Heima er bezt - 01.06.1963, Blaðsíða 17
JÓN SIGURÐSSON, YZTAFELLI:
Frá Noréurnjara
(Framhald.)
Brettingsstaðir. Bærinn stendur undir rótum Mosa-
hnjúks. Norðan bæjarins er allmikil hæð, Brettingsstaða-
hólar, og taka þeir mjög af útsýni norðvestur, en skjól-
legra verður þá um bæinn. Opið er sjónum austur um
flóann til Tjörness og Mánáreyja, og vakir Melraklta-
slétta þar við hafsbrún. Jörðin á land til sjávar sunnan
við Víkurvatn, um Nausteyri. Til heiðardalsins nær
landið inn að hreppamörkum við Eyvindará og er vítt
til fjalla og fjalladala um Selfjall og Mosahnjúk og báða
Brettingsstaðadali.
Jörðin hefur jafnan þótt mikil, bæði að landkostum
og sjávargagni, og lengstum einna hæst metin jarða í
Hálshreppi. Sigríðarstaðir og Draflastaðir þoldu þar að-
eins samjöfnuð. Landkostir eru mestir inn til heiðar,
þar er Brettingsstaðasel undir Selfjalli. Þar getur bæði
selstöðu og byggðar um skeið. Þar var síðar bezta engið.
Fornt mál segir, að á Brettingsstöðum þurfi aldrei
sauð að gefa í íslausu, svo gjöfui er fjaran á þarann.
Stutt er þó strandlengjan, og trjárekinn ekki mikill, en
auðsóttur. ísinn gat einnig orðið stórgjöfull. í annál-
um er oft getið hvalreka. Þegar hafísar skriðu að landi
og fylltu firði, víkur og voga, strönduðu jakar oft á
Nausteyrarhellu, en í varinu við lendinguna var auður
sjór. Þar króuðust þá selir, og hvalir hlupu stundum
á land. Annars var þarna ágæt aðstaða til selalagna í ís-
lausu, og veiddist stundum óhemja af vöðusel. Með
vissu veiddust 1500 selir á Flateyjardal árið 1833, og
oft mun vel hafa veiðst, þótt ekki sé fært í annála.
Brettingsstaða getur í Finnbogasögu. Ljósvetninga-
saga segir frá einu versta ódáðaverki, sem unnið var á
söguöld, þá er Eyfirðingar fóru að Þórarni Höskulds-
syni, Þorgeirssonar goða, og vógu hann alsaklausan um
nótt heima á Brettingsstöðum. Víst hafa Brettingsstaðir
þá verið orðnir í miklu áliti, er svo stórættaður maður
tók þar bólfestu.
Uppi á Mosahnjúk heitir blettur Oddakofi, og sér þó
eigi fyrir rústum. Sögn er um það, að Stjörnu-Oddi
hafi þar hafst við til að athuga gang himintungla. Oddi
var höfðingjaættar og bjó að Múla á 12. öld. Hann var
mestur stjörnufræðingur sinna samtíðarmanna í Norð-
urálfu. Ekki verður sagt um sanngildi þessarar sagnar,
en athugandi er, hve heppilega staðurinn var valinn til
að athuga miðnætursól.
Oft getur Brettingsstaða í fornum skjölum. 1525 eru
komin á þau eignaskipti á jörðinni, sem héldust fram
á 19. öld: Hólastóll á hálfa jörðina, en Möðruvalla-
klaustur (og síðar konungur eða ríkið) hinn helming-
inn.
Lítið er vitað um ábúendur að Brettingsstöðum fyrr
en á 18. öld. Þórunn Grímsdóttir býr þar 1703. Eigi
er kunnugt um ætt hennar. En um miðja 18. öld er
kominn í Brettingsstaði sá ættleggur, sem síðan sat jörð-
ina óslitið í full 200 ár, allt þar til jörðin fór í eyði. f
þeim ættlegg er Gríms nafn mjög fast, og gæti vel ver-
ið, að Gríms nafnið sé gamalt, og ættleggurinn enn eldri
á Brettingsstöðum.
Bú var óvenjulega stórt þar, 1712 t. d. 96 ær í kví-
um. Stórbú og margmenni í heimili hélzt þar, eftir að
manns minni geyma sagnir. Engin jörð í Suður-Þing-
eyjarsýslu hafði verið jafn lengi í ábúð sömu ættar og
Brettingsstaðir, þegar byggð lauk þar 1953.
Hallgrímur Þorsteinsson bjó að Vík 1762. Hann bjó
einnig að Brettingsstöðum og Grímur sonur hans. Þeir
feðgar voru báðir nefndir „hinir sterku“.
Sögn Jónatans hins fróða á Þórðarstöðum greinir frá
því, að eitt sinn hafi þeir Hallgrímur á Brettingsstöð-
um og Jón bróðir hans verið staddir á Húsavík. Skip
bar að landi í miklum sjógangi, mjög hlaðið farmi og
sex mönnum. Þeir bræður óðu móti skipinu í axlir og
báru á milli sín upp í þurra fjöru. Þessi er hin elzta
sögn um karlmennsku Brettingsstaða-manna, en marg-
ar eru yngri frá þeim 200 árum, er ættleggur þessi hélt
jörðina samfleytt.
Grímur Hallgrímsson býr enn að Brettingsstöðum
1784, „dauðavor“ Móðuharðindanna, þá talinn 41 árs
að aldri. Jónatan fróði segir svo um þá Hjálmar í Vík
og Grím: „Svo voru hjá þeim miklar gamlar matar-
birgðir, að þá skorti aldrei í hallærinu fyrir sig og
heimamenn sína. Voru þeir þar með veglyndir og svo
mildir að mat, að þeir gáfu og hjálpuðu mörgum, er
til þeirra leituðu. Úr öðrum áttum eru sagnir um bjarg-
ir þessara bænda í Móðuhallærinu, svo að þeir forð-
uðu mörgum frá hungurdauða, svo og um aumingja,
sem þraut kraft og urðu til á Flateyjardalsheiði, áður
þeir næðu í björgina hjá dalabændum.
Grímur bjó rausnarbúi á Brettingsstöðum til 1819.
Heima er bezt 205