Heima er bezt - 01.09.1963, Side 24

Heima er bezt - 01.09.1963, Side 24
En sú er liðin sælustund, nú sofna vil ég hinzta blund. Ó foss minn kæri í faðmi þér, þú frið og ró skalt veita mér. Nú stóð hann upp og starði fossinn á, hinn sterka, mikla, er valt af bergi há, hann heyrði fagran hörpu óma söng frá Huldu, svo undir tók í klettaþröng. Hann heyrði kallað, kallað vera á sig: „Ó kom þú hér og leiktu þér við mig, hér geturðu alltaf hlustað á minn söng í helgri ró. Þér mun ei tíðin löng.“ Þá sveinninn ungi svarið þannig bjó: „Það svo mun bezt, ég er að leita að ró. Ó, Hulda, Hulda, ég hníg í faðminn þinn, ó, himna guð, þér fel ég anda minn.“ „Minn blíði vinur bíð þú litla stund,“ að baki honum mælti hið fríða sprund, um leið og mjúkt hún lagði hendi smá með ljúfu brosi herðar sveinsins á. „Ó Sigrún, Sigrún, hvers vegna ertu hér, sem hefur fals og vélráð bruggað mér? Þú blygðast ei að byrla hinztu stund banvænt eitur, minni hryggu lund.“ „Ó tala ei svona,“ mærin mælti hrygg. „Ég mun þér fram í dauðann reynast trygg. En hafi ég fals og fláráð bruggað þér, þá fyrirgefðu hjartans vinur mér.“ „Minn harði faðir hafði bannað mér, mitt hjarta og ást, að mætti ég gefa þér. Hann gaf mig burt, þó gréti ég tíðum þig, að giftast öðrum neyða lét hann mig.“ „Það var í gær að gift ég honum var, svo gekk ég burt í nótt, því sorg ég bar í hjarta, vegna þín, er þráði ég mest, en þú varst horfinn, sem ég unni bezt.“ „Svo hélt ég gamlar æskustöðvar á, við úðga fossinn þig ég standa sá, hjá háum steini hafði ég litla bið, ég heyrði að þú ræddir fossinn við.“ Þá sveinninn aftur svarið þannig tér: „Mín sjón var blind ó, fyrirgefðu mér, en þú ert öðrum gefin góða mær, ég get ei lifað, far vel ástmey kær.“ „Minn vinur kær, þann veg ég sama vel svo vora ást ei slitið fái hel. Á bárum fossins finnast munu grið þar framar aldrei skilja þurfum við.“ Þá vafði sveinninn íturefldum arm, hið unga sprund og þrýsti sér að barm, á rjóðar varir rétti mjúkan koss, með römmu afli steypti þeim í foss. Allt er kyrrt, og ekki heyrist hljóð, aðeins fossinn kveður sorgaróð yfir þeim, af hjarta er unnust heitt, hjörtum tveim, er skilið fær ei neitt. Og heyrið þér, sem elskið yðar börn, mót ást og tryggð ei dugar nokkur vörn. Og gætið að, þá allt mun fara vel. Það afl er sterkt, er sigrað getur hel. Fjölmörg bréf hef ég fengið úr öllum áttum, þar sem beðið er um Limbó-ljóð. Og hér kemur þá fyrsta Ijóðið, sem heitir: Limbó í nótt. Höfundur ljóðsins er Jón Sigurðsson, sem þekktur er fyrir dægurljóð og dægurlög. Ragnar Bjarnason hefur sungið þetta Ijóð á hljómplötu: í limbó í nótt, í limbó í nótt. Engri lík ert þú, svona, komdu nú í limbó í nótt. Dönsum limbó þar til dagur skín dönsum limbó, komdu vina mín. Hvað er nú, ertu að hika við? í limbó í nótt. Við skulum dansa meðan tími er til tólf er klukkan, hér um bil og tíminn æðir áfram, trúðu mér er tek ég spor með þér. Ólafur Gaukur hefur ort Ijóð undir vinsælu Limbó- lagi. Það heitir: Limbó dans: Sú var eitt sinn sælutíð sungin voru þá lögin blíð: Ömmubæn og Onnu í Hlíð kyrjuðu menn hér ár og síð. La, la, la, la, la, la Limbó. Þótti enginn kaldur kall eða fær útí kvennabrall, sem ekki tókst á tá og hæl að tifa sér beint í polka og ræl. La, la, la, la, la, la Limbó. 320 Heima, er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.