Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1963, Qupperneq 21

Heima er bezt - 01.09.1963, Qupperneq 21
búa hið innra með þeim mönnum, sem ná því marki, að draga saman mikið fé og hugsa sér að njóta þeirrar lífsnautnar að láta peningana vinna kraftaverk í einu og öðru. Hann er andstæðingur páfans og allra kommún- ista og vill fara í stríð og skjóta alla Maú-Maú-menn. Um allan heim á öllum öldum hafa hús, borgir og mannvirki verið heitin eftir stórmennum sögunnar, t. d. listamönnum, einvöldum og stjórnmálamönnum. Þegar svo einhver einvaldur eða stjórnmálamaður hefur fallið í ónáð, þá er nafninu breytt og nýtt goð sett á stallinn, og nýtt nafn gefið húsinu, torginu, höllinni eða borg- inni. Þessi regla virðist hinum unga rithöfundi vel ljós. Að því lýtur síðasta setningin í ritgerðinni. Þegar hann hefur slegið páfann í rot, þá ætlar hann strax að skíra upp höllina og kalla hana Villahöll — nei Vilhjálmshöll. Það er meiri höfðingjabragur í því, að miða nafnið á höllinni við fullt nafn hetjunnar, sem sigraði páfann og lagði undir sig alla Ítalíu. Líklega hefur þessi ungi höfundur ritgerðarinnar ekki vitað hið rétta nafn á páfahöllinni, og þess vegna flík- ar hann því ekki. En frá þeirri stundu, er hann sigrar páfann skal höllin heita Vilhjálmshöll. Hið rétta nafn á páfahöllinni er eins og alkunnugt er Vatikanið. Þetta er gífurlega mikil bygging, þótt gömul sé. Vatikanið er byggt á 15. og 16. öld og myndar ásamt Péturskirkj- unni í Róm, sérstakt ríki, sem oftast er nefnt Páfaríkið eða Vatikan-ríkið. Byggingin sjálf er geysilega stór og talið er að í byggingunni séu um 1400 herbergi og lóð- in öll sé um 55000 fermetrar. Þetta er því enginn smá- kofi, sem á að fá hið virðulega nafn: Vilhjálmshöll. Þá vil ég víkja að upphafi ritgerðarinnar. Hvað þráir ungur, nýríkur rnaður? Að eignast konu, fína og fal- lega, segir ungi rithöfundurinn. Og enn treystir hann á mátt peninganna. Hann ætlar ekki að biðja sér konu, heldur kaupa hana, fína og fallega. En til þess að þess- ari fínu og fallegu konu leiðist ekki hjá honum, ætlar hann að kaupa fjögra manna drossíu fyrir sig og frúna. En að baki þessara lífsþæginda kemur heimilið, en á heimilinu vill hann hafa börn. Þá er eins og honum finnist það ekki stórmannlegt að konan sjálf eignist börn, og enn treystir hann á mátt milljónarinnar, og þá dettur honum í hug að leigja börn. En hið innra með höfundi ritgerðarinnar hrærist sú heiðarlega hugsun, að börn megi ekki kaupa. En það, sem ekki má kaupa, má ef til vill leigj a, finnst honum, og því vill hann leigja börn. En nú kemur nýtt til sögunnar í ritgerðinni. Enn er höfundurinn samkvæmur sjálfum sér og nokkur fjár- málamaður. Það er ekki nóg að eiga milljón, menn þurfa líka að hafa tekjur, og til þess ætlar hann að kaupa vörubíl og flytja vörur og fá peninga fyrir það. Hann skilur það þessi ungi fjármálamaður, að drossían muni ekki gefa miklar tekjur, þótt hann aki frúnni eitt- hvað henni til skemmtunar. En mikill vill jafnan meira. Það eru seinteknir peningar á einum vörubíl, og þá er ráðið að kaupa voða stórt skip og vera sjálfur skipstjóri á því. Það gefur væntanlega miklar tekjur, þótt mað- ur sleppi alveg styrjaldarævintýrinu, og allri hetjudáð- inni, sem skipstjórinn drýgir í styrjöldinni. Það sézt greinilega á þessari stuttu ritsmíð, að höf- undurinn treystir mjög á mátt peninganna, enda gefur yfirskrift ritgerðarinnar tilefni til þess, að um peninga sé rætt. Það viðurkenna líka allir, að mikill er máttur peninganna og þeir, sem hafa milljón eða milljónir á bak við sig, standa betur að vígi en þeir, sem eru eigna- lausir. En aldrei má það þó gleymast að margt er það í mannlegu lífi, sem ekki er hægt að kaupa fyrir pen- inga, þótt máttur þeirra sé mikill. Eru það einkum hin andlegu verðmætin, sem ekki verða verði keypt. Má þar til nefna allt, sem snertir uppsprettu lífsins, andlegar gáfur og sálarþroska. Auðmaðurinn getur t. d. ekki skapað nýja jurt eða neina nýja lífveru. Þar fylgir allt lögmálum, sem peningavaldið ræður ekkert við. Ekk- ert af þessum verðmætum er hægt að kaupa beint fyr- ir peninga, en þó eiga peningarnir ríkan þátt í framför- um mannkynsins. í sambandi við þetta dettur mér í hug smá saga, sem ég las nýlega í barnablaðinu Æskan. En sagan er þannig: „Stórbóndi einn vildi rækta sérstaka jurt í garðinum sínum, en jurtin vildi ekki þrífast. Stórbóndinn spurði því daglaunamann, sem hjá honum vann, hvað hann ætti að taka til bragðs. „Þér skuluð grafa pening undir ! hverja plöntu, sem þér gróðursetjið, þá getið þér reitt yður á, að þær spretta vel.“ „Hvernig má það verða?“ spurði stórbóndinn. Daglaunamaðurinn glotti við tönn og sagði: „Eruð þér ekki sinkt og heilagt að klifa á því, að þeir, sem komast yfir peninga dafni vel, en hinir, sem enga peninga ættu hlytu að deyja.“ Jæja. Hvað myndum við öll gera, hvert og eitt, ef við eignuðumst milljón? Er nokkur ástæða fyrir ungt fólk að leggja þessa spurningu fyrir sig? Milljónirnar liggja ekki í lausu lofti, og flestir þurfa meir að óttast fátæktina en auðinn. En nú langar mig til að bæta við einni spurningu: „Er nokkur vandi að fara með fljót- tekinn gróða?“ Flestir líta svo á, að slíkt sé nokkur vandi. En hvað höldum við fljóttekinn gróða? Við köllumi það fljóttekinn gróða, ef einhver eignast mikla fjár- muni án fyrirhafnar, svo sem við arfaskipti eða happ- drætti. í happdrætti, hér á landi, er hægt að vinna stór- ar fjárupphæðir, ef heppnin er með, allt upp í einai milljón í Happdrætti Háskóla Islands á heilmiða, og* auk þess á aðra happdrættismiða góðar íbúðir og ágætæ. bíla. Við köllum þessa vinninga happ og þá heppna, sem fá slíka vinninga. En þó þarf sterka skapgerð,, reglusemi og heilbrigt mat á auðæfum, ef þetta á að> verða einstakhngnum, sem hlýtur happið til reglulegr- ar gæfu og gengis. Segja má líka, að sjórinn gefi stund- um fljóttekinn gróða. En til þess að hljóta þann gróða,, þarf að leggja á sig mikið erfiði, og það breytir miklu.. Manni er vissulega kærari sá eyririnn, sem maður aflar Heima er bezt 317

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.