Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1963, Qupperneq 19

Heima er bezt - 01.09.1963, Qupperneq 19
ar gleði, sem engum var fært að skapa til jafns við hann, þegar bezt tókst, og þó að mestu ósjálfrátt. Enn má benda á, að með honum hvarf einstæð upp- spretta kátínu yfir spilaborði. Þegar ekki vildi betur til var sezt að „kasínu“. Þó það væru oft unglingar, sem glímuna háðu við hann þar, var það hvort tveggja, að Leifa var ógjarnt að láta eigin sigra liggja í láginni, enda oft þannig frá þeim sagt, að fleiri nutu kátínunn- ar, sem frásögnin vakti en þeir einir, sem við spilaborð- ið sátu. Hann var skopskyni sjaldgæfur happadráttur. Leifi lézt á sjúkrahúsi Sauðárkróks 22. febr. sl. eftir skamma dvöl þar og þjáningarlitla. Lótaferð mun hann hafa haft fram undir andlátið. Hann var jarðsettur að Glaumbæ 2. marz að viðstöddu ótrúlega miklu fjöl- menni og á kostnað Upprekstrarfélaganna milli Blöndu og Héraðsvatna sunnan Gönguskarða. Engin dæmi veit ég þess að slík félög hafi staðið fyrir þess háttar athöfn- um. En þessi samtök þessara félagsheilda munu hafa orðið vinum Leifa gleðiefni. Þau voru hljóðlát en hlý játning þess, að þar hefði enginn meðalmaður farið í málum þeirra. A Jónsmessu 1963. Alúðarheil san. - Pakkir TIL VINA OG VELUNNARA „HLÍNAR“ FRÁ HALLDÓRU BJARNADÓTTUR. Nú fer að nálgast sá tími, sem „LIlín“ hefur vanalega lagt leið sína um landið til vina og velunnara. Og að venju góðra gesta þakkar hún fyrir sig, þakk- ar góðar viðtökur, tryggð og vináttu. Þó „Hlín“ sé nú varla nema miðaldra (f. 1917), þá hættir hún nú ferðalögum sínum um landið. (Hætti reyndar sl. haust, samkvæmt upplýsingum Utvarps.) Ritstjórinn (H. B.) er aftur á móti komin svo til ára sinna að tími var til að hætta svo umfangsmiklu starfi. Mér hefur þótt vænt um „LIlín“. Það var ánægjulegt og þakklátt starf að vinna fyrir hana og félagsmál kvennasamtakanna. Margir, bæði karlar og konur, reyndust hinir ágæt- ustu starfsmenn ritsins með erindum og fréttaflutningi, og þá ekki síður að útbreiðslu ritsins. Þessar þaklör vil ég nú biðja háttvirt „Heima er bezt“ að færa ykkur, hinum mörgu vinum um land allt, og bið ykkur um leið allrar blessunar. En til þess að leggja ekki alveg árar í bát við ritstörf- in, þó hætt væri útgáfustarfsemi „Hlínar“, varð það að ráði, að stofna til eins konar framhalds af þeirri hug- sjón, sem vakti fyrir „Hlín“ frá byrjun: Endurreisn ís- lenzka heimilisiðnaðarins. Ég hef því þessi árin unnið að bók um Vefnaðinn á íslenzkum heimilum á öldinni sem leið og nokkuð fram á 20. öldina. Ég hef von um að þessi bók komi út á næsta ári. Gefst þá vinum og velunnurum „Hlínar“ kostur á að kynnast ýmsu viðvíkjandi íslenzka heimilisiðnaðinum með myndum og sögusögnum af öllu landinu. Svo bið ég ykkur vel að lifa, vinir, þakka kærlega viðskiptin. Blönduósi í september 1963. Halldóra Bjarnadóttir. BRÉFASKIPTI Guðrún Ingimundardóttir, Hafnarhólmi, pr. Hólmavík, Stranda- sýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 16 —20 ára. Hjörtur Karl Einarsson, Geithellum, Álftafirði, pr. Djúpavogi, óskar eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 9—12 ára. Ríkharður Óven, Hnausum, Sveinsstaðahr., A.-Hún., óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 15—17 ára. Kristján Benediktsson, Króki, Borgarhöfn, A.-Skaftafellssýslu, óskar eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 13—14 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi. Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir, Brakanda, Hörgárdal, Eyjafjarðar- sýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 15 —17 ára, Guðriður Elín Bergvinsdóttir, Brakanda, Hörgárdal, Eyjafjarð- arsýslu, óskar eftir bréfaviðskiptum við pilt eða stúlku á aldrin- um 11—13 ára. Kristin Áslaug Þorsteinsdóttir, Geithömrum, Svínadal, A.-Hún., óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 16—18 ára. Gylfi Arnason, Hallfríðarstöðum, Hörgárdal, óskar eftir bréfa- skiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 13—16 ára. Mynd fylgi. Haukur S. Ástvaldsson, Þrándarstöðum, Kjós, óskar eftir bréfa- skiptum við stúlkur á aldrinum 16—23 ára. Steinunn Ástvaldsdóttir, Þrándarstöðum, Kjós, óskar eftir bréfa- skiptum við stúlkur á aldrinum 12—15 ára. Katrín Ósk Jónsdóttir, Múla, Álftafirði, pr. Djúpavogi, óskar eft- ir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 14—18 ára. Valgerður Ereyja Friðriksdóttir, Hánefsstöðum, Svarfaðardal, Eyjafjarðarsýslu, pr. Dalvík, óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 16—18 ára. Æskilegt að mynd fylgi. Sigriður ívarsdóttir, Forsæludal, Vatnsdal, A.-Hún., óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 18—20 ára. Æskilegt að mynd fylgi. Hulda Guðmundsdóttir, Neðri-Fitjum, Víðidal, V.-Hún., óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 17—20 ára. — Æskilegt að mynd fylgi. Birna Jóna Sigmundsdóttir, Neðri-Fitjum, Víðidal, V.-Hún., óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 9—11 ára. Æskilegt að mynd fylgi. Hrafnhildur Sigurvinsdóttir, Neðri-Fitjum, Víðidal, V.-Hún., óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 11—13 ára. Æskilegt að mynd fylgi. Margeir Gunnarsson, Hóli, Siglufirði, óskar eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 40—45 ára. Mynd fylgi. Hildur Á. Benediktsdóttir, Bimingsstöðum, Laxárdal, S.-Þing., óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 15—16 ára. Heima er bezt 315

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.