Heima er bezt - 01.07.1963, Blaðsíða 16
ÚLFUR RAGNARSSON:
Abskiljanlegir partar úr einni romsu
(TIL SÉRA SIGURÐAR í HOLTI
SNEMMA Á ÁRINU 1961)
Komið þér sælir, minn séra!
Sárfátt mun tíðinda vera
af mannfólki „milli Sanda“.
Mannheilt er þar að vanda.
Leiðindi lýðum helzt granda
loðmolla óheilags anda.
English þarf aldrei að spíka
Orðinu sjaldan að flíka
þessu, sem prestarnir pranga.
Pestir framhjá oss ganga.
Ég heyrði þó karlæga kvennsu
kvaka um inflúenzu
„þarnana í Þokuvík“
— þjóðlandsins kórónuflík.
Þar púlserar pólitík
og pössunarsemi rík
að grunda ei grundvallarmál
Guð eða mannlega sál.
Varla ég gjöri víðreist á næstu
veraldarbönd halda skapi æstu.
Reisur hefur sá fáar í frammi
sem firrtur er gúmbarðagammi.
Um langsímu fregn nam þó fljóta
nú fari að bregða til bóta
með lausn minna latgengu fóta
Land-Rovergæðingnum skjóta.
En heldur lízt mér þó ljótor
sá langþolni diesel-rótor.
Liðlegri miklu en mótor
er meyjar vel skapur fótor.
En mikið er veröldin merk
þessi mannheimsins rúllandi bolti.
Og gott er að vita svo gáfaðan klerk
guðrækja bæinn í Holti.
í hjarta mér geymast hans gustukarverk
þótt glamri mér málbein í skolti.
— Sín ítök á einnig þín kvinna
í innbúi hugsala minna
svo lengi sem lofþráðinn spinna
Ijóðsnældur góðvinakynna.
Upphaf míns Ijóðs var þó lítið
og líklega dálítið skrítið.
Upp rekinn eldsnemma á lappir
ég óðara flæktist í pappir.
Snepla er nauðsyn að nýta.
Niður má rímleysur kríta
mergníð um Moskóvíta
málandi west-bófa hvíta
elskandi þarfleysuþruglið
þrástag og dagblaðarughð.
Já, seint þrýtur vatn á þá voða túrbínu
er víxlstrauma drífur frá rafurmaskínu
á huga míns háspennulínu
með hoppkátri reimskífu-pínu.
Forláts ég aldregi bið
forkólfalið
á framhleypni minni.
Húslestra vantar á heimilið.
Því húsbóndaverki ég sinni.
Héraðskjáninn á Klaustri
kveður skútuna leka
og stendur í stífasta austri
— gleymirin á gúmmífleka
og gallharðan assúrans
einmitt þann sjúra sjans
að láta þá borga vorn brúsa
Kennedý, vin vorn, og Krúsa.
Væri það kannski vansi
að vaða í gulli og glansi?
Hvern sosum ætli það geti glatt
þó glæpist eitt flón á að segja satt
og glopri því út um borg og bý
sem betur er þagað gröfina í?
240 Heima er bezt