Heima er bezt - 01.07.1963, Side 11
vor og haust. Og þá er hún einstæð, öldruð og þreytt
hafði lokið ferð sinni í kaldrænum efnisheimi, buðust
margir til þess — minnugir góðra kynna — að hafa fram-
kvæmd um útför hennar að sóknarkirkjunni að Ufs-
um, þar sem náfjölum og látnu líki var búin gröf.
KVONFANG OG NOKKRIR
DVALARSTAÐIR.
Árið 1901, þann 10. september, kvæntist Jóhann Jóns-
son og gekk að eiga Önnu Pálsdóttur frá Atlastöðum
Bjömssonar fyrrv. bónda þar, Sigurðssonar frá Þverá
í Skíðadal Sigurðssonar bónda á Þverá Hallgrímssonar
bónda sama stað Jónssonar. Móðir Önnu Pálsdóttur var
Kristín Gísladóttir bónda á Auðnum Gíslasonar bónda
á Göngustöðum Jónssonar bónda sama stað Péturs-
sonar kirkjusmiðs að Hólum í Hjaltadal. Páll Björns-
son kvæntist síðar Guðrúnu Magnúsdóttur. Synir
þeirra vom þeir Magnús Pálsson lengi bóndi að Gmnd
í Svarfaðardal, síðar búsettur á Siglufirði (d. á Siglu-
firði 1962). Hann átti Þóranni Sigurðardóttur sldp-
stjóra, síðast bónda að Grund. Annar sonur Páls og
Guðrúnar er Björn Pálsson, ókvæntur, hefur lengi dval-
ið á Siglufirði og nú, þegar hér er komið, meira en átt-
ræður að aldri. Kristín Gísladóttir giftist ekki, en síðar
átti hún son með Jóhanni Árnasyni iir Þingeyjarsýslu.
Sonur þeirra Jóhanns og Kristínar er Ingólfur Jóhanns-
son, er nú, þegar þetta er ritað, dvelur hjá dóttur sinni
og tengdasyni að Brúnagerði í Fnjóskadal. Kristín Gísla-
dóttir móðir Önnu Pálsdóttur og Ingólfs Jóhannssonar
var vel verki farin, góðviljuð, greind að náttúru, um
flest hin mætasta kona. Anna Pálsdóttir var frá barn-
æsku alin upp og í fóstri þeirra hjóna, Önnu Sigríðar
Björnsdóttur og Árna Runólfssonar, er lengst og síð-
ast bjuggu að Atlastöðum í Svarfaðardal. Anna Páls-
dóttir gerðist snemma þroskavænlegur unglingur, var
bróðurdóttir Önnu Sigríðar húsfreyju og þeim hjón-
um báðum harla kær, svo og uppeldissystkinunum þar
á Atlastöðum og börnum þeirra hjóna. Önnu Pálsdótt-
ur gekk ágætlega allt sitt æskunám og bæði til munns
og handa. Góðlynd hversdagslega, geðfelld öllum í
skapi og mátti segja hugljúfi hvers manns. Hinn vöxtu-
legasti kvenmaður, þrekmikil, og afkastaraun hennar
langt yfir meðallag. Heilsugóð öU uppvaxtarárin, svo
að segja mátti, að aldrei yrði henni misdægurt. Anna
átti skammt til tvítugs, þá er hún yfirgaf fósturgarðinn
að Atlastöðum. Fór þá að Hreiðarsstöðum, en þar var
þá Jóhann Jónsson vinnumaður, og hófust þar kunn-
leikar þeirra og ástafar. Svo bar við, þegar Ánna Páls-
dóttir ól annað bam sitt (Önnu Stefaníu) í marzmán-
uði 1905, að þá veiktist hún af bamsfararsótt. Er stutt
frá að segja, að rúmlæg var hún í 19 vilcur og svo vilt-
um skipti svo sem milli heims og helju. Sigurjón Jóns-
son læknir, þá á Grenivík — síðar og fyrsti læknirinn
í Svarfdælalæknishéraði — var læknir Önnu í þessari
heljarglímu, samvizkusamur jafnan og skyldurækinn
með yfirburðum — lét svo ummælt síðar, að meðfædd
hreysti konunnar og góð meðferð á yngri árum hefði
Jóhann Jónsson.
sigrað í baráttunni við illræmdan háskavald. En brátt
sást á, að loknu og langvinnu sjúkdómsstríði, að Önnu
Pálsdóttur var brugðið. Heilsa hennar og þrek hafði
lamazt. Og minjar illhrifanna bar hún til æviloka.
Þau hjónin Jóhann og Anna voru bæði alin upp í
sveit og við sveitabúskap og vönust framleiðslustörfum
þeim, er þar til heyra. Og þá er þau gengu að eigast,
helzt hugsað sér að fá jörð til ábúðar, helzt í Svarfaðar-
dal, ef þess væri nokkur kostur. En langt fram yfir síð-
ustu aldamót vora flest býli sveitarinnar byggð og enn
þröngt setið. Þau urðu því að gera sér að góðu hús-
mennsku, að vísu hjá góðu fólki, sem alloft bjó við
þröngan og ófullkominn húsakost, landþrengsli og mjög
takmarkaðar slægjur og þess vegna litlu eða engu hægt
að miðla húsmennskufólki. Húsmennska við slík skil-
yrði var ætíð mjög óbjargvænlegur atvinnuvegur.
Reyndar enginn atvinnuvegur fjölskyldufólki, enda
stóð fjarri öllum vonum um batnandi hag. Öryggisleys-
ið, í hvaða átt sem litið er, og sífelld lífsnauðsyn að
vera öðram háður, hefur löngum verið fjandsamlegt
mannlegu eðli og eins fyrir því, þó í kristnu landi sé.
Og þau Jóhann og Anna urðu að gera sér að góðu
húsmennskuna, fyrst að Hofi, þá að Hrafnsstöðum, því-
næst að Hamarkoti og síðast um nokkur ár að Garða-
koti, grasbýli í Vallalandi. Árið 1915 fluttu þau frá
Garðakoti til Akureyrar, borin von um bjargræðis-
möguleika í Svarfaðardal, sveitinni sem þeim var þó
allra sveita kærast á íslandi.
HVAÐ SVO?
Óráðinn og atvinnulaus kom Jóhann til Akureyrar
með konu sína heilsutæpa og tvö börn. Húsnæðið var
leiguíbúð í kjallara. Fljótlega fékk hann atvinnu við
Heima er bezt 235