. Grána nagaði ákaft
húsveggina, þar sem hún fann einhverja ögn af grasi,
satt að segja langaði mig til að gefa henni góðan bita,
en ég þorði það ekki af því að mér hafði verið kennd
sú speki, að ef þess háttar væri gert við gaddhesta
heima við hús, þá mundu þeir hvergi tolla annars stað-
ar úr því, og hætta að reyna að bjarga sér. Samt gat ég
ekki setið á mér að öllu leyti, heldur kastaði ég fyrir
hana nokkrum saltsíldum, sem átti að gefa kindum, án
þess þó að búast við að hún vildi þær. Okunnugt er
það, hvort Grána hafði nokkru sinni áður komizt í
kynni við fæðutegundir úr sjó, en hún át síldarnar
með góðri lyst, og að því búnu hélt hún burt og var
að skammri stund liðinni komin hátt upp í hlíðargeira.
Af áðursögðum ástæðum varð ég því feginn að Grána
hvarf á brott, en satt að segja hafði ég alls ekki góða
samvizku út af móttökunum á þessum málleysingjum,
sem mér fannst að hefðu þarna leitað á náðir manna í
neyð sinni. Fór mér þar sem öðrum, er afla sér rósemi
með því, að halda sér í nógu mikilli fjarlægð frá um-
komuleysingjum til þess, að sjá þá ekki. Þetta var í
eina skiptið, sem Grána kom heim til bæjar um vetur-
inn, svo að ég muni til.
Þegar loks harðindin tóku enda og hláka fór að, þá
var Grána ekki sein að finna staðina, þar sem fyrst
blánaði fyrir jörð. Og úr því að þær mæðgurnar gátu
fengið sæmilega nóg í munn og maga, varð líðan þeirra
að sjálfsögðu allt önnur og betri. Utkoman var sú, að
þegar hinn grimmi vetur var á enda og vorið byrjaði
að næra hin langhrjáðu náttúrubörn með birtu sinni
og gróðurmagni, þá voru þær, Grána og dóttir hennar,
í betra ástandi að holdum og útliti en við hefði mátt
búast eftir svo langa og stranga útivist, sem um var
að ræða.
Þegar leið á vorið hurfu þær mæðgur báðar úr hög-
unum, og leið svo nokkur tími að enginn vissi hvert
þær höfðu farið. Loks urðu menn þeirra varir innst í
botni Haffjarðardals, sem liggur inn í fjallgarðinn til
norð-austurs frá Hnappadal. Jafnframt kom þá í ljós,
að Grána hafði eignazt folald, en ekki var það kunnugt
fyrr, að hún hafði verið með þeim hætti. Það þótti
ekkert vafamál, að fæðingarhríðirnar hafi vakið Gránu
til umhugsunar um átthagana norðanlands, og þangað
hafi hún ætlað sér til þess að fæða. Stefnuna hafði hún
tekið rétta og hnitmiðaða, en tíminn reynzt henni allt-
of naumur til svo langrar ferðar. Með þessu var það
upplýst, að þrekvirki Gránu var stærra en kunnugt
hafði verið. Jafnframt því að afla sér sjálfri viðurværis
langan fimbulvetur með því að berja klakann og naga
mosa af börðum og þúfnakollum í hríðum og bruna-
frosti, hafði hún fætt afkvæmi sitt að einhverju leyti
350 Heima er bezt