Heima er bezt - 01.09.1963, Page 16

Heima er bezt - 01.09.1963, Page 16
Það er alkunna, að fátæklingar í sveitum áttu fárra kosta völ um lærdóm á þessum árum. Leifi var þar eng- in undantekning nema síður væri, enda víst að honum voru almenn fræði lítt hugstæð. Hann varð læs og mun þá hin almenna fræðimennska hans upptalin, þegar frá eru talin frumskilyrði þess að ná fermingu, að þeirra tíma mati. En lestrarkunnátta kom honum vel, jafnvel þegar á unga aldri og beygðist snemma krókurinn til þess, sem verða vildi. Hann var smali þar á Mælifellsá og stundaði hjásetu fram undir tvítugt. Sagnir herma, að bókhneigðir unglingar hafi hyllst til þess að hafa með sér bók í hjásetuna, og það, sem þar var lesið, oft orðið þeim fylgisamt langa ævi. Þetta henti Leifa. Hann tók með sér bók í hjásetuna, sem þó var af þeirri grein bókmennta, sem fáir sækja til svölun eða sálubót. Hann hafði með sér markaskrána og þó ekki þá, sem í gildi var í það sinn, heldur gamalt ræksni, úrelt og einskis nýtt. Flestum mundi þykja þetta óvænlegt til dægra- dvalar, en yfir þessum slitrum undi hann svo sumrum skipti, enda varð það honum hið mesta sorgarefni, þeg- ar þau eyðilögðust. En trúlegt er, að það hafi orðið þeim mun meiri gleðigjafi, þegar nágranni hans, Arni Eiríksson á Nautabúi, gaf honum nýja markaskrá. Og ekki mun það hafa rýrt gjöfina, hvorki í hug hans né reynd, að tengdamóðir Áma, Hólmfríður Jónsdóttár frá Reykjahlíð, lét skjóðu fylgja til að geyma bókina í. Leifi gat því enn haft hana með sér og þó sýnu óhult- ari en fyrr. Flestum mun sýnast gjöfin lítil, enda er hún það vissulega, ef lagt er á hana mat þeirrar gjafar-tízkuald- ar, sem við nú lifum á. Þó sýnir hún trúlega dýpri skilning en almennt er yfir að ráða á þessari sérstæðu og lítilsigldu bamssál. Og þó skjóðan hennar maddömu Hólmfríðar, en svo var hún ætíð nefnd af samferða- mönnum sínum, hafi sjálfsagt ekki verið neinn glæsi- gripur, sýnir hún líka hug þessarar höfðingskonu í garð þessa fátæka drengs. En hvað sem því líður er það víst, að í reynd varð þessi bók föranautur Leifa alla hans löngu ævi, þó það kver hafi fyrir löngu gist glatkist- una. Svo hugstæð varð markaskráin honum, að þau rúm 60 ár, sem ég hafði meiri og minni kynni af honum og oft allnáin, sá ég hann aldrei opna aðra bók en hana, og þó með þessum tveim undantekningum: Hann söng við tíðagerðir fram eftir ævi og hafði þá að sjálfsögðu sálmabók sér til stuðnings. Og hann las um langt skeið eitt af blöðum þjóðarinnar af ótrúlegri kostgæfni og þó aðeins einn þátt þess efnis, sem það flutti. Þetta var Lögbirtingablaðið og þátturinn, sem Leifi las, var aug- lýsingar um sölu óskilafjár, enda hét það Markablaðið á máli hans. Yfir þeim vakti hann af ótrúlegri alúð og taldi enga fyrirhöfn of gerða til að koma vitneskju um selda kind til þeirra, er þar áttu hlut að. Hitt er annað mál, að til beggja skauta gat bragðið um vinsemdina í garð þeirra hreppstjóra, sem Leifi taldi að bragðizt hefðu skyldu sinni að koma þessari frétt til réttra aðila. Var það til, að sá málflutningur yrði þeim nokkur gleðigjafi, sem léttu máli tóku á háttum hans og frá- sögnum. Ekki var það dæmalaust að leitað væri frétta hjá Leifa um annað efni Lögbirtingablaðsins. En sú leit mun hafa meir verið eftir kátlegum tilsvörum en áhuga á stjómvaldaauglýsingum eða prókúruhöfum, enda urðu spyrjendur oft furðu fengsælir. En Leifi leitaði ekki markaskrárinnar erindislcysu. Þekking hans á þeim sviðum var öllum, sem til þekktu, jafnt undranarefni og aðdáunar. Slíkt stálminni á mörk og eigendur þeirra, virtust oft með hreinum ólíkindum. Dæmi vissi ég til þess, að marki skaut upp, sem ekki hafði verið í markaskrá í fulla fjóra tugi ára. Hafði það fallið úr notkun við fráfall eigandans, sem alla ævi var fátækur og markið því óminnisstætt. En það var jafnopið fyrir Leifa, og var hann þó drjúgum tekinn að klífa síðari hlut hins níunda tugar, þegar þessi saga gerðist. Að sjálfsögðu var markaþekking hans traustust um Skagafjörð og Húnavatnsþing. En þekking hans á mörkum í uppsveitum Mýra- og Borgarfjarðarsýslna og Árnessýslu var hreint undranarefni, einkum þó það, að hann skyldi þekkja svo mikið sunnan Tvídægru, sem raun gaf vitni. Þekking hans þar mun að mestu hafa átt rætur sínar í leit hans að sammerkingum við fjár- eigendur norðan heiða. Sama er að segja um mörk austan Skagafjarðar: þ. e. um Eyjafjörð, en þau, sem hann þekkti þar munu hafa verið fæst. Um uppsveitir Ámessýslu var öðra máli að gegna. Hann tók nokkur haust þátt í sundurdrætti sauðfjár Amesinga og Hún- vetninga í Gránunesi og við Seyðisá. Hafði hann kunn- áttu sína á mörkum Árnesinga þaðan. Kindur flæktust og frá Árnesingum norður af og allt til rétta. Yfir þeim vakti hann af áhuga. Eftir að Leifi fór frá Mælifellsá var hann í vistum allvíða um 30 ára skeið, oft nokkur ár í stað, fyrst í Skagafirði framanverðum vestan Vatna, síðar í Húna- vatnsþingi austanverðu. Hann var grannvaxinn og þrek- lítill og var í meðallagi um lagvirkni. Hann þótti því alltaf óvænlegur til afreka þar, sem hreysti og hagleik þurfti til. En árvekni hans, þrifnaður og dyggð var héraðsþekkt. Hann var snotur fjárhirðir, vökull og kattþrifinn. Fór það honum því að jafnaði vel úr hendi. Og hann var á vissan hátt ágætur ferðamaður. Þó var honum ósýnt um að búa lest og því lítill lestamaður, væri hann þar einráður. En hann var þeim mun betri fylgdarmaður við slík tækifæri. Þó leifði ekki af að hann væri baggafær, svo fyrir þær sakir einar réði hann ekki við þunga lest einn. En hann var flestum vökulli ferðamaður, enda svefnléttur svo að fágætt var. Og svo öraggur var hann að rata, að ég heyrði þess aldrei get- ið, að hann haggaðist af réttri leið. Var undansláttur og hik þó fjarri honum, þótt við harðviðri eða annað torleiði væri að etja. Hann var alla ævi fargjam. Með- an hann enn var vistráðið hjú, þurfti hann ótrúlega oft að heiman sinna erinda, jafnvel milh héraða, og þá ekki dæmalaust, að hontun dveldist nokkra meira en fullt hóf þótti að. Síðustu fjóra áratugina var hann lítið í föstum vist- 312 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.