Heima er bezt - 01.06.1963, Blaðsíða 11
ur okkar ýmist mélvara eða byggingarefni: þakjárn,
timbur og fleira.
Það var vöxtur í Hólmsá eftir miklar rigningar, er
við fórum vestur yfir hana, og daginn sem við vorum
í Vík og um nóttina hafði rignt mikið. Þegar við kom-
um austur í Hrífuneshólm — sem Hólmsá dregur nafn
af —, þá flæddi áin út yfir aurana og var í foráttuvexti.
Tóku menn þá klyfjarnar niður af hestunum, og við
Vigfús riðum niður með ánni til að leita að klyfjafæru
vaði; samferðarmennirnir urðu eftir hjá hestunum.
Við Vigfús reyndum á ótal stöðum. Vigfús reið yfir
marga og djúpa ála og alla leið niður þangað sem
Hólmsá rennur saman við Ásavatn* og Tungufljót**.
Þegar ekki fannst vað á ánni, sem hugsanlegt var að
fara með lestirnar yfir, þá fórum við til baka í áttina til
samferðarmannanna. Þegar við vorum komnir nærri
vestur undir nesið sem skagar lengst í norður, Litlanes
nefnt, stanzar Vigfús og horfir stundarkorn út á ána og
segir svo: „Hérna er nú brot, en það er tæpt.“ Hestur
Vigfúsar hríðskalf af kulda eftir volkið, því að hann
hafði haft sig miklu meira í frammi við könnun árinn-
ar en ég, en báðir voru hestamir vanir og duglegir. Vig-
fús spvr mig þá, hvort ég vilji reyna að ríða þarna upp
yfir. Ég var til í það.
Svo hagaði þar til rennsli vatnsins, er tók yfir mjög
breitt svæði á aurunum, að fyrst var höfuðáll, sýnilega
djúpur mjög, en, að Vigfúsi sýndist, reiður; þá virtust
taka við grynningar nokkrar, síðan annar höfuðáll, er
við þóttumst sjá að vel væri fær, en þó flugvatn.
Reið ég svo yfir syðri höfuðálinn, og skall yfir hnakk-
inn, og því ekki ldyfjafært. En er ég kom aftur til Vig-
fúsar, segir hann: „Þú fórst svolítið skakkt.“ Ég þóttist
nokkuð góður að sjá út vötn, en rengdi Vigfús ekki,
því að það var vani minn að treysta honum alveg. Ég
svaraði því: „Ég skal ríða norður yfir aftur.“ „Það
skaltu gera,“ segir Vigfús, „en þú skalt halda meira í
strauminn alla leið út í miðjan ál, en þá skaltu slá svo-
lítið undan.“ Þetta var mjög breiður og vatnsmikill áll.
Þessu hlýddi ég alveg og fékk hvergi dýpra en í kvið
á hestinum.
Fórum við svo með allar lestimar upp yfir og teymd-
um þær sjálfir, því að samferðarmennimir höfðu ekki
eins örugga vatnahesta og við.
Þegar ég hafði farið sex sinnum yfir þetta mikla vatn
og stranga, sá ég loks brotið, sem Vigfús hafði séð og
mælt með augunum af eyrinni. Svo glöggan mann á
vötn hef ég ekki fyrir fundið annan.“
* Syðsti hluti Eldvatnsins.
** Þær tvær ár heita Flögulón eða Vatnið, eftir að saman
eru runnar.
ULFUR RAGNARSSON:
Sturlunaröld
Sé ég þjóð — þúsund vetra gamla
í Þjórsá sinna bemsltubreka svamla.
Glapsýnn eflist Glæsivallabragur,
glaumi blandið hjartakal — er það vor frægðardagur?
Afkomendur Sturlunganna staldra
stundarkorn á Alþingi — og skvaldra.
Böguglaumur, breyttist hann í starf?
— Bara að það munist þá, hvað þjóðin tók í arf.
Mér virðist næsta neflaus okkar ást,
því nú má hvergi rúst í túni sjást,
svo víða talin þörf á þúfnabana,
að það er næstum ltomið upp í vana,
að bylta þessu bara upp á sport.
— En bjargfast stendur putalandsins gort.
Já, víst er engin Höfn, sem herðir fjötur.
En herravald býr nú við Víkur götur
og kann á flestum kóngavenjum skil.
— Þar kokkteilveigar lífga sálaryl.
(En sannar það, að sálarlíf er til?)
Efnahagur á ytra borði góður
— innra fyrir nærri tæmdur sjóður.
Bókaflóðið bara froðumenning.
Á ríkisstyrkjum rekin heilög þrenning.
Glapsýnn eflist Glæsivallabragur,
glaumi blandið hjartakal — vor nýi frægðardagur!
En það var fyr á þúsund ára vetri,
að Égill vissi íþrótt gulli betri.
— Svo trúði þjóð
á þessum Ránarslóðum.
Rís, heita blóð! ,
Þinn arfur tæmist óðum.
Hrek burt hver svik
við eldsins dýra eðli!
Er andinn ryk
á þúsundkrónaseðli?
Heima er bezt 199