Heima er bezt - 01.09.1963, Side 17

Heima er bezt - 01.09.1963, Side 17
ætti enginn fullt kaup. Hann gat ekki unnið mörg erf- iðari verkin, t. d. bundið hey eða rist torf, og játaði það. En hann gat þegið gjöf, ef hún var rétt fram, og þó helzt sem umbun íyrir dyggð. En þær eru ekki fram réttar úr hvers manns hendi og galt hann þess. Kaup hans var því alltaf óvænlegt til að skapa digra sjóði, þó ekki hefði komið annað til. í þriðja lagi kom það og þar til, að Leifi var ölkær og átti sammerkt við aðra, sem því meini eru haldnir, að pyngjan galt þess. Því má heldur ekki gleyma, að mestan hluta síns ótrú- lega erils í þágu fjallskila, í fyrirgreiðslu ósldlapenings, innti hann af höndurn algjörlega kauplaust á hvaða mælikvarða, sem það var metið. Þetta var öllum ljóst, þó sumt af sögum hans um þann eril væri metið með afföllum. Sá var gjarnan háttur samferðamannanna, enda gaf hann oft nokkra ályktun til slíks mats. Götu hans greiddu allir, sem til hans náðu. Það var hið fasta gjald, sem hann átti víst fyrir allt það ótrúlega erfiði. Greiðsla var oftast engin, örfáar krónur af hendi stöku manns, og þegar bezt skyldi gera, dreitill á pela, greiðsla, sem Leifi mat mjög til mannkosta. Hitt vissu allir, að peningar áttu það erindi tíðleystast í höndum hans að veita honum veig. Það kann að hafa átt sinn þátt í því, hversu smátt honum voru launuð sporin, þó fleira kæmi þar til. En þó flaskan væri förunauturinn oftar en skyldi munu þau dæmi fáþekkt, að hún réði Hér er Leifi með ullarpinklana og flöskuna. Marka-Leifi. — Þorsteinn Jósepsson tók allar myndirnar. um, enda löngum í förum í eigin erindum og annarra. En þau erindin, sem hann varð frægastur fyrir voru fjallskilin, fyrirgreiðsla óskilapenings, að sjálfum rétt- unum ógleymdum. Þar var hann sjálfskipaður höfð- ingi, sem allir gátu litið upp til, þó ýmsir þættir í fari hans yrðu þess valdandi, að lotningin yrði oft drjúg- um minni en full rök stóðu þó til. En hann kunni svo vel að meta eigin yfirburði, þegar um mörkin var að tefla, að það var oft mörgum af samferðamönnunum óþrotlegt hlátursefni. Leifi átti aldrei fyrir heimili að sjá og var eltki við konu kenndur svo vitað væri, enda mun það hafa farið betur. Hann kunni aldrei með fé að fara og var þrennt í fari hans, sem þar olli úrslitum: í fyrsta lagi var hann svo greiðugur að síðasti eyririnn var látinn af hendi af jafnörlátri gjafmildi og sá, sem fram var reiddur af full- um sjóði. En sjóðir Leifa þurftu ekki alltaf að vera mik- ils megandi til þess að við honum horfðu allsnægtir. Slíkt er hvort tveggja: aðals- og veikleikamerki þeirra, sem eru fæddir og fóstraðir sem börn augnabliksins. í öðru lagi játaði hann fúslega, að hann væri ekki sá garpur til átaka eða afreka, að hann ætti fullt kaup sltil- ið og þáði það ekki sem slíkt. Hann var alinn upp við smalamennsku og snúninga og undi bezt við skyld störf. En honum fundust þau þess eðlis, að fyrir þau Heima er bezt 313

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.