Heima er bezt - 01.09.1963, Blaðsíða 23
getur verið vandi að verja rétt, og þannig að hamingja
fylgi en ekki ógæfa, þótt upphæðin sé aðeins eitt
hundrað til tvö hundruð þúsund. Það er ætíð mikill
vandi að fara með peninga, og lífshamingja flestra velt-
ur mikið á því, hve vel þeir kunna þessa list.
Stefán Jónsson.
Þegar ég var krakki, átti ég bágt með að hugsa mér
það, að sumt gamla fólkið hefði nokkurn tíma verið
ungt og kátt og fjörugt, en aftur á móti voru sumir
gamlir menn og konur, eins og lífsglaðir unglingar í
framkomu, sungu og voru ætíð með í leikjum og öðr-
um gleðskap. — Um þetta lífsglaða, gamla fólk segir
Steingrímur Thorsteinsson: „Fögur sál er ávallt ung,
undir silfurhærum.“
Annað var það, sem ég átti dálítið bágt með að skilja,
að þetta fólk, sem mér fannst svo aldrað og rólegt, hefði
einhvern tíma verið í „trúlofunarstandi“, og átt sínar
sælu- og sorgarstundir í sambandi við heitar ástir, brigð-
mæli og léttúð. En þetta var barnaskapur hjá mér.
Æskulýður allra áratuga hefur átt við meðlæti og mót-
læti að búa í þessum málum. Þetta er órjúfanlega tengt
æskuárunum og tekur ekki miklum breytingum, þótt
áratugir líði. En eitt er snertir þessi mál hefur þó tekið
miklum breytingum síðustu áratugina. Um og fyrir
síðustu aldamót mun það hafa verið mjög algengt, ef
slitnaði upp úr trúlofun, ef t. d. stúlka sveik pilt, sem
svo var kallað, þá reyndi pilturinn að koma saman
mergjuðu skammabréfi til sinnar fyrrverandi, eða helzt
senda henni bréf í ljóðum. Nú tel ég að þessi háttur
sé niður lagður, sem betur fer.
Sum þessi ljóðabréf voru vel ort og flugu um land-
ið í afritum og lærði svo hver af öðrum. Eitt slíkt ljóða-
bréf er það, sem konan í Amarneshreppi spyr um og
birtar voru af tvær fyrstu ljóðlínurnar í júlíblaði Heima
er bezt. Nú hef ég fengið allar upplýsingar um þetta
ljóðabréf, en af því að það er ort af vissum manni til
ákveðinnar konu, fyrir 60 til 70 árum, þá kann ég ekki
við að birta það að svo stöddu, þótt það sé vel ort.
En þá er það kvæðið, sem byrjar þannig: „Eitt sinn
um þögla óttustund.“ Um þetta ljóð hef ég fengið
ágætar upplýsingar og mörg ágæt afrit, sem ég þakka
kærlega. Afrit Hrefnu frá Dalvík bar þó af, og hef ég
borið það saman við kvæðið, eins og höfundur gekk
frá því sjálfur. Eftir þessu afriti Hrefnu birtist Ijóðið
hér.
Um höfundinn er þetta að segja: Hann heitir Hinrik
B. Þorláksson og var kennari á Flateyri, fæddur árið
1873. Er hann látinn fyrir nokkmm ámm. Upplýsing-
ar þessar hef ég fengið frá bróðursyni hans, Guðmundi
Guðbjartssyni, Austurhól í Elornafirði.
Aðrar upplýsingar um kvæðið hef ég fengið úr ann-
arri átt.
Þegar höfundurinn var 23—24 ára, vann hann við
hvalveiðistöðina á Sólbakka við Önundarfjörð. Þá var
það einn sólbjartan júlídag, að hann varð gripinn þung-
lyndi og lífsleiða. Hann dró sig þá út úr glaumnum,
fór upp í hlíðina fyrir ofan kauptúnið, sat þar í kyrrð-
inni góða stund, og þar varð kvæðið til.
í fyrstu ætlaði hann ekki neitt að flíka þessu ljóði,
en einhver kunningjastúlka hans fékk þó afrit af kvæð-
inu hjá honum, og þar með var leyndinni lokið. Kvæð-
ið flaug í afritum um allt landið og mörg afrit af þess-
um afritum hef ég nú fengið og era þau mjög breyti-
leg, þótt söguþráðurinn sé hinn sami.
Flestir nefna þetta kvæði: Upp við fossinn, en aðrir
nefna það: Örlög, — Ást og hel eða: Ástin er sterkari en
hel. Ég vil halda nafninu: Upp við fossinn, og hér birt-
ist þá kvæðið:
Eitt sinn um þögla óttustund,
er alnáttúran festi blund,
við gullinn foss í gljúfram há
einn gráti þrunginn halur lá.
Hann höfði þreyttu hallaði að
hörðum steini, og guð sinn bað,
og andvarp leið frá hjarta hljótt,
það heyrði aðeins þögul nótt.
Þar háði hann einn sitt harða stríð,
að hugsa um margt frá liðinni tíð,
en innst í hjarta sorgin sveið
og söng hann hóf á þessa leið:
Nú gleði sviptur aleinn ég
einmana reika lífs um veg,
faðir og móðir mætust er
í myrkri grafar hulin mér.
Við þennan foss hjá þíðri hrund
ég þreyði marga aftanstund
í unaðssælum ástardraum,
æstum fráskilinn heimsins glaum.
Ég þekkti ei sorg, ei svik né tál,
en söng um ástar töframál,
samstillt við fagran fuglaklið,
og fossbúans dimma hörpunið.
Þá lifði von í hjarta hrein,
er harma firrti og sérhvert mein.
En fossinn söng um sjöfn og ró
og svása hörpustrengi sló.
Heima er bezt 319