Heima er bezt - 01.06.1963, Blaðsíða 8

Heima er bezt - 01.06.1963, Blaðsíða 8
HALLGRÍMUR FRÁ LJÁRSKÓGUM: Svipleiftur af söguspjöldum (Framhald) GUNNLAUGUR ORMSTUNGA Gunnlaugur glæstur sýnum gerðist snemma á ævi, stórvaxinn, sterkur, hraustur, — stirnir á hárið jarpa — hávaðamaður mesti, miðgrannur, herðaþrekinn, skáldmál í skytningi fremur, skörp eru augun dökku. Jarlinn Ormstungu innir: „Ertú nokkuð svo hraustur? Hví gekkst þú ei haltur á gólfi, garpur, á sjúkum fæti?“ „Ekki er íslenzkra manna æmtur, þótt nokkuð svíði, eigi skal hraustur hökta haltur, jafnlöngum fótum.“ Gunnlaugur gengur — og Auðunn — glaður til veizlu að Hlöðum, æskumaðurinn átján ára og furðu mikill. Klæddur er kyrtli gráum kappinn og leistarbrókum, — sulli er fótur sollinn, sitrar þar blóð og vágur. Eiríkur jarl og aðrir öndugismenn að drykkju sitja — og sjá til gesta. Segir þá jarl við Gunnlaug: „Hver er sjá maður enn mikli?“ hann mælti, en Gunnlaugur svarar: „Sonur em Illuga svarta, sagður Ormstunga heita.“ „Hver er þinn aldur, enn ungi?“ „Átján vetra mun talinn.“ „Þú munt ei annarra átján áður en lífi slítur.“ „Forbæna fýsir mig eigi, fá yður hallkvæmri bæna: að dáðlauss þér liggið ei dauður sem drepast varð faðir yðvarr.“ Roðnar þá jarl og reiður rís í bræði úr sæti: „Grípið það fól og fjötrið, færið í járnum brottu.“ Skúli um griðmál gerir. Ganga vinir til strandar. Ormstunga siglir til Englands. í austri er Noregur horfinn. — 196 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.