Heima er bezt - 01.09.1963, Síða 13
BÖÐVAR MAGNÚSSON, LAUGARVATNI:
Draumar
(Framhald.)
BJÖRN Á BREKKU.
Nóttina 4. júlí 1921 dreymdi mig, að Björn á Brekku
kæmi í ferðafötum inn í herbergið til mín. Eftir að
hafa heilsað mér vinalega að vanda, kvaðst hann vera
mjög þrevttur og beiddi mig að lofa sér að hvíla sig
dálítið. Ég þóttist ekki kominn á fætur, en sagði hon-
um, að ég skyldi strax klæða mig, og svo mætti hann
hátta í rúmið mitt. Þótti mér hann verða þessu feginn.
Fer ég svo í fötin og fer út, en Björn virtist fara að
hátta. Eftir dáhtla stund kem ég inn aftur, og dettur
mér þá í hug að líta inn í svefnherbergið og sjá, hvern-
ig Birni liði. En þá bregður mér heldur í brún. í stað
þess að hafa farið að hátta var hann að breiða rúm-
teppi yfir tvær líkkistur í herberginu ásamt Þorsteini
Jónssyni, fyrr bónda í Eyvindartungu, — en þeir voru
gamlir vinir, — og fóru þeir sér að engu óðslega.
Ég spurði Björn, hvað þetta ætti að þýða. Hann gaf
mér ekkert út á það annað, en að ég sæi það seinna. Ég
setti vel á núg stærð kistanna, svo og Iit og gerð ábreið-
anna. Varð svo draumurinn ekki lengri.
Nokkrum dögum síðar fæ ég bréf um það, að hjón-
in frá Hurðarbaki í Villingaholtshreppi hafi bæði dáið
með mjög stuttu millibili úr lungnabólgu. Þessi hjón
voru bæði vinir mínir, og hún frændkona mín, Bergur
Jónsson, Bergssonar frá Skálholti dó 9. júlí 1921, og
kona hans, Ingigerður Hjartardóttir frá Eystri-Kirkju-
bæ á Rangárvöllum dó fáum dögum síðar, og var í
bréfi þessu farið fram á, að ég yrði við jarðarför þeirra
að Skálholti 23. júlí, og yrði líkmaður að þeim.
Þetta var vitanlega sjálfsagt að gera. Ég kom í hlað-
ið í Skálholti alveg samstundis því, að kisturnar tvær
komu í hlaðið. Brá mér þá heldur en ekki við að sjá,
að stærð þeirra og rúmteppin yfir þeim voru nákvæm-
lega eins og ldstur þær voru, sem þeir Björn og Þor-
steinn voru að hagræða í svefnherberginu mínu í
draumnum. Voru þeir Björn og Þorsteinn báðir trú-
menn, söngmenn góðir og drengir ágætir. í draumnum
mínum vissi ég, að þeir væru báðir dánir, eins og líka
var.
Alltaf hefur mér fundizt, að með þessum draumi hafi
Björn verið að láta mig vita, að hann vissi um þennan
atburð og vildi láta mig vita um hann. Eða hvernig á
að skilja hann öðruvísi?
GUNNLAUGUR ÞORSTEINSSON, KIÐJABERGI
(F. 15/5 1851 - D. 3/5 1936.)
Eins og fyrr getur, var Gunnlaugur Þorsteinsson,
hreppstjóri í Kiðjabergi einn þeirra manna, sem lofaði
mér því að reyna að fræða mig um eitthvað úr lífinu
handan við dauðann, færi hann þangað á undan mér,
og hann hefði möguleika til þess.
Oft hefur mig dreymt hann, en einatt hefur það ver-
ið svo óljóst, að ég hef ekki getað ráðið það. Þó er hér
einn draumur, sem mér þótti öðrum draumum skýr-
ari og gleggri, og mér þótti rætast strax.
Um langt tímabil voru aðalstjórnendur og samverka-
menn í Grímsnesshreppi þeir Gunnlaugur á Kiðjabergi,
Ásmundur Eiríksson, bóndi á Neðra-Apavatni og
Magnús Jónsson í Klausturhólum. Höfðu þeir skipzt
á um oddvitastörfin, en Gunnlaugur alltaf verið hrepp-
stjóri, og þeir Gunnlaugur og Magnús verið sýslu-
nefndarmenn.
Allir voru menn þessir á líkum aldri, Ásmundur
fæddur 1857, Magnús fæddur 1861, og vinir alla tíð,
Magnús lifði lengst þeirra.
Svo er það eina nótt, að mig dreymir, að ég þykist
fara fram að Neðra-Apavatni. Þegar ég kem þar í hlað-
ið, þykir mér að ég hitti þar fyrir þá Gunnlaug og Ás-
mund saman í mjög alvarlegu samtali. — Voru þeir þá
báðir dánir.
Þykir mér þá Gunnlaugur hætta strax samtali sínu við
Ásmund og víkja talinu að mér og spyrja mig, hvort
ég vilji ekki vera sér samferða upp á þjóðveginn, sem
liggur fyrir ofan túnið. Kvað ég já við því. Þótti mér
hann halda í taum á brúnum hesti, sem hann reið. Virt-
ist mér hann þá vera ferðbúinn og herti á mér að flýta
mér, — og fannst mér það ólíkt honum. Benti hann mér
á tvo menn, sem voru að koma framan veginn og sagði,
að þessa menn þyrftum við að finna, og mættum við
því engan tíma missa.
Svo var áhugi hans mikill, að hann dreif sig af stað á
undan mér, svo að ég náði honum ekki fyrr en uppi á
veginum. En í því við komum á veginn, var þetta fólk
komið, og voru það Klausturhóla-hjónin gömlu, Sig-
ríður Jónsdóttir, þá dáin fyrir nokkrum árum, og
Magnús maður hennar, sem enn var á lífi, að því er ég
bezt vissi. Þótti mér vera allmikill fagnaðarfundur hjá
þeim Gunnlaugi og Magnúsi, en ég, sem var vinur
þeirra beggja, stóð álengdar og hafðist ekkert að.-
Draumurinn var ekki lengri. En daginn eftir frétti ég
lát Magnúsar, og að hann hefði dáið þessa sömu nótt.
Var þetta ekki bending frá Gunnlaugi til mín, að
þetta gæti hann þó látið mig skyggnast inn í þessa
hluti?
Heima er bezt 309