Heima er bezt - 01.06.1963, Blaðsíða 28

Heima er bezt - 01.06.1963, Blaðsíða 28
ann á hinni rúllunni og batt honum vandlega yfir um sig ofan við mittið. Hvað gátu mennirnir verið að gera? — Ekki gat þó verið, að þeir ætluðu í sjóinn. Það vissi guð, að til þess hefði ég ekki kjark, ekki einu sinni þótt líf Bjöms væri að veði. Kaldur sviti spratt fram á enni mínu. Var ég svona hræðilega huglaus eða eigingjörn. — Ég fór að biðja, en ekkert orð gat ég beðið frá eigin brjósti, aðeins aftur og aftur „Faðir vor!“ Ótal hugsanir þutu gegnum huga minn og trufluðu bænina. Bara ég gæti einbeitt mér! Óttinn gagntók mig og lamaði alla hugsun mína. „Guð minn góður, bjargaðu honum, bjargaðu hon- um!“ Tárin runnu niður í munnvikin á mér, ég vissi ekki, hvort það var af rokinu, eða ég væri í alvöru að gráta. „Það væri mikið betra fyrir þig að fara niður,“ sagði skipstjórinn og var nú mildur í málrómnum. „Nei, nei,“ hvíslaði ég og ríghélt mér í gluggakarm- inn. Ég sá ekkert fyrir tárunum. Bænirnar voru slitr- óttar og ruglingslegar, en ég bað samt, bað af öllu hjarta og allri sál. — Nú var ég fyrst að átta mig á, hve mikil hætta var á ferðum. Ef Björn færist, hefði líf mitt ekk- ert gildi lengur. Ég fann nú betur en nokkru sinni fyrr, að hann var mér allt. „Sjáið þið hann, strákar!“ kallaði skipstjórinn. Menn- irnir kinkuðu kolli. Þeir voru komnir í sjóstakka, nema þessir tveir með kaðlana. Þeir stóðu þarna og voru að færa sig úr stígvélunum. Sjórinn ólgaði eins og í grautarpotti. Mennimir köll- uðust á, en það var einhver fumlaus ró yfir þeim. Ég öfundaði þá sannarlega og óskaði, að ég gæti haft vald yfir sjálfri mér. — En það var nú heldur ekki aleigan þeirra, sem í hættu var, heldur mín. Nú kom ég allt í einu auga á litla bátinn! — En, ó guð! Hann var á hvolfi! Ég kæfði skelfingarópið í fæð- ingunni. Það var eitthvað þarna efst á öldutoppinum, — var það höfuð á manni? — Eftir augnablik var það horfið. „Viðbúnir!“ hrópaði skipstjórinn, og piltamir tveir réttu upp hendina til merkis um, að allt væri í lagi. Þeir stóðu þarna berhöfðaðir á peysunum og stígvélalausir. Hnífjafnt stungu þeir sér út í vellandi ólguna. Ég sá skipstjórann snúa stýrishjólinu hratt, og nú stefndi bát- urinn frá bjarginu afmr. Nú varð atburðarásin of hröð til þess, að ég gæti fylgst með. Báturinn valt ógurlega, og eitt sinn þegar mér fannst að nú hlyti honum að hvolfa, sá ég að menn- irnir, sem drógu inn kaðlana með löngum, snöggum togum, höfðu innbyrt piltana aftur, — og nú sviku aug- un mig vonandi ekki, — þeir voru þrír. — Tveir bröltu á fætur, en einn lá grafkyrr. — Það var Björn. Ég hrópaði nafnið hans og ætlaði að fara út, en stál- greipar skipstjórans héldu mér fastri. „Augnablik, meðan við komumst út úr þessu,“ sagði hann sefandi róm. „Svo skal ég fara með þér fram í.“ Brátt voram við á heimleið. Skipstjórinn lét véla- manninn taka við stýrinu og hjálpaði mér út á þilfarið. Við biðum í skjóli, meðan næsta sjóskvetta gekk vfir. Svo hljóp hann og frekar dró mig en leiddi fram eftir rennandi þilfarinu og fram í hásetaklefann. Glaðlegt andlit mætti okkur þar. „Allt í lagi, hann er að ná sér,“ sagði maðurinn. Skipstjórinn leit á mig, og úr augum hans ljómaði innileg gleði. Á einni rekkjunni sat ungi pilturinn og seldi upp, en Bjöm höfðu þeir lagt á grúfu á borðið. „Þetta er nóg,“ heyrði ég hann stynja upp. Hann var þá lifandi! Mér sortnaði fyrir augum og hneig niðyr. „Hvað er nú þetta?“ sagði einhver, sem greip utan um mig. Þetta leið frá, og með skjálfandi vörum reyndi ég að segja, að allt væri í lagi. Þeir nudduðu Björn og núðu til að koma hita í hann. Piltarnir tveir undu föt sín, hoppuðu um og slógu hvor í annan. Ég sá að þeir hríðskulfu. Björn rifu þeir úr fötunum og vöfðu hann inn í teppi. Strákarnir sögðust lifa af til lands og voru hinir roggn- ustu, en ég sá þó, að sá yngri var gráfölur í framan. „Jæja, þú ert að hafa það, karlinn,“ sagði skipstjór- inn glaðlega, þegar Björn reyndi að setjast upp í rekkj- unni, sem þeir höfðu stungið honum inn í. Björn starði á mig, eins og hann sæi afturgöngu. Ég gat ekkert sagt, stóð bara og hélt mér í rekkjubrúnina. „Sóley,“ hvíslaði hann loks. „Ert þetta þú?“ „Já, og henni áttu líf þitt að launa,“ sagði skipstjór- inn alvarlegur. „Hvernig má það vera?“ spurði Björn undrandi. Skipstjórinn sagði honum frá því, að ég hefði séð í sjónaukanum, að eitthvað var að, og síðan fengið þá til að skreppa út. Ég leit á hann hissa. Ég hafði þó minnst gert. Það voru þeir, sem áttu þakklæti hans skilið! — Ég settist á rekkjustokkinn. Við sögðum ekki neitt, en í handtaki okkar fólst meira, en nokkur orð hefðu getað sagt. Á bryggjunni stóðu nokkrir menn, þar á meðal út- gerðarmaður bátsins. „Hvern sjálfan fjandann voruð þið að fara,“ kallaði hann. „Það eru allir famir innfyrir með bátana. Sjáið þið ekki, að hann er að skella á með manndrápsveður!“ „Við þurftum að skreppa hér út undir björgin,“ svar- aði skipstjórinn rólega. „Mér finnst þið ættuð að hugsa meir um að koma bátnum í var, en að flækjast út um allan fjörð,“ þus- aði karlinn og tróð vindilstubbinn, sem ekki vildi loga í, undir fótum sér. Svo rölti hann upp bryggjuna með hendur á baki, feitur og innskeifur. Strákarnir tveir stukku upp, um leið og bárarinn var kominn að bryggjunni, og hentust í spretti heim á leið. Þeim var víst orðin þörfin á að komast í þurrt. Ég heyrði útgerðarmanninn hrópa eitthvað á eftir þeim, en þeir snera sér ekki einu sinni við. Hann nam þá staðar, gekk eitt eða tvö skref aftur í áttina að bátn- 216 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.