Heima er bezt - 01.09.1963, Síða 9
skaparárum mínum var ég ekki það fjármargur að ég
þyrfti húsanna allra með. Síðar byggði ég í einu lagi
fjárhús yfir alla mína sauðfjáreign, ásamt hlöðu. íbúð-
arhús byggði ég 1913 og stendur það enn.
Fyrsta haustið eftir að ég kom norður, fór ég um
hreppinn, eftir beiðni hreppstjórans, og mældi tún á
jörðum. Mér brá í brún, þegar ég sá hversu lítið var
búið að gera til umbóta þar. Sum túnin voru girt með
grjótgörðum, en sama og ekkert verið gert að þúfna-
sléttun, enda engin áhöld til, nema skóflur og ristu-
spaðar. Eftir að ég kom að Kaldrananesi eignaðist ég
hestaverkfæri, góða vinnuhesta átti ég frá því ég starf-
aði að jarðabótum meðal bænda í sveitum innan Stein-
grímsfjarðar. Ég byrjaði strax að vinna nokkuð að
jarðabótum heima, og vann þar að auki hjá einstaka
bændum. Nú fóru menn almennt að vinna að túnaslétt-
an í hreppnum. Miðaði því vel áfram eftir öllum ástæð-
um, þar til vélar komu til sögunnar og tóku starfið í
stærri áföngum. Eins var það með vegagerð, þar voru
mjög frumstæð vinnubrögð. Vorið fyrsta eftir að ég
kom norður fór ég í veginn, eins og fleiri. Þá var sið-
ur að flestir verkfærir menn færu til að „vinna“ af sér
dagsverkið. Þetta var í sýsluvegi á svonefndum Bassa-
staðahálsi, þar er nú orðinn ríkisvegur. Mér þóttu
vinnubrögðin við ofaníburð vegarins fremur frumstæð.
Hann var ýmist borinn á handbörum eða í pokum á
bakinu. Sýslunefndarmaðurinn hafði umsjón með þess-
ari vegagerð. Ég færði í tal við hann, hvort ekki væri
betra að koma þarna við hesti og kerru, en hana hafði
ég eignast strax eftir að ég flutti að Bjarnarnesi. Varð
það að samkomulagi með okkur verkstjóranum, að ég
reyndi að koma með kerru mína næsta vor að öllu
óbreyttu. Það er langur vegur, og var þá mjög torfær,
frá Bjamamesi og fram á Bassastaðaháls. Nú kom að
því að vegagerð var hafin aftur. ,Ég lagði þá af stað
með hest minn og kerru og var þrjá klukkutíma að
fara þá leið. Nú mun þessi vegur nokkm auðveldari í
förum. Ég var kominn á vinnustað er hefja skyldi
vinnu. Af þessu þarf svo ekki fleiri sögur, en uppfrá
því var varla lagður svo vegarspotti að ekki væri reynt
að koma kerm að. Síðar komu svo stórvirkari áhöld til
sögunnar.
Af því sem nú hefur verið sagt, gætu ókunnugir
dregið þá ályktun að þarna hafi á fleiri sviðum verið
iítill menningarbragur, en svo var ekki. Farkennsla hafði
verið þarna um mörg ár, og fólk því yfirleitt vel upp-
lýst. Tvö lestrarfélög voru í sveitinni undir stjórn
greindra og bókfróðra manna. Á fundum og manna-
mótum stóðu þeir oft feti framar annarrar sveitar
mönnum. Mun það ekki sízt hafa verið því að þakka
hversu vel þessir menn vom yfirleitt upplýstir á öðr-
um sviðum, hversu vel og rösklega var tekið til hönd-
um við umbætur á jörðum. Ég minnist þess, að á þess-
um ámm kom til mín maður sá, sem mældi jarðabæt-
ur í 4 eða 5 hreppum sýslunnar. Hann sagði mér að hjá
okkur í Kaldrananeshreppi væri jafnmest unnið að
jarðabótum. Þóttu mér það góðar fréttir.
Krossinn í Kaldrananesi.
Þó að mér virtist, þegar ég kom norður í Kaldrana-
neshrepp, að lítið hefði verið unnið að jarðabótum, og
það vekti undmn mína, þegar ég kynntist þróttmiklu
og vel upplýstu fólki sem þar bjó, þá fékk ég við nán-
ari kynni skýringu á þeim orsökum sem að því lágu.
Flestir vinnufærir menn, þeir er ekki þurftu heima að
vera vegna nauðsynlegustu búskaparanna, sóttu á vori
hverju vestur að ísafjarðardjúpi til sjóróðra, og komu
gjarnan ekki heim fyrr en líða tók að slætti. Þessar ferð-
ir voru á tímabili ríkur þáttur í atvinnusögu Stranda-
manna.
Á minni heimajörð vann ég að jarðabótum og öðr-
um umbótum eftir því sem tími vannst til. Konan mín
studdi mig í þessu starfi, og samfylgd hennar í 54 ár
var mér meira virði en ég geti látið það í ljós með orð-
um. Okkur varð þriggja barna auðið, Þorsteins, nú
skólastjóra á Blönduósi, fæddur 1908, Halldórs, fædd-
ur 1910, hann dó úr lungnabólgu 17 ára gamall, og
Svanborg Ólöf, sem ég dvel nú hjá í Reykjavík. Hún
fæddist 1913.
Það fór orð af því að þú hafir verið mikið við fé-
lagsmál riðinn á Ströndum norður?
Ég hafði ýmsum hnöppum að hneppa á því sviði,
eioinlce'a alltof mikið. Það var nokkurt álag til viðbót-
ar búsýslustörfum. En einhvern veginn atvikaðist það
þannig að störfin hlóðust á mann áður en maður vissi
af. Ég sat 31 ár í hreppsnefnd, þar af öll árin, nema
eitt, oddviti hennar. í skattanefnd var ég 37 ár, bréf-
Heima er bezt 305