Heima er bezt - 01.07.1963, Page 32
vísaði prestinum inn. Á leiðinni inn göngin mættu þeir
Jórunni. Hún gekk til séra Hálfdans og rétti honum
hendina.
„Komið þér sælir, séra Hálfdan,“ sagði hún, og í
augnaráði hennar var bæði spum og ótti.
Séra Hálfdan tók hönd hennar í báðar sínar og horfði
í augu hennar. Það lýsti föðurleg blíða úr svipnum.
Hann vissi að nú, er hann flytti Jóranni tíðindin myndi
þetta lífsglaða barn, sem aldrei hafði mætt mótvindi á
ævinni fyrr, hljóta sár er seint greri að fullu, — hvemig
myndi hún standast þessa raun?
Þannig stóðu þau dálitla stund. Þá sleppti prestur
hönd hennar og gekk áfram inn göngin. Hann opnaði
dymar að svefnherbergi hjónanna og gekk inn.
Jórunn og Erlendur komu á eftir. Erlendur lokaði;
séra Hálfdan tók stól, settist og hallaði sér fram á borð-
ið. Hann leit á þau feðginin til skiptis; síðan sagði hann:
„Kallaðu á móður þína, Jórunn.“
Jórann gekk út, og eftir andartak komu þær mæðg-
umar inn.
Séra Hálfdan ræskti sig. Það var eins og hann gæti
ekki hafið máls á því sem hann nú þurfti að segja.
„Er Agnar dáinn eða slasaður?“ spurði Jórunn.
Hún gekk til séra Hálfdans, studdi hendinni á öxl
hans, horfði á hann, og augu hennar voru myrk af
skelfingu.
„Nei, kæra bamið mitt. Agnar er hvorki dáinn eða
slasaður — hann er farinn.“
„Farinn?“ endurtóku þau öll þrjú.
„Já, farinn — hann fór með skipinu í morgun til
Hafnar.“
Það varð dauðaþögn, þegar séra Hálfdan hafði sagt
þessi tíðindi.
Jómnn stóð litla stund eins og steingervingur. Allt
í einu riðaði hún við og virtist að því komin að hníga
niður. Faðir hennar flýtti sér til hennar og rétti henni
stól. Hún hneig niður á stólinn, spennti greipar og hall-
aði sér fram á borðið og stundi eins og sært dýr. Hún
grét ekki, en úr augum hennar skein ósegjanleg sorg.
„Hver sagði þér þessi tíðindi, séra Hálfdan?“ spurði
Halldóra.
„Kristján kaupmaður gerði mér orð að finna sig um
hádegisbilið í dag. Erindið var að biðja mig að tilkynna
ykkur þetta. Ég átti erfitt með það, en ég hélt að þið
mynduð ekki frekar kjósa að einhver annar segði ykk-
ur þessar hörmulegu fréttir.“
„Ert þú að koma frá Kristjáni fyrst nú?“ spurði Er-
lendur.
„Nei. Hingað kem ég beint frá altarinu í Borgar-
kirkju. Ég hafði ekld kjark til að fara hingað umsvifa-
laust, þó að ég vissi að það væri skylda mín, bæði sem
prestsins ykkar og heimilisvinar. Ég leitaði því þangað,
og þar hef ég kropið og beðið Guð um styrk handa
mér og ykkur hjónum, en fyrst og fremst bað ég fyrir
þér, Jórunn mín, — bað Guð almáttugan að hjálpa þér
og styðja á þessari hryggilegu smnd, er höll drauma
þinna hrynur í rúst.“
„Þakka yður fyrir, séra Hálfdan.“ Rödd Jórunnar
var lág, nærri því hvíslandi. Hún reis á fætur og gekk
út að glugganum; hún studdi höndunum í gluggakist-
una, barmur hennar reis og hneig ört, það fóru skjálfta-
kippir um allan líkama hennar, og við og við heyrðist
niðurbælt gráthljóð. Þannig stóð hún góða stund.
Allt í einu sneri hún sér við. Þau litu á hana öll þrjú.
Þeim hnykkti við. Hún var náföl og augnaráðið kalt
og fjarrænt. Hún líktist mest fallegri h'fvana marmara-
mynd. Hún gekk til foreldra sinna, staðnæmdist frammi
fyrir þeim og sagði með óeðlilega hárri rödd:
„Verið ekld hrædd um mig. Agnar Olafsson er ekki
þess virði að syrgja harm.“
Síðan gekk hún út úr herberginu hnarreist en köld
eins og lifandi líkneski.
Þegar dyrnar lokuðust á eftir Jórunni brast Hall-
dóra í grát.
„Guð minn góður! Hví leggur þú þetta á vesalings
barnið mitt,“ smndi hún upp.
Erlendur krepptt hnefana svo að hnúarnir hvítnuðu.
„Agnar Ólafsson nýtur þess nú, að ég næ ekki til
hans; annars yrði Jórunn mín síðasta fómarlambið
hans,“ sagði hann.
Séra Hálfdan leit á hann; friður og mildi lýsti úr
augum hans.
„Mín er hefndin, segir Drottinn. Hafðu það hugfast,
vinur minn.“
„Já, séra Hálfdan, en stundum finnst manni Forsjón-
in vera dálítið svifasein að rétta hlut þeirra, sem hart
em leiknir.“
Að svo mæltu gekk Erlendur út úr herberginu, stað-
næmdist á miðjum ganginum, leit yfir gestahópinn og
sagði hátt og snjallt:
„Vinir mínir! Ég bið ykkur að fyrirgefa að ég hef
gabbað ykkur hingað. Það verður ekkert brúðkaup hér
á Heiði í dag.“
Gestimir risu úr sætum sínum, gengu til Erlendar
einn eftir annan og þrýsm hönd hans. Enginn spurði
neins. Allir fundu að skuggi mikilla örlaga hafði lagzt
yfir Heiði.
Það var undir kvöldið að Jómnn kom út úr herbergi
sínu. Hún var ennþá í brúðarkjólnum sínum og hafði
lagt kápu yfir herðar sér. Hún gekk til dyra.
Móðir hennar fór í veg fyrir hana.
„Hvert ætlar þú, barnið mitt?“
„Ég ætla út í hvamminn til Gáska og sitja þar svo-
litla stund, móðir mín.“
„Vilt þú ekki bíða ttl morguns, Jórunn mín. Það er
orðið skuggsýnt, og svo ættir þú að fara úr hvíta kjóln-
um þínum. Hann getur óhreinkast, góða mín.“
„Mér er gatan lcunn, mamma, og þessi kjóll hefur
þegar verið ataður verri aur en komið getur á hann hér
úr tröðunum á Heiði.“
Að svo mæltu gekk hún út. Foreldrar hennar horfðu
256 Heima er bezt