Heima er bezt - 01.06.1963, Blaðsíða 27

Heima er bezt - 01.06.1963, Blaðsíða 27
varst iítil. Mér væri skapi næst að bæta úr þessari van- rækslu hans núna, en það er bezt ég geymi það,“ sagði Björn. Það var glettni í rómnum, en þó fann ég, að honum hafði mislíkað við mig og hljóp upp á loft. Falin bak við gluggatjöldin sá ég hann hlaupa við fót niður götuna að bryggjunni, fara um borð í litlu hvít- máluðu trilluna sína, sem alltaf beið tilbúin, þegar hann þurfti á henni að halda. — Vélin fór strax í gang, og báturinn skreið hratt frá landi. Þegar báturinn var kominn spölkorn frá landi, sá ég að Björn stóð upp, og svo veifaði hann. Eg stóðst það ekki, hljóp út á svalirnar og veifaði á móti. I huganum sá ég, hve andlit hans .ljómaði af því, að ég skyldi svara kveðju hans. Hann hefur grunað, að ég fylgdist með ferðum hans, þótt hann sæi mig ekki. Mér leið miklu betur, og mér fannst, að nú værum við sátt. Golan var köld, svo ég lokaði vandlega dyr- unum oy fór niður í eldhús til Onnu oer fékk mér mola- sopa henni til samlætis. Snörp vindhviða skellti aftur glugganum, sem stóð hálfopinn. Ég dauðhrökk við. — Ætlaði hann nú líka að fara að hvessa, — og Björn einn úti á þessari litlu bátskel! í ofboði þaut ég upp með sjónaukann og sett- ist við opinn gluggann. Ég sá Björn greinilega. Nú stóð hann upp og barði sér. Ég hafði aldrei hugsað út í það fyrr, að það væri skylda mín að sjá um, að hann væri nógu hlýtt klædd- ur, en nú var það of seint. Ég ætlaði að muna það næst, þegar hann færi í læknisvitjun. Ég reyndi að hjálpa Önnu í eldhúsinu til að dreifa hugsunum mínum, en kvíðinn vildi ekki hverfa. Nú hvessti meir og meir, og kolsvört skýin hrönnuðust saman úti við hafsbrúnina. Nú mátti ég rýna lengi, þar til ég kom auga á bátinn. Hann var eins og ofurlítill depill, sem hoppaði á öldu- toppunum, en hvarf svo á milli. Ég leit á lduklcuna. Hvað var þetta! Eftir tímanum að dæma, átti hann að vera kominn út fyrir Víkurtanga, en hann var enn við Svörtubjörg. Mér fannst ísköld hönd kreppast um hjartað í mér. Var eitthvað að, — hvað gat ég gert? í tíu mínútur ætlaði ég að bíða og sjá, hvort bátnum miðaði ekki áfram, en ég gat ekki séð það. Ofsahræðsla gagntók mig. Ég hljóp niður stigann og út, án þess að fara í kápu. Við bryggjuna lá vélbátur með vélina í gangi. Ég kallaði eins hátt og ég gat: „Halló! - Halló!“ Ungur maður stakk höfðinu út um einn gluggann á stýrishúsinu og horfði forviða á mig. „Komdu, ég þarf að tala við þig!“ hrópaði ég. Undrandi andlit hans hvarf úr glugganum, og augna- bliki síðar stóð hann við hliðina á mér á bryggjunni. Roldð tætti sundur orð mín og bar þau út í buskann, en þó gat ég brátt komið honum í skilning um, hvað ég vildi. „Ertu viss um, að þú hafir séð bátinn?“ spurði hann með efahreim. „Já!“ hrópaði ég. Bara hann vildi nú trúa mér. „Og klukkan hvað fór hann?“ Ég sagði honum það. Hann leit á úrið og herpti ofur- lítið saman varimar. Svo stökk hann aftur um borð. „Klárir, strákar! Við skreppum út undir Svörtubjörg- in sem snöggvast!“ heyrði ég hann kalla. Strákarnir komu upp úr klefanum hver á eftir öðr- um, og áður en ég vissi af, hafði ég stokkið um borð og ríghélt mér nú í borðstokkinn. „Upp með þig!“ hrópaði einhver, en það stóð heima, báturinn var laus frá brvggjunni, það tæki of langan tíma að koma mér í land. Miðaldra maður bölvaði einhverju, líklega mér, en hjálpaði mér samt inn í stýrishúsið. Skipstjórinn hrukk- aði ennið og tautaði blótsyrði í hálfum hljóðum. Ég tók þau líka til mín. Samt náði hann í svellþykka lopa- peysu og henti henni til mín. „Farðu í hana!“ var það eina sem hann sagði. Ég var fegin, þótt mig klæjaði, eins og þúsund maur- ar skriðu um mig alla. Það var þó betra en kuldinn. „Keyrðu rokkinn, eins og hann þolir,“ sagði hann við olíukámugan náunga með stór gleraugu. Sá hvarf óðar niður um gólfið, liðugur eins og áll. Báturinn valt sitt á hvað, og ég ríghélt mér í glugga- kistuna eða hvað það er nú kallað á bátum. Skipstjórinn hvessti augun út yfir sjóinn. Hann var laglegur maður, Ijóshærður með barta og hlægilegt yfir- skegg. Ég hafði aldrei kysst neinn með yfirskegg. Það hlaut að kitla mann, en kannski var það bara enn meira gaman. „Paö er bezt að þú íarir niður,“ sagði hann allt í einu og leit á mig. „Æ-nei, lofaðu mér að vera hérna!“ hálfhrópaði ég. — Bara ég hefði verið kyrr í landi. Mér var strax að verða óglatt, ég gat ekkert gagn gert, hvort sem var. En að vera ein niðri í káetu, til þess gat ég alls ekki hugsað. Ég myndi deyja úr hræðslu. Skipstjórinn fékk ungum pilti stýrið í hendur, en gekk sjálfur út á þilfarið. Þar stóð hann um stund og talaði við þrjá menn sína. Mér var um og ó að hafa þennan strákling við stýrið. Hvað ætli hann vissi, hvað hann ætti að gera, ef ægilega stór alda kæmi nú, — bátn- um mundi hvolfa, það var ég alveg viss um. ískaldur hrollur fór um hrygginn á mér, og hnén skulfu. Loks leit út fyrir, að þeir úti á þilfarinu væru komnir að ákveðinni niðurstöðu. Skipstjórinn snaraðist inn aft- ur og tók við stýrinu. Mér létti stórum. Við stýrið var hans staður, og þar vildi ég helzt, að hann héldi sig, meðan ég væri um borð. Ég þorði ekki að opna munninn til að spyrja hann neins, þá væri hann vís til að reka mig niður. Ég lét því fara eins lítið fyrir mér og ég gat og steinþagði. Úti á þilfarinu voru mennirnir með grannan kaðal, eða réttara sagt tvær rúllur. Öðrum endanum var bund- ið utan um unga piltinn, sem staðið hafði við stýrið. Roskinn maður var að færa sig úr úlpunni, en yngri maður færði hann í hana aftur og tók síðan lausa end- Heima er bezt 21S

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.