Heima er bezt - 01.10.1962, Page 23

Heima er bezt - 01.10.1962, Page 23
með móðurmjólk, og auk þess alið nýtt líf í skauti sínu. Grána var í stærra lagi að vexti, þrekleg og vel vax- in. Svipur hennar var rólyndislegur, enda var hún spök í haga og laus við alla styggð og fælni. Nokkuð mun hún hafa verið einræn í skapi, því hún hélt sig oftast afsíðis með félögum sínum. Aldrei átti hún í erjum við önnur hross svo ég vissi til. Ég fluttist alfarinn til Reykjavíkur haustið 1918, og vissi því ekki frekar um Gránu og afkvæmi hennar. En minningin um hana og afrekið hennar frostavetur- inn mikla hefur jafnan fylgt mér síðan. Og jafnframt því að festa þær minningar hér á pappírinn þykist ég mega vona að þær varðveitist frá glötun nokkru lengur en mitt minni hrekkur til. II-1 1 ’-diÍ ] p | 1 -Á »*» ^ | J D*GU*LAGAkáttuHÍH* f í aprílmánuði í vor fékk ég bréf frá tveimur konum á Snæfellsnesi, er báðu um að birt yrði kvæði, sem mikið'hefði verið sungið í þeirra ungdæmi, eða þegar þær voru, það sem kallað var: „Upp á sitt bezta“. — Þær kunnu þó aðeins eina eða tvær ljóðlínur úr þessu kvæði. Nú hef ég fengið afrit af þessu kvæði frá tveim- ur ágætum lesendum Heima er bezt. Annað afritið var frá Evu, en hitt var nafnlaust. Þakka ég kærlega þessi bæði afrit. Og þar sem afritin eru nær því samhljóða, þá ætla ég að leyfa mér að birta þetta Ijóð, sem ef til vill hefur aldrei birzt á prenti. Þetta aldraða ljóð er mér sagt að heiti: „Skinnsokkavalsinn“. Sýnir þetta litla ljóð, að fyrir fjórurn til fimm áratugum hafa líka verið til menn, sem ortu ljóð, þótt þeir væru lítil skáld, alveg eins og nú. Og hér birtist hið umrædda Ijóð: Ég mætti hérna um morguninn manni ofan úr sveit, og viltu vita, vinur minn, hann var í kvenmannsleit. Á kúskinnsskóm var karlinn sá og kurfslegur að sjá. » í skinnsokkum upp að hnjám var aulabárður sá. Fór hann mig að fala brátt og fimmtán krónur bauð. Hann sagðist bjóða svona hátt í sinni miklu nauð. Andsvar honum gaf ég greitt og grörn hann sagði við: „Eg kalla þetta kaup ei neitt, sem konum bjóðið þið.“ Það er svo „voða vemmilegt“ að vera uppi í sveit. Ekkert verra ég hef þekkt, né ógeðslegra veit. Að mjólka kýr og hirða hey og hreykja sauðatað, það hæfir ekki heldri mey að hugsa neitt um það. í síldina á Siglufjörð í sumar ætla ég mér, því vinna verður vart svo hörð, sem verður hún hjá þér. Sízt þar mun „ég súta paru, á sjóstígvélum hám, þótt vilsu og slor ég verði þar að vaða upp að hnjám. En þegar sumarsólin skín á sunnudögum þar, þá „uppdubbuðíl ég er og fín út um götumar. í danssalinn svo dríf ég mig, er dimma tekur að. Þar hugsar hver um sjálfan sig. Ég segi ei meira en það. í sveit ég aldrei framar fer, mér finnst ei gaman þar, en aðeins get ég unað mér í okkar höfuðstað. Að lifa þar er „lista gott“, þótt lítið hafi ég grætt. — Ég yfir höfuð hef það gott, og „huggulegt og s<ettu. Þar oft á kvöldin eru „böllu, svo yndisleg og fín, og þar er líka feikna „fjöll“ og fleira saklaust grín. En inni þar er allt svo „pentu, og útlendan með keim, og himneskt er og huggulegt í hýbýlunum þeim. Svíar eru „sjentilmennu og sjást þeir margir þar, en fremstir era frónskir menn og fríðir „Norsararu. Meyjarnar þeir mikið þrá, mjög sú ást er heit. Ég vil heldur eiga þá, en aulabárð úr sveit. Ekkert útlent leikrit mun hafa náð slíkum vinsæld- um hin síðari ár og söngleikurinn: My fair Lady. Ljóð og lög leiksins eru rauluð um allt land. Ég hef hugsað Heima er bezt 351

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.