Heima er bezt - 01.07.1963, Síða 18

Heima er bezt - 01.07.1963, Síða 18
JON Þ. BUCH: ATHUGASEMD I síðustu blöðum „Heima er bezt“ er greinabálkur eftir Jón í Yztafelli er hann nefnir Frá Norðurhjara. Þættir þessir eru hinir læsilegustu einkum sá hluti þeirra, sem er jarða- og landsháttalýsingar. Abúendanna er hins vegar of lauslega getið. Hefði það ekki lengt ritgerð þessa mikið, þó síðustu ábúenda jarðanna hefði allra verið getið með fullu nafni, fæðingardegi og ári, svo og eiginkvenna þeirra og niðja, en aukið gildi hennar mjög mikið. Orsaka þess að höf. greinarinnar lætur þetta undir höfuð leggjast er sennilega að leita í því, hversu aðstaða þeirra fáu manna, er grufla í þingeysk fræði hefur verið hörmuleg, að því leyti að ná til heim- ildargagna, svo sem kirkjubóka o. fl. Vonandi dregst það nú ekki lengi úr þessu, að Skjalasafn Þingeyinga á Húsavík verði opnað til almennra afnota. Hefur það nú þegar dregizt einum um of, en mér er það kunnugt, að þar er mikinn fróðleik að finna. Um þetta skulu þó ekki höfð fleiri orð, en vikið að því, sem er ástæðan fyrir því að ég greip mér penna í hönd, en það er klausa í febrúar-heftinu, bls. 53. Þar eru orðrétt svohljóðandi setningar: „Síra Jón Reykja- lín kom að Þönglabakka 1863 og sat þar til 1888. Hann var ættaður frá Reykjahlíð við Mývatn, af ætt Jóns Einarssonar, er þar bjó lengi á 18. öld og var forfaðir fjölda Þingeyinga; frá honum er meðal annars Grön- dalsætt.“ Tæplega er hægt að taka svo til orða, að síra Jón á Þönglabakka væri ættaður frá Reykjahlíð, þó einn af forfeðrum hans væri þar bóndi. Geta menn orðið „ætt- aðir“ frá æðimörgum stöðum með því móti. Skal hér gerð lítils háttar grein fyrir ætt síra Jóns. Faðir hans var síra Jón Reykjalín á Ríp og víðar, en kona hans og móðir síra Jóns á Þönglabakka var Sigríður Snorra- dóttir prests í Hofsstaðaþingum Bjarnasonar. Faðir síra Jóns á Ríp var síra Jón er víða var prestur, síðast á Breiðabólsstað í Vestur-Hópi, Þorvarðarson bónda og smiðs á Sandi í Aðaldal Þórðarsonar. (Sjá nánar um ætt og afkomendur Þorvarðar í Stíganda 1945, bls. 222.) Kona síra Jóns Þorvarðarsonar var Helga (f. 1761, d. 11. júlí 1846) Jónsdóttir bónda Einarssonar í Reykja- hlíð. Móðir- Helgu var f. k. Jóns, Björg Jónsdóttir prests Halldórssonar á Völlum í Svarfaðardal, er átti kyn sitt að telja til Hrólfs sterka og Torfa í Klofa. Björg var hin merkasta kona og mikil ættmóðir. í gam- alli ættarskrá, sem runnin mun frá Jakob Hálfdánar- syni segir, að þau Jón og Björg hafi eignazt 16 böm og 13 náð sjötugsaldri. Ekki hef ég getað fengið það staðfest, en víst er um, að afkomendur þeirra eru nú orðnir æði margir. Með seinni konu sinni Sigríði Jóns- dóttur ríka Jónssonar, mun Jón hins vegar hafa átt fá börn. Afkomendur þeirra munu þó einnig orðnir marg- ir. Það er því síður en svo, að Jón í Yztafelli geri of mikið úr fjölda afkomenda Jóns Einarssonar, nema að því leyti er varðar Gröndalsætt. Sú ættfærsla er mér með öllu óskiljanleg, og verð ég að biðja um betri rök fvrir þeirri fullyrðingu, áður en ég tek hana fyrir góða og gilda vöru. Benedikt skáld og háyfirdómari (f. 13. nóv. 1762, d. 30. júlí 1825) mun fyrstur manna hafa borið Gröndals- nafn. Hann er sonur Jóns prests í Vogum og konu hans Helgu Tómasdóttur frá Osi í Hörgárdal, Tómassonar. Foreldrar síra Jóns voru síra Þórarinn í Nesi Jónssonar prests Guðmundssonar í Stærra-Árskógi, og kona hans, Ragnhildur Illugadóttir prests í Grímsey Jónssonar. Er hér ekki sjáanlega um neinn náinn skyldleika að ræða, hvað þá bein tengsl, milli hinna stóru fjölskylduhópa, er ólust upp á sama tíma og í sömu sveit. Einu tengslin sem vitað er um milli þessa fólks, eru þau, að Björg Jónsdóttir var ung og ógefin á vist hjá síra Jóni, og varð þá þunguð og átti prestur þar sök á, en gifti síð- an þannig á sig komna, Jóni Einarssyni í Reykjahlíð. Mun hún þá hafa átt fárra kosta völ er svo var komið, fátæk, viðkvæm í lund og vinafá, langt frá heimahög- um, og skal ekki frekar um það rætt hér, en það er saga út af fyrir sig. Að síðustu vil ég biðja þá er vita betur um upptuna Gröndalsættar að leiðrétta, ef ég hef farið hér skakkt með eitthvað, því ætíð er skylt að hafa heldur það sem sannara reynist. 242 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.