Heima er bezt - 01.09.1963, Síða 28

Heima er bezt - 01.09.1963, Síða 28
„Við skulum nú flýta okkur, Lísa,“ sagði sú gamla og tók í handlegg ungu stúlkunnar. En nú var ég loksins að fá málið: „Hvað kemur Önnu þetta barn við? Hún er orðin alltof gömul til að hugsa um ungbarn,“ hrópaði ég. „Anna, hvaða Anna? Björn sagði að hún héti eitt- hvað allt annað, Lísa? Var það Fjóla? Nei, jú, nú man ég það, Sóley sagði hann hún héti.“ Kerlingin horfði hvasst á mig. „Ég sé ekki betur, en að þér séuð sú, sem myndin var af, sem hann sýndi okkur, jú, stendur heima.“ „Hver sendi þetta barn, og hver á það?“ spurði ég alveg undrandi á orðum kerlingarinnar. „Nú, auðvitað læknirinn, Björn Pálsson,hann sagði að ráðskonan sín myndi sjá um strákinn, þangað til hann kæmi heim. Og hver á hann? — nú auðvitað læknirinn sjálfur, en hann vill heldur ala hann upp en borga með honum á barnaheimili, enda einkasonur hans, og litlar líkur til að hann gifti sig hér á eftir.“ Sú eldri hafði alltaf orðið, en nú blés bíllinn, og mæðgurnar sneru báðar við. „Ég er engin ráðskona hér, og ég tek ekki við nein- um krakka. Björn getur tekið á móti sínum börnum sjálfur,“ kallaði ég á eftir þeim, en þær hröðuðu sér út úr garðinum og skelltu hliðgrindinni harkalega, sú yngri sneri sér við og lyfti hendinni í kveðjuskyni. Síðan rann bíllinn fram með garðinum, og andartaki síðar þaut hann eftir veginum út úr þorpinu. Ég starði á eftir bílnum og reyndi að sjá einkunnar- töluna, en nú var það of seint. Þá leit ég á þennan litla, létta böggul, sem ég stóð með í fanginu. Hann hafði stór dökk augu, sem horfðu á mig full sakleysis. Svo lagði hann þau aftur og myndaði totu á munninn, eins og hann væri að sjúga. Hvað átti ég að gera? Ekki gat ég fleygt honum í ruslatunnuna, og eklci látið, eins og hann væri ekki til. Svipur hans minnti mig á einhvern, en á hvern, gat ég ekki komið fyrir mig. Þó fannst mér það ekki vera Björn. Ég gekk inn og upp í svefnherbergi okkar, lagði snáðann þar á rúmið og tók utan af honum dúðana. Hann var ekki mikið meir en mánaðar gamall, pelinn lá tómur við hliðina á honum. Ég breiddi ofan á barn- ið og gekk ofan þung í huga. Ekki var að furða, þótt Björn þyrfti að skreppa suður. Ég lofaði tárunum að renna, meðan ég blandaði og sauð mjólkina í pelann. Nú yrði ekkert af afmælisgleð- skapnum í kvöld, eða máske sýndi Björn öllum við- stöddum son sinn með föðurlegri hreykni. Ég stóð enn við eldavélina, þegar Anna kom heim. „Hvað hefur komið fyrir þig, barnið mitt?“ spurði hún alveg dolfallin og horfði á pelann, sem ég stóð með í höndunum. Ég gat engu orði komið upp, tók bara þegjandi í hönd hennar og leiddi hana upp. „Guð sé oss næstur, hver á þetta barn?“ „Björn,“ svaraði ég rólega, „og mér er ætlað að sjá um hann. Sem ráðskona hans verð ég víst að gera, eins og mér er sagt.“ Anna var ekki fljótari að átta sig, en ég hafði verið. Hún spurði og spurði, en ég gat ekki frætt hana á svo miklu. Það eina sem var alveg öruggt, var að hér í rúmi okkar Bjamar lá lítill sofandi snáði, sem sagður var sonur mannsins míns. Ég fór að setja niður í töskuna mína, áður en Anna fór út úr herberginu. Hún sagði ekki neitt, bara horfði á mig og strákinn á víxl. „Hann fær góða afmælisgjöf,“ sagði ég loks háðs- lega. „Hér liggur eitthvað á bak við, sem við erum ekki búnar að fá útskýringu á enn, barnið mitt,“ sagði Anna sefandi. „Ég ætla ekki að krefja hann sagna. Nú er ég búin að fá nóg af verunni hér, þú getur sagt herra Birni Páls- syni héraðslækni í Álftafirði það, þegar hann kemur heim í kvöld. Ég ætla ekki að ala upp lausaleikskróg- ana hans.“ „Björn á ekki stráldnn,“ sagði Anna. „Hver á hann þá?“ sagði ég hvefsin. „Hvaða svipur er á honum, þekkirðu það?“ „Nei, ég kem ekki fyrir mig, hvaðan þessi svipur er, en mér finnst ég kannast við yfirsvipinn. Hann verður laglegur þessi snáði, ef Guð lofar honum að lifa,“ sagði hún og virti barnið vandlega fyrir sér. Ég tók það sem ég gat með mér og bar það út í litla bílinn. Svo settist ég við að skrifa Birni, en það var þrautin þyngri. Sársaukinn yfirgnæfði reiðina, ég sem hafði hlakkað svo til kvöldsins. Loks skrifaði ég á miða, sem ég nældi í púpu barnsins: „Til hamingju með daginn! Ég get ekki gefið þér slíka afmælisgjöf sem þessa. Nú er ég búin að fá nóg. Hafðu ekki áhyggjur af mér, ég sé um mig. — Sóley.“ Anna reyndi ekki til að aftra mér, þegar ég kom of- an til að kveðja hana. Hún bara spurði, hvert ég ætl- aði, og ég svaraði, að ég ætlaði að heimsækja Söru gömlu. En hvað ég gerði svo væri óráðið. „Þú ert heldur fljótfær nú, betra hefði verið að bíða Björns og vita, hvort hann gæti ekki gefið einhverja skýringu á þessu.“ „Ég efa það ekki, hann er aldrei í vandræðum með að sannfæra mig, en nú þoli ég ekki að sjá hann fram- _ „ íí ar. „Ég hélt þó að þú hefðir gleðilegar fréttir að færa honum núna,“ sagði gamla konan og horfði rannsak- andi á mig. „Ég ætlaði líka að segja honum það,“ hvíslaði ég, „en nú get ég það ekki.“ „Athugaðu vel, hvað þú ert að gera. Þú getur verið viss um, að Björn á ekki frekar þetta barn en þú sjálf. Það bögglast alltaf fyrir mér svipurinn á honum, snáð- anum þeim arna. Bíddu nú þar til Ijós rennur upp fyrir mér.“ „Nei, ég vil vera farin, en þú skrifar mér og segir mér, hvað Björn segir, þegar hann kemur.“ 324 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.