Heima er bezt - 01.06.1963, Blaðsíða 29
um, en hikaði við, geklc síðan álútur heim til skrifstofu
sinnar.
Maðurinn sem sendur hafði verið eftir bílnum, kom
að vörmu spori. Okkur var hjálpað inn í bílinn, og
skipstjórinn settist síðan inn í aftursætið til mín. Hann
ætlaði víst að sjá um, að við kæmumst heim heil á húfi.
„Hvernig stóð á því, að þú lentir svona ofarlega?“
spurði hann Björn.
„Eg varð benzínlaus á versta stað,“ svaraði Björn
„Benzíngeymirinn átti að vera fullur, og eins brúsi, sem
ég hefi alltaf með til vara, en á honum reyndist aðeins
vatn, eða sjór, þegar til átti að taka.“
„Það þyrfti svei mér að finna strákhvolpana, sem gert
hafa þér þennan grikk, og gefa þeim rækilega ráðn-
ingu,“ sagði skipstjórinn alvarlegur.
Ollum var kunnugt, að meiri reglumaður en Bjöm
læknir var vandfundinn. Hann gætti þess alltaf, að þau
farartæki, sem hann þurfti að nota, væm í fyllsta og
bezta lagi. Og aldrei skildi hann svo við bílinn að
kveldi, að benzíngeymirinn væri ekki fullur.
X.
Anna vissi ekki neitt, fyrr en við komum inn, — ég
í lopapeysunni stóra, og Björn hálfklæddur, með teppi
sér til skjóls. Hún sló á lærið og bað fyrir sér. Svo var
Björn drifinn í rúmið, og Anna þaut fram til að sækja
hitaflöskur og rommflösku, sem hún átti sjálf. Nú skyldi
blessaður drengurinn drekka sjóðandi heita og sæta
rommblöndu!
Mér var alveg gleymt. En það var sama, eigingirnin
og sjálfsmeðaumkunin í mér sáu um, að ég yrði ekki
lengi útundan. Ég brá mér undir sængina til Bjöms,
Önnu til mikillar furðu. Henni hefur eflaust fundizt
nær, að ég stjanaði eitthvað við hann. Ekkert sagði hún
samt.
Hún vissi heldur ekki um ævintýrið, sem ég hafði
ratað í, því þá hefði hún áreiðanlega beðið guð að
hjálpa blessuðu barninu að hafa farið á sjó í þessu veðri.
Sjálf fór hún aldrei út í bát og ætlaði ekki að gera það,
hve lengi sem hún tórði. Það hafði hún sagt mér sjálf
í trúnaði.
Nú rankaði Bjöm við sér. Hann pantaði símtal út í
Víkur. Hann var náfölur, þegar hann kom aftur úr
símanum.
Ég þorði varla að spyrja hann, hvað væri að þar, en
stundi því þó upp.
Hann leit á mig og sagði hljóðlega:
„Það var ekkert að þar. Þau höfðu ekki beðið um
neinn lækni.“
Ég var stundarkorn að átta mig og skilja þetta..
„Attu við, að þetta hafi verið bara plat?“
„Já,“ hvíslaði hann og grúfði andlitið upp að mér.
„Já, Sóley, það var það.“
Ég sagði Birni um kvöldið, hvernig stóð á því, að ég
fór að fá hjálp handa honum, og hvernig þeir hefðu
framkvæmt björgunina. Ég spurði hann, hvort hann
gæti skilið þann kjark að henda sér í sjóinn upp á líf og
dauða.“
Hann brosti, ofurlítið raunamæddur.
„Já, sjómennirnir hafa alltaf og verða alltaf fúsir að
leggja sig í hættu öðmm til bjargar. Líf þeirra er sí-
felld barátta og fórnir. Þeir bera líka oft sigur af hólmi
í fangbrögðum sínum við Ægi gamla, eins og t. d. í dag,
en oft hefur hann þó betur, því er nú miður.“ —
Páll kom og tók að inna Bjöm eftir ferð hans.
„Þú ert viss um, að þú hafir ekki skilið við geyminn
tóman?“
„Pabbi, þú þarft ekki að spvrja að því, sem þú veizt
eins vel og ég.“
„Þá hefur einhver gert þetta af hrekk.“
„Já, og passað, að benzínið dvgði alveg mátulega
langt.“ Það var undarlegur hljómur í rödd Björns.
Páll horfði á hann stundarkorn. Svo tautaði hann
fyrir munni sér:
„Nei, það getur ekki verið rétt, guð minn góður, það
er ekki rétt.“
Ég áttaði mig ekki á þessu tah, en Bjöm gerði það
auðsjáanlega, því hann svaraði dræmt:
„Samt er það eina skýringin, og hún er áreiðanlega
ekki svo fjarri lagi. — Hver hringdi úr Víkunum?“
Páll sat fölur litla stund. Svo stóð hann hægt á fætur
og gekk út, lotinn eins og gengi hann með heljarþunga
byrði, sem hann gæti varla risið undir.
Mig fór að grana, að það væri einhver viss maður,
sem þeir hefðu í huga. En hver gat verið svo ægilega
kaldrifjaður, og hvers vegna væri honum svo illa við
Björn, að hann vildi hann feigan? Það væri áreiðanlega
enginn, sem ég þekkti, — nema, — nei, slíkt var óhugs-
andi. Ég skammaðist mín fyrir svo syndsamlegar hugs-
anir. — Þó þeir bræðurnir væra engir vinir var þetta þó
óhugsandi!
Björn talaði fátt, en ég fann, hve illa honum leið.
Hann vakti, þó hann létizt sofa. Loks undir kveld
klæddi hann sig og fór út.
Anna sönglaði í eldhúsinu, þegar ég kom niður. Hún
var óvanalega þung á svipinn og rauðeygð, eins og hún
hefði grátið.
„Hvert fór Björn?“ spurði ég.
Hún benti þegjandi út um eldhúsgluggann, og ég
leit út. Þarna gekk Björn hratt upp veginn til kirkjunn-
ar. Stundarkorni síðar var hann horfinn inn í garðinn.
Ég fór í kápu og fór á eftir honum. Við höfðum oft
gengið saman að leiði Dóru. Þangað væri hann að fara
núna, þóttist ég vita. Ég vildi fara til hans. Hve sterk
bönd sem hefðu tengt þau saman, var hann þó óvefengj-
anlega minn núna. Hvort tilfinningar mínar gagnvart
minningu hennar voru afbrýðisemi, vissi ég ekki, en
mér fannst hún standa á milli okkar í hvert sinn sem
mér rann í skap við Björn. Nú hljóp ég við fót upp
götuna, ákveðin í að vita, hvað honum þótti betra að
fara á fund Dóru en minn.
Hann var ekki í garðinum. Ég læddist meðfram kirkj-
Heima er bezt 217