Heima er bezt - 01.07.1963, Síða 8
ekra með kartöflum 1928
Ein
1 dag 2000 ekrur
r
Rauðárdalnum í Norður-Dakóta, þar sem fyrsta
flokks ræktun og uppskera er aðaltekjustofn þessa
héraðs, er m. a. starfandi hámarks vélvæddur, af-
burða velrekinn og arðvænlegur kartöfluræktar-iðn-
aður Hall-feðga.
Hér í Edinborgar-hverfi í Walsh-héraði vinna fimm
bræður að því starfi föður síns, sem hann hóf á önd-
verðum þriðja tug aldarinnar.
Árið 1928 hófu fimm synir J. G. Hall: Bill, Bamey,
Ed, Joe og Johnny,* starf sitt og beittu allri sérþekk-
ingu sinni og kartöflu-kunnáttu á einni ekru lands, sem
þeir fengu sér útmælda. (Ekra er allt að því hálfur hekt-
ari.) Fullum 30 árum síðar, 1959, hafði starfssvið Hall-
feðga aukizt upp í 2000 ekrar, og nam sala þeirra á úr-
vals-kartöflum allt að 400.000 bushels (eða um 800.000
skeppum).
Hall-feðgar reka alla kartöflurækt sína með fjór-raða
vinnslutækjum. Að uppskerunni beita þeir átta tví-raða
uppskeru-plógum, 24 dráttar- og flutningabílum, færi-
böndum og lyftum. Og vinnulið þeirra eru 62 verka-
menn.
Ábyrgð, umsjón og stjórn þessa víðtæka starfs er
skipt milli bræðranna fimm. Vilhjálmur og Jón standa
fyrir birgðakaupum og sölu, ráðningu starfsmanna og
launagreiðslu.
Þessar ágætu úrvals-kartöflur feðganna eru flokkaðar
og settar í umbúðir í tveimur fjölyrkjustöðvum, sem
þeir feðgar eiga í Edinborg og Hopple N. D. Eru kart-
öflurnar settar í 100, 50, 25, 10 og 5 punda poka.
* Þ. e. Vilhjálmur, Bjarni, Eðvarð, Jóel og Jón.
Á þremur áratugum hafa Halls-feðgar tröllaukið kart-
öflurækt sína og gert hana að einu allra mesta ræktunar-
og fjölyrkju-fyrirtæki fylkisins Norður-Dakóta.
Síðan eru vörubirgðirnar merktar umboðsmönnun-
um og sendar á sölustaði með vörubílum og jámbraut-
um. Meginhluti kartöflu-birgðanna er Rauðár-Rauður,
sem er mjög verðmæt tegund og bragðgóð, bæði soðin
og glóðbökuð.
Bræðumir Jósef og Bjarni gera allar áætlanir um
byggingu og skipulagningu geymsluhúsanna (skemm-
anna) og annarra bæjarhúsa. Endurbyggingar eru gerð-
ar eftir þörfum til að fylgjast með framförum á þess-
um vettvangi.
Stærsta kartöflu-skemma þeirra feðga rúmar 120.000
bushel. Er þetta ef til vill stærsta kartöflu-skemma í
einkaeign í heimi. Alls rúma skemmur þeirra um 500.000
bushels.
Allar eru skemmurnar í nánd við þvotta- eða fjöl-
yrkju-stöðina, svo að kartöflunum er fleytt eftir straum-
rennum beint í þvottakerfið.
Eðvarð ber ábyrgð á vinnustofunum (verkstæðum),
sem eru mikilvægur hluti fyrirtækis, þar sem vélvæð-
ing er hvívetna á svo háu stigi.
Mestallt land þeirra Hall-feðga undir kartöflurækt
hafa þeir tekið á leigu fyrir 15 dali ekruna að meðal-
tali, í fimm áföngum (leigan endumýjuð á 5 ára fresti).
Einnig rækta þeir talsvert af korni, svo sem hveiti og
bygg.
Vafalaust eru Hall-feðgamir brautryðjendur og for-
ystumenn í kartöflurækt og iðnaði, og nafn fyrirtækis
þeirra, Champion (Brautryðjandi) á því vel við.
(American Vegetable Grower, ágúst 1960.)
Hinir 20 dráttarbilar (vörubilar), sem aðallega eru notaðir til að flytja karötflurnar af ökrunum.
232 Heima er bezt