Heima er bezt - 01.07.1963, Side 19
A smalaþúfunni
„Hann var alltaf að smala
frá því að hann gat skriðið,
smala kvöld og morgna,
smala á daginn, og á nóttunni líka,
þegar kindurnar tolldu hvergi,
nema við sjóinn.“
Helgi Hjörvar. — Smalaskórnir.
Þannig lýsir Helgi Hjörvar, í upphafi sögunnar
Smalaskórmr, kjörum smaladrengsins um síðustu alda-
mót. — Nú eru svo margir áratugir liðnir, síðan ég hef
verið á smalaþúfimni, sem svo var nefnt í gamla daga,
að ég veit ekki, hvort þessi beiskyrta lýsing á við kjör
nútíma smaladrengs, en hún er vissulega rökrétt og lif-
andi lýsing á kjörum smalans um síðustu aldamót.----------
En þessi hvassyrta, skáldlega lýsing á starfi smala
aldamótanna, er ekki nema ein hliðin á aðbúð og kjör-
um smalans. Smalastarfinu þá og ætíð fylgja margar
ánægju- og gleðistundir. Ogleymanlegir eru margir
vordagar, þegar kvöldblíðan lognværa kyssir hvern
reit, og lagðprúðar ær með léttstíg lömb dreifa sér um
hlíðar og daladrög, en fjörhá folöld fara á þeysispretti
um rennsléttar grundir og melabörð. Þau kvöld gleym-
ir smalinn vosbúð og forblautum mýrum. Áhyggjurn-
ar rjúka út í veður og vind, fegurð vorsins hrífur hug-
ann og smalanum finnst sem hamingjan búi í hverju
hans fótspori.
í þessum þætti langar mig til að bregða upp nokkr-
um skyndimyndum úr minni smalaævi og smalareynslu.
En sum atvik frá mínum smaladögum eru mér eins
ljóslifandi í minni og þeir atburðir, sem eru að gerast
nú daglega. En áður en ég vík að því efni, vil ég bera
lauslega saman aðbúð og kjör smalanna um og eftir síð-
ustu aldamót og nú á yfirstandandi áratug.
Urn aldamótin þekktist ekki gúmmí-skófatnaður.
Allir unglingar og fullorðnir gengu á íslenzkum skóm,
annað hvort úr sauðskinni, selskinni eða leðri. Oftast
voru smalarnir á leðurskóm. Stundum voru leðurskórn-
ir slyddublautir, en í þurrviðrum voru þeir glerharðir.
í frosthörkum hertu þeir mjög að fætinum og þurfti
helzt að vera í tvennum þykkum sokkum í frosti, ef
vel átti að fara. Enginn smali átti þá upphá stígvél, en
nú eiga allir í það minnsta hnéhá gúmmí-stígvél. Þeg-
ar leið smalans lá um mýrar og forblauta flóa, var
reynt að láta þá klæðast skinnsokkum, sem náðu upp
undir hné, en erfitt var að fá þá vel vatnshelda. Marg-
ur drengur gladdist þó yfir nýjum skinnsokkum, eins
og þeir væru skrautflíloir. í forblautum mýrum var þó
mikill munur að vera í skinnsokkum, heldur en vera
allan dagiim fenblautur, svo að vatnið bullaði upp úr
skónum.
Sunnan fjalls á Snæfellsnesi, þar sem við Helgi Hjörv-
ar erum uppaldir, eru víða mýrar og blautir flóar, enda
lætur Helgi Hjörvar aðalsöguhetjuna í Smalaskónum
vera þreyttan á að ösla forblautar mýrarnar og fyrir-
verða sig fyrir fótabúnaðinn, er hann kemur heim að
Starhólmum og sér þar kaupmannssoninn á gljáburst-
uðum leður-stígvélum. — Góð verjuföt þekktust varla
á unglingum um og eftir síðustu aldamót, en nú á hver
unglingur bæði skjólfh'kur gegn kulda og regnkápur.
Ég tel því víst, að kjör smalans nú séu miklu betri en