Heima er bezt - 01.06.1963, Side 31

Heima er bezt - 01.06.1963, Side 31
EIRIKUR SIGURBERGSSON: SEXTÁNDI HLUTI: En Kjartan fannst hvergi, hvernig sem leitað var. Tóku þó margir þátt í leitinni, sent var bæ frá bæ og mönnum safnað. Töldu menn víst, að drengurinn væri þarna rétt hjá þeim stað, þar sem Nikulás fannst. Mátti heita, að hver hola væri rannsökuð þar í nágrenninu. Árangurslaust. Menn ræddu um málið fram og aftur, hlutlaust, rólega. Menn reyndu að finna skýringu. Að lokum féllust menn á það, að hann hefði að líkindum ráfað alllangt burt frá þessum stað. Eftir frásögu Lása að dæma leit helzt út fyrir, að Kjartan hafi ekki verið að þrotum kominn. Engu að síður var það ekki víst, að hann hafi farið ofan af hrauninu, með því að Nikul- ás taldi þá ekki hafa vitað, að þeir væru skammt frá brúninni. Það hafði verið sent út að Laugum og prófastshjón- unum gert aðvart. Séra Ingimundur ákvað að fara sjálf- ur út að Borgum. Hann kom þangað seint um kvöld. Þau héldu heim með honum, Bakkahjónin, í bítið mn morguninn, eftir svefnlausa nótt.. Og nú voru þau nýfarin frá Laugum. Þau riðu hlið við hlið, hann Rauð sínum, hún Stjarna. Hún minntist löngu liðins atburðar. Þá var tíundi sunnudagur í sumri, himinn heiður, sólskin, golan volg, allt komið í blóma. Þá höfðu þau riðið hlið við hlið eftir þessum götuslóð- um. En nú var jörðin bleik, þykkt loft, kuldagjóla .... Þau flýttu ferðinni sem mest þau máttu og töluðust lítið við, þangað til þau komu að hraunvikinu fyrir ofan Eldá, þar sem þau höfðu fundið lambakónginn hennar Kristínar afvelta upp við hraunbrún þennan áð- ur nefnda sunnudag. Kristín sá nú fyrir sér deyjandi lambið með tóma augnatóftina, sem hrafninn hafði kroppað augað úr. Það var eins og hún hefði verið stungin í hjartað. Hún rak upp veikt óp. „Hvað er að, Kristín mín?“ spurði Brynjólfur, „er þér illt?“ „Nei,“ sagði Kristín, „mér datt bara nokkuð í hug.“ „Hvað þá?“ „Æ, ég get ekki sagt það,“ sagði Kristín. Hún var farin að gráta. „Segðu mér það, Kristín mín.“ „Nei, ég get það ekki,“ svaraði hún og hélt áfram að gráta. Rétt á eftir komu þau heim. Allt heimilisfólkið var úti á hlaði, nema Lási litli. Hann hjúfraði sig niður í rúminu sínu, enda voru fæturnir enn í sárum. .Hann hlustaði óttasleginn á pabba og mömmu koma upp stig- ann. Þau ltomu rakleitt inn í hjónahúsið og kysstu hann. Hann þorði varla að líta upp; þó sá hann, að mamma var nú orðin allt önnur mamma. Hún sagði, eftir að hafa horft á hann nokkra stund: „Af hverju gaztu ekki farið ofurlítið lengra með hon- um Kjartani, eins og hann bað þig um?“ Lási litli kom engu orði upp. Brynjólfur sagði: „Elsku Kristín mín, vertu elcki að ávíta drenginn; hann hefði farið lengra, ef hann hefði haft krafta til. Og þá hefði hann kannske týnzt líka.“ Kristín svaraði þessu engu. Hún háttaði og lagðist upp í rúm. Hún var í rúminu næstu daga. Sorgin virtist ætla að yfirbuga hana. Hún sinnti lítt um bömin sín tvö, sem hjá henni voru. Lási var nú farinn að staulast á fætur; hún vildi helzt, að hann héldi sig í miðbaðstofunni. Hún vildi vera ein, í friði. Hún lá oft í móki á daginn. Aft- ur á móti varð Brynjólfur var við, að hún svaf lítið á_ nóttinni og fór þá jafnvel eitthvað á stjá. Og svo var það einn morguninn fyrir fótaferð, að, hún fór út og var óvenju lengi úti. Hún sat fáklædd' norður við á og starði upp í hraun. Aldrei hafði henni fundizt það eins svart og Ijótt og ógurlegt. Sólin var komin upp, það var heiðskírt en andkalt. Henni var orðið kalt, þó stóð hún ekki upp. Hún hélt áfram að stara upp í brunann. Hún starði upp í hraunvikið, þar sem hrafninn hafði verið að kmnka yfir lambinu henn- ar forðum. Hún starði með örvæntingu í augum. Stund- um hvörfluðu augun ofan í hylinn fyrir framan tærn- ar á henni. Henni datt svo margt í hug, ljótt, allt ljótt. Væri ekki réttast að renna sér ofan í dýpið? Hún sá mynd sína í því. Hún þekkti hana varla. Að sjá þessa konu, sem góndi á hana neðan úr djúpinu! Hún hafði ekki hirt um að líta í spegil undanfarna daga. Var hún Heima er bezt 219'

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.