Heima er bezt - 01.09.1963, Page 26
Skáldsaga eftir Magneu frá Kleifum
HOLD OG HTARTA
TIUNDI HLUTI:
„Nei, en mér finnst stundum, að hann taki á öllu
sínu til að þola hann nálægt sér.“
„Þola hann!“ sagði Brói háðslega. „Ég get sagt þér
það, að væri ég Björn, hefði ég fyrir löngu hengt hann
í greip minni!“
Það fór hrollur um mig. Var Hans einhver óbóta-
maður?
„Það er eitt, sem ég skil aldrei, og það er hve vel
hann slapp út úr þessu með Dóru.“
Ég beið og hélt niðri í mér andanum. Myndi ég nú
komast að leyndarmálinu um hana? En Brói hefur víst
haldið, að ég vissi það allt, því hann sagði ekki meira,
en sat hugsi og lék sér að því að brjóta eldspýtumar
í öskubakkanum í örsmáa búta.
Loks stóð hann upp og leit til mín ofurlítið angur-
vær á svip.
„Einu sinni lét ég mig dreyma um það, að Dóra yrði
konan mín, en hún sá mig aldrei. Hún sá aldrei neitt
nema hann. Ég held samt, að ég hefði getað gert hana
hamingjusama. Ég var meir að segja svo bjartsýnn, að
ég fór að byggja mér hús, en ekkert dugði.“
Hann kreppti hnefana í vösunum, og augun urðu
dökk og gljáandi.
„Jæja,“ sagði hann svo. „Mér er víst bezt að komast
heim, áður en Björn fer að gruna mig um græsku, ég
vil ógjarnan vera án vináttu hans.“
Hann tók um axlir mínar og horfði með hálfluktum
augum niður til mín. Stórar hendur hans voru með
mörgum örum, neglumar þykkar og klipptar þvert
fyrir, ég fann fyrir hverjum fingri gegnum kjólinn og
beið þess í ofvæni, hvað hann ætlaði sér, en það gerð-
ist ekki neitt. Hann sleppti mér án þess að segja orð
og gekk hratt út úr herberginu.
XIV.
Tveim dögum seinna lét Bjöm Ingimar fara. Ekki
veit ég, hvað þeim fór á milli áður, en ekki fékk hann
að kveðja mig. Ég fann samt bréfmiða í kápuvasa mín-
um um kvöldið, þar sem hann lofaði að senda mér lítil-
ræði við tækifæri. Ég vissi við hvað hann átti, og hann
vissi, hvað mér kom bezt.
Næstu vikur voru sem martröð. Ég fékk ekki að
koma út úr herberginu mínu nema annað hvort undir
eftirliti Bjöms eða Hönnu, sem nú var alla daga í hús-
inu. Hafi Ingimar staðið við loforð sitt, hafa þær send-
ingar aldrei komizt lengra en í hendur Björns.
Viti mínu fjær réðst ég stundum á hurðina, þegar
Björn var háttaður, og barði hana og hristi. Aldrei sagði
hann eitt einasta styggðaryrði við mig, hvernig sem ég
lét, og það bætti ekki úr. Ég óskaði einmitt að hann
rifist og skammaðist eins og ég, en tæki ekki öllu með
þessari ótrúlegu þoKnmæði. En svo komu aftur smnd-
ir, sem mér fannst allur heimurinn óraunverulegur,
ekkert var til, sem gæti orðið mér til bjargar nema hann
og óþreytandi umhyggja hans.
Síðan smáleið þetta hjá. Mér leið betur og betur.
SóKn var farin að hækka á lofti, og tímum saman lá ég
og horfði á geisla hennar og lét þá verma mig. Björn
fór að taka mig með í læknisferðir eins og fyrsta sum-
arið, en hann var breyttur. Mér fannst stundum sem
hár og kaldur veggur aðskilji okkur. Hve fegin sem ég
vildi gat ég ekki komið orðum að því, sem ég vildi
segja honum, afleiðingin varð sú, að við töluðum varla
orð saman nema um hversdagslega hluti. Anna var allt-
af söm og jöfn, gekk um í sínu litla ríki raulandi eða
tautandi við sjálfa sig. Hanna fór heim til sín, en skrapp
oft í heimsókn til okkar á kvöldin. Páll var kominn
heim og virtist vera aUhress, en ég hafði grun um, að
honum Kði ekki alltaf sem bezt.
Brói var á vertíð fyrir sunnan, ég saknaði hans oft.
Aftur á móti langaði mig ekki til að hitta Ingimar. Nú
þegar ég hafði yfirstigið löngun mína í þessar við-
bjóðslegu töblur, gat ég ekki hugsað nema illa til hans,
en þó gat verið að góðsemi ein hafi ráðið gerðum hans.
322 Heima er bezt