Heima er bezt - 01.09.1963, Page 8
jafnvel hættulegt. Eitt skiptið er mér þó öðrum fremur
minnisstætt. Þá bættist í fvlgd með okkur presti 14 ára
gamall stráklingur, sem var að fara yfir í Loðmundar-
fjörð. Ég var með broddstaf, og kom hann mér að
góðu haldi, þegar við komum að heiðarbrúninni, þar
sem brattast var uppgöngu, því þar var harðfenntur
skafl í brekkunni og engin leið að komast upp nema
með því að höggva spor í freðann. Það gerði ég með
broddstafnum. Strákur fylgdi fast í spor mín, en prest-
ur hinkraði við fyrir neðan og beið átekta. Þegar ég
var kominn langleiðina upp undir brún og strákur á
eftir mér, varð honum allt í einu fótaskortur, en greip
í mig um leið, sem varð svo til þess að við runnum báð-
ir með flughraða niður brekkuna og í áttina að hyl-
djúpu gljúfri skammt neðar. Er ekki annað sýnna en
okkur hefði verið bani búinn, ef prestur hefði ekki
staðið viðbúinn fyrir neðan, og það voru örugg hand-
tök og snögg, þegar hann kippti í okkur og stöðvaði
ferðina.
Ekki held ég séra Bimi hefði getizt vel að skemmt-
anahaldi því og frídögum öllum, sem þjóðin veitir sér
nú. Þetta sumar var haldin mikil þjóðhátíð á Seyðis-
firði. Fjölmennti fólk þangað mjög bæði ofan af Elér-
aði og úr Fjörðum. Við fórum mörg frá Dvergasteini.
Um nóttina, þegar við erum að róa út fjörðinn í logn-
kyrm næturhúminu, verður gamla manninum að orði:
„Þeir erú dýrir þessir dagar, þar fara mörg dagsverk
fyrir lítið.“
Á fyrstu prestskaparárum séra Björns höfðu orðið
talsverðar væringar og málaferli milli hans og sumra
sóknarbarnanna, en þegar hér var komið var slíkt að
mestu hjaðnað. Aldrei heyrðist á séra Birni að hann
álasaði sínum mótstöðumönnum, og tók lítt undir þó
einhver sýndist vilja halda við þeim glæðum. Eitt sinn,
þegar við vorum að halda heim frá Loðmundarfirði,
slóst í för með okkur ungur Loðmfirðingur. Hann var
sífellt að ala á og lasta þá sem mest höfðu haft sig í
frammi um andstöðu sína við séra Björn. Fékk Páll
skáld Ólafsson einna bezt úti látinn sinn hlut. Átti
skáldskapur Páls mest að snúast um skammir um ná-
ungann, og svo lof um kerlingu hans og merar. Ekki
gaf prestur neinn gaum að þessu málæði piltsins, og þó
mér væri málið óskilt, leiddist mér þetta raus. Eg spurði
því piltinn hver hefði ort einna fegurst um sumarsól-
ina. Við það sljákkaði nokkuð í pilti.
Það var mjög gert orð á því, að séra Björn væri
kraftamaður. Hann gekk lítið að vinnu, tók samt oft-
ast móti heyi, þegar hirt var í hlöðu, og sýndist hann
þá fara léttilega með sátupinklana. Einu sinni sá ég
hann taka hraustlega til hendi. Um veturinn féll það oft
í minn hlut að fara á liðlegum bát inn í „kaupstað“ að
sækja ýmislegt sem vantaði til heimilis. Einu sinni, þeg-
ar ég var að leggja af stað heimleiðis af Vestdalseyr-
inni, skellti yfir vestanroki. Ég tók þann kostinn að
renna undan grunnt með landinu, og hugðist svo sveigja
upp í lendinguna er þangað kæmi. Fluggangur var á
bátnum og þurfti ég aðeins að halda í horfinu. Þegar
kemur á móts við lendinguna, sé ég hvar prestur stend-
ur í fjörunni. Um leið og báturinn kennir grunns stekk
ég út. Er það jafnsnemma að prestur er kominn svo,
að hann nær taki á bátnum á móti mér. Skipti það eng-
um togum fyrr en báturinn var kominn langt upp í
fjöru. Var þar eins og hjá Gretti, að allt fylgdist að,
þó linari væru líklega átökin mín megin.
Mér þótti mikið koma til átaka prests, en þó virti ég
hitt ekki minna hversu vel hann hafði fylgzt með ferð-
um mínum.
Fórst þú að búa upp frá þessu?
Það liðu enn nokkur ár. Ég fór frá Birni presti norð-
ur á Langanesströnd og var þar við jarðabætur og hey-
skap vor og sumar, en fór um haustið vestur í Stranda-
sýslu aftur, og þar hef ég alið allan aldur minn síðan,
þar til ég fluttist alfarinn til Reykjavíkur fyrir nokkr-
um árum.
Á þessum árum var ég fenginn til að kenna ungum
pilti nokkuð í þeim menntum sem ég kunni helzt eitt-
hvað fyrir mér, en það var reikningur, réttritun og
eitthvað fleira. Þetta var námfús unglingur, sem gekk
almennt undir nafninu Stebbi í Fjarðarhorni. Mörgum
árum seinna kom Stebbi til mín norður að Kaldrana-
nesi, það var á sunnudegi við kirkju. Hann kallaði mig
út á tún og bað mig tala við sig einslega. Erindi hans
var að trúa mér fyrir því leyndarmáli, að hann ætlaði
sér að verða skáld. Hann væri þegar byrjaður að yrkja.
Hann hefði sýnt Bjarna frá Vogi nokkrar vísur eftir
sig, og honum hefði ekki litist sem verst á þær. Þá var
Stebbi í Fjarðarhorni ekki enn búinn að taka upp nýtt
og nú kunnara nafn og kalla sig Stefán frá Hvítadal.
Árið 1906 fluttist ég norður í Kaldrananeshrepp og
þar byrjaði lífsstarf mitt, það er að segja hafi ég yfir-
leitt innt nokkurt lífsstarf af hendi. Ég var þá heitbund-
inn stúlku, Margréti, dóttur Þorsteins Guðbrandsson-
ar og Svanborgar Guðbrandsdóttur, sem bjuggu að
Bjarnarnesi yzta bæ við norðanverðan Steingrímsfjörð.
Ég kvæntist Margréti 1907 og var í Bjarnamesi til 1910
að við fluttumst öll að Kaldrananesi í Bjarnarfirði, en
þá jörð áttu tengdaforeldrar mínir hálfa.
Þar gerðist þú stórbóndi?
Ég gerðist jú bóndi á stórri jörð og mikilli. Á henni
hafði verið þríbýli frá gamalli tíð og var áfram. Hlunn-
indi voru nokkur, ekki sízt selveiði góð. En oft var
slarksamt í selveiðiferðum, þótt ekki hlytizt slys af því
svo ég vissi til. Stundum var selveiðin svo ör og mikil,
að við höfðum naumast við að rota selinn og greiða úr
þegar hann festi sig í netinu. Mesta veiði fengum við
56 kópa eftir sólarhringinn. En stundum rann mér til
rifja að sjá þessi dýr, sem í ýmsu sýnast ekki ósvipuð
okkur mannfólkinu, berjast við dauðann í umkomu-
leysi sínu. Það gat verið átakanlega hryggileg sjón.
Hvað bjóstu lengi á Kaldrananesi?
Um helming þeirrar ævi, sem ég hef enn lifað, eða
40 ár samtals. Bóndi sá er bjó á undan mér á Kaldrana-
nesi, var fjármargur eftir því sem þá gerðist. Fjárhús-
in stóðu á sex stöðum dreift um túnið. Á fyrstu bú-
304 Heima er bezt