Heima er bezt - 01.06.1963, Blaðsíða 5

Heima er bezt - 01.06.1963, Blaðsíða 5
Fagurhólsm'ýri. gengið að öllum störfum. Hann var listfengur og ráð- snjall, því þótti gott að leita til hans er vinna þurfti vandasöm verk. Þá var hér í Öræfum verið að leiða vatn í bæina. Ekki var alls staðar hægt að fá það sjálf- rennandi, þurfti stundum að leggja vatnsleiðslupípur upp miklar brekkur. Helgi kom vatnsleiðslum í bæi, þar sem svona hagaði til. Hann útbjó dælu og tengdi hana við hreyfil, er hann einnig smíðaði og gekk fyrir vatnsafli. Með þessum sjálfvirka útbúnaði kom hann upp ágætri vatnsleiðslu. Síðar smíðaði hann vatnshrúta fyrir ýms heimili er á þeim þurftu að halda. Þeir gerðu sama gagn og vatns- aflsdælan. Helgi starfaði að mörgu á þessum árum hér í sveit- inni og annars staðar. Um nokkurn tíma vann hann á járnsmíðaverkstæði hjá Jóhanni Hanssyni á Seyðisfirði. En hann fann að verkefnin biðu hans heima á æsku- stöðvunum. Sumarið 1922 setti hann upp rafstöð á Fagurhólsmýri fyrir foreldra sína og mág sinn. Þetta var fyrsta rafstöðin, sem sett var upp í Oræfum. Það var mikið mannvirki á þeim tíma. Hér fundu allir hvað þama var stigið stórt framfaraspor með þessari virkj- un, því birtan og hitinn frá rafstöðinni breyttu skamm- degiskulda og myrkri í skínandi vor í híbýlum fólks- ins á Fagurhólsmýri. Öræfingar vom svo lánsamir að víða eru þar allgóð skilyrði til virkjunar við læki, sem renna nálægt bæj- unum. Ýmsir menn hér fengu Helga til að setja upp raf- stöðvar á heimilum sínum. Hann hafði komið sér upp dálitlu járnsmíðaverkstæði við rafstöðina á Fagurhóls- mýri. Þar smíðaði hann túrbínurnar. Hann sá um inn- kaup á rafmagnsvélum og öðru efni til stöðvanna og setti þær upp. Helgi Arason við rennibekkinn. Heima er bezt 193

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.