Heima er bezt - 01.07.1963, Qupperneq 24
Skáldsaga eftir Magneu frá Kleifum
HOLD OG HJARTA
ÁTTUNDI HLUTI:
Rúmið var svo breitt, að það var miklu meira en nóg
pláss fyrir hann ofan við mig. Hann gat haft mína sæng.
Okkur Birni nægði ein. Ó, hve það var yndislegt að
búa um þennan litla sæta anga, bara ég ætti hann!
Björn kom með volgan pelann, um leið og hann kom
upp. Sá litli sneri sér til veggjar, greip pelann tveim
höndum og bjóst til að fara að sofa, en við og við sleppti
hann túttunni og starði stórum augum á stórrósótt
gluggatjöldin.
„Ég vil eignast bam sjálf!“ tilkynnti ég Bimi kveld-
ið eftir. Dagurinn hafði verið eitt óslitið ævintýri.
Dengsi litli var ekkert nema þægðin, síbrosandi svo
skein í tvær mjallhvítar tennur í hvomm góm.
„Ekki strax,“ svaraði Bjöm dræmt. „Enn ertu of ung.
Þú veizt ekki, hve bindandi er að eiga barn.“
Við jöguðumst um þetta stundarkom, en hann var
ósveigjanlegur.
„Sérðu eftir að hafa kvænzt mér?“ spurði ég gröm,
„fyrst þú vilt ekki einu sinni eignast afkvæmi með mér! “
„Það er ekki það. Seinna eignumst við börn, ef við
búum saman. Enn get ég varla trúað því, að þú viljir
búa með mér ævina á enda. Ég skil vel, að stúlka með
þitt skap og þitt uppeldi á ekki gott með að sætta sig
við að vera sífellt númer tvö!“
Rödd hans var svo þreytuleg, að ég roðnaði við til-
hugsunina um, hve oft ég var önug og ill við hann, þeg-
ar hann kom seint heim, eða þurfti að fara fyrirvara-
laust út, ef til vill einmitt þegar kveldið virtist ætla að
verða svo indælt. Þetta voru hlutir, sem hann réð ekki
við.
Vildi ég að hann vanrækti starf sitt mín vegna? Nei,
til þess var ég of hreykin, þegar ég heyrði fólk hæla
honum og dást að störfum hans. Þá fylltist ég metnaði
og talaði smndum, eins og ég ætti ekki svo lítinn þátt í
heppni hans og hamingju, — ég sem gerði lítið annað
en nöldra og nudda yfir því, hve lítinn tíma hann hefði
afgangs fyrir mig. En myndi ekki einmitt lítið bam
bæta úr einmanaleik og leiðindum mínum?
Ótti Björns um að ég færi frá honum, var fáránlegur.
Hvert ætti ég að fara, hvernig gæti ég lifað án hans.
Pétur litli varð strax eins og ljúfur sólargeisli á heim-
ilinu. Meir að segja Páll gat ekki stillt sig um að koma
inn til hans og tala við hann tæpitungu, og eftir fáeina
daga var hann búinn að kenna honum að kalla sig afa.
Ég hljóp strax niður í búð og keypti gam, alls kon-
ar gam, gróft og fínt, ótal liti. Nú skyldi litli karl svei
mér verða fínn! Svo fékk ég mér nokkur prjónablöð
og settist niður með prjóna mína.
Pémr fékk strax áhuga á hnyklinum og skreið um
allt eftir honum. Verst var þegar hann beit í hann og
sleit sundur bandið.
„Sussu, sussu!“ sagði Anna. Þetta sagði hún að væri
ekkert uppeldi. Strákurinn bleytti og sliti garnið, og
hvemig væri svo prjónaskapurinn?
Hún athugaði nú vandlega, það sem ég var búin með.
Svo hló hún og dró prjóninn úr og rakti það lítið, sem
ég var búin með, upp aftur. Svo fitjaði hún upp og
byrjaði fyrir mig. Það var auðséð, að hún hafði haldið
á prjónum fyrr.
Ég vildi samt ekki gera henni til geðs að gefast upp,
því ég fann að hana dauðlangaði til að prjóna úr þessu
fína garni sjálf. Svo lofaði ég henni að sjá allt það, sem
ég hafði keypt, og gaf henni nokkrar hespur í peysu
á Dengsa.
Hrærð yfir gjafmildi minni fór hún fram að leita sér
að prjónum, því strax átti að fitja upp. Sá litli átti ekki
að þurfa að fara fatalaus heim aftur.
Bjöm hældi mér fyrir dugnaðinn og sagði íbygginn,
að seinna meir kæmi mér æfingin í góðar þarfir.
Eftir mánuð var ég búin að gera strákinn svo óþæg-
an, að hann var alveg óþekkjanlegur, keipaði og rellaði,
fengi hann ekki allt, sem hann vildi. Og reyndi ég að
248 Heima er bezt