Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1963, Qupperneq 2

Heima er bezt - 01.07.1963, Qupperneq 2
Þegar þetta er skrifað eru að gerast merkileg tíðindi og nýstárleg í samskiptum Islendinga og frænda þeirravest- an hafs. Hópar manna af íslenzkum ættum eru að koma vestan um haf, sumir í nokkurra vikna heimsókn, en aðrir til dvalar og starfa að íslenzkum framleiðslustörf- um. Og von er enn fleiri manna, þegar lengra líður á sumarið. Vér vonum, að þessar heimsóknir megi verða gestunum og oss öllum til gagns og gleði. Þessir atburðir eru merkilegt tákn tímans. Þeir sýna ljóslega, hversu fjarlægðirnar eru að hverfa úr sögunni, en þær sýna einnig, að sterk eru þau bönd, sem tengja fólk af þjóðstofni vorum saman, þótt heimshaf liggi á milli, og aldarlangur skilnaður. Brátt er liðin ein öld síðan aðalvesturflutningarnir hófust, og Islendingar námu land á sléttum Norður- Ameríku í Bandaríkjunum og Canada. Allan þann tíma hefur fólk af íslenzkum stofni háð þar vasklega baráttu fyrir lífinu, mörgum vegnað vel, sumum ágætlega, og allir komizt af. Og án tillits til starfs eða stéttar, hafa þeir getið sér góðan orðstír, sem landnemar og síðar þegnar hins nýja fósturlands síns, og það svo, að vafa- samt er, hvort nokkurt jafnfámennt þjóðarbrot, hefur tekið að sér jafnmörg forystustörf og látið að sér kveða í þjóðfélögunum þar vestra og íslendingar. Vér hittum þá hvarvetna: í hópi vísinda- og menntamanna, á sviði stjórnmálanna, og ekki sízt á hinum fjölþættu sviðum athafnalífsins í hinni miklu heimsálfu. Þegar vesturfarir hófust frá íslandi var dapurlegt um að litast hér heima. Illt árferði mergsaug þjóðina, og pólitískt ófrelsi drap niður framfaraviðleitni hennar sí og æ. Og nærri má segja, að vonleysi hefði þá um skeið heltekið fjölda manna. Og lítill vafi er á, að vestur- förin var oft eins konar örþrifaráð, til þess að bjarga því sem bjargað yrði, þótt hins vegar megi ganga að því vísu, að útþrá sú og óróleiki, sem íslendingum er í blóð borið, hafi einnig ráðið þar nokkru um. En gæfan var íslenzku þjóðinni hliðholl. I þjóðlífinu hefur gerzt bylt- ing frá áþján til frelsis, frá örbirgð til velmegunar. Á slíka gjörbyltingu hefðu fáir þorað að trúa kringum aldamótin síðustu. Það er ánægjulegt, þegar Vestur-ís- lendingarnir koma nú heim, að þeim skuli nú vera fagn- að af þjóð, sem að lífskjörum og framkvæmdum getur sezt á bekk með hvaða menningarþjóð heimsins sem er. Og þess væntum vér, að þeir Vestur-Islendingar, sem taka að stunda hér atvinnu megi finna, að hér eru líka verkefni að vinna. Islendingar í Vesturheimi hafa háð harða baráttu á tveimur sviðum. Annars vegar til að ryðja sér til rúms í hinu nýja þjóðfélagi, og skapa sér og sínum góðan orðstír og lífskjör. Slíkt krefst alls staðar baráttu, og þó ef til vill hvergi meir en í Ameríku. Þar sem dugur einstaklingsins einn ræður úrslitum. Og þá prófraun stóðust íslendingar með ágætum. En samtímis hafa Vestur-íslendingar einnig háð baráttu til að halda við sérkennum ættstofns síns og tengslum við menningu og land forfeðra sinna. Þótt þeir hafi lagt kapp á að skipa vel sæti sitt meðal hinna engilsaxnesku þjóða, hefur þeim fátt verið fjær skapi en að láta bræða sig upp í deiglu fjöldans. Margt mætti segja um þá baráttu, en ekkert sýnir betur árangur hennar en það, að enn skuli lifa íslenzk tunga vestur í heimi, og þar gefin út blöð og bækur á hinni gömlu feðratungu, og að Vestur-ís- lendingar sjálfir skuli halda uppi lcennslustól í íslenzku við háskólann í Winnipeg. Brottförin frá Islandi var lengstum bundin sársauka. Ótaldir eru þeir harmleikir mannlegs lífs, sem í sam- bandi við vesturfarirnar voru tengdar. Og mörg tár sorgar og saknaðar hafa verið felld þeirra vegna báð- um megin hafsins. En því meiri er nú fögnuður- inn yfir því, að nú skuli vera unnt, þótt ekki sé nema að nokkru leyti, að láta langþráðan óskadraum rætast, og frændur geta hittst og heilsast á íslenzkri grund. Margir þeirra, sem nú koma heim, hurfu héð- an í bernsku, en koma nú til æskustöðvanna sem gamlir menn. Aðrir eru ný kynslóð, sem lítur gamla landið í fyrsta sinn, en hefur skapað sér af því mynd eftir frá- sögnum frá feðrum og mæðrum eða öfum og ömmum, sem rætt hafa um það með söknuði og sárri þrá. Af þess- um sökum er óhjákvæmilegt, að þeim komi margt mið- ur kunnuglega fyrir sjónir. Landið er að vísu hið sama, tungan lítið breytt, en svo má kalla að flest mannaverk séu umbylt og breytt. Þar sem áður voru brunaholt og fúaflóar eru nú iðgræn tún, og í stað torfbæjanna eru komin reisuleg steinhús, og þar sem fyrr voru fátæk- legar verstöðvar eru risnir blómlegir bæir. En það er ekki nóg að fagna hinum góðu gestum með íslenzkri gestrisni. Vér þurfum að halda áfram að treysta þau bönd, sem slík heimsókn getur knýtt. Eitt af mörgum í þeim efnum er það átak, sem hafið er með 226 Heima. er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.