Heima er bezt - 01.06.1963, Blaðsíða 3
NUMER6
JÚNÍ 1963
13. ARGANGUR
wr'HxmS
ÞJÓÐLEGT HEIMILISRIT
EfnisyfirlU Bls.
Helgi Arason á Fagurhólsmýri Bjarni Sigurðsson 192
Svipleiftur af söguspjöldum (framhald) Hallgrímur frá Ljárskógum 196
Svaðilfarir Vigfúsar í Flögu og Þorvalds í HemriiVjims O. Björnsson 197
Sturlunaröld (ljóð) Úlfur Ragnarsson 199
ísöld og gróður (framhald) Steindór Steindórsson 200
Draumar Böðvar AIagnússon 204
Frá Norðurhjara (framhald) Jón Sigurðsson 205
Hvað ungur neurur — 210
Menn, sem ég man (niðurlag) Stefán Jónsson 210
Dægurlagaþátturinn Stefán Jónsson 212
Hversu lengi lifa fræin (endursagt) Steindór Steindórsson 213
Hold og hjarta (7. hluti) Magnf.a frá Kleifum 214
Eftir Eld (niðurlag) Eiríkur Sigurbergsson 219 '
Bókahillan Steindór Steindórsson 223
Norræn sundkeppni bls. 190. — Bréfaskipti bls. frá bls. 203, 209. — Myndasagan: Óli segir sjálfur 224.
Forsiðumynd: Helgi Arason á Fagurhólsmýri.
Káputeikning: Kristján Kristjánsson.
HEIMA ER BEZT . Þjóðlegt heimilisrit, stofnað árið 1951 . Kemur út mánaðarlega . Áskriftargjald kr. 140.00 . í Ameríku $4.00
Verð í lausasölu kr. 20.00 heftið . Útgefandi Bókaforlag Odds Bjömssonar . Heimilisfang blaðsins: Pósthólf 45, sími 2500, Akureyri
Ábyrgðarmaður: Sigurður O. Bjömsson . Ritstjóri: Steindór Steindórsson frá Hlöðum . Prentverk Odds Björnssonar h.f., Akureyri
vér unnið glæsilegan sigur. En til þess svo megi verða,
þurfa allir, sem synt geta að leggjast á eitt. Það skiptir
í sjálfu sér ekki hvem einstakling miklu máli, hvort
hann syndir 200 metrana eða ekki. Sundfærni hans er
hin sama. En það skiptir þjóðina miklu máli, að enginn
láti sitt eftir liggja. Það er einungis lítill þegnskapur við
þjóðfélagið, sem menn sýna með því að taka þátt í
keppninni. En hugsanlegur sigur íslendinga er ein feg-
ursta landkynningin, sem vér getum leyst af hendi. Hún
sannar alheimi að vér stöndum framarlega í menningar-
legri íþrótt, og hún sannar líka, að vér eigum þann
þegnskap, að hlýða kalli þjóðfélags vors, þegar það
kemur, og ef til vill er það stærsti sigurinn.
St. Std.
Heima er bezt 191