Heima er bezt - 01.09.1963, Side 33
vissu fyrir að þú í raun og veru viljir bæta fyrir það
sem þú hefur misgert. Hún getur hugsað sem svo: Hon-
um er trúandi til alls. Þetta er nýjasta uppátækið hans.
En nú er það þitt að sýna henni með breytni þinni
framvegis, að hún hafi reiknað dæmið skakkt. Þér hafi
verið alvara.“
„Já, séra Hálfdan.“
„Ég býð þér vináttu mína, Agnar. Vilt þú þiggja
þann litla stuðning sem ég megna að veita þér?“
„Já, af öllu hjarta. Ég bið Guð að launa þér dreng-
skap þinn.“
Séra Hálfdan lagði hendina á öxl Agnari, horfði á
hann fullur samúðar og velvildar.
„Vinur minn! Mig langar til að spyrja þig að einu,
þó það verði ef til vill til að ýfa upp sárin innra með
þér. Má ég það?“
„Já, sannarlega.“
„Ég er sannfærður um, Agnar, að í rauninni ert þú
góður drengur. Þess vegna er mér óskiljanlegt, hvemig
þú gazt farið svona að ráði þínu — breytt eins og þú
gerðir í haust. Hvers vegna fórstu burt af landinu nótt-
ina áður en þú áttir að giftast Jóranni á Heiði?“
„Hvers vegna? Það er spumingin sem ég hef lagt
fyrir sjálfan mig svo oft og mörgum sinnum og aldrei
fengið svar. Það er erfitt að útskýra fyrir öðrum það
sem maður skilur ekki sjálfur. En ég vil samt reyna
eftir megni að gera bæði sjálfum mér og þér Ijóst, séra
Hálfdan, hvað það er sem ég hef fengið út, þegar ég
hef lagt þetta dæmi fyrir sjálfan mig. En til þess verð
ég að segja þér ævisögu mína í stórum dráttum og það
tekur nokkuð langan tíma, og nú þegar er liðið á nótt,
og þú þyrftir sjálfsagt að ganga til náða nú, er eltki
svo?“
„Nei, Agnar. Ég vil heyra sögu þína þegar. Ég hef
fyrr valcað næturlangt með vinum mínum, sem átt hafa
við erfiðleika að stríða.“
„Kærar þakkir,“ sagði Agnar.
Og þarna í kirkjunni, þessa fögru vornótt, sagði
Agnar séra Hálfdani frá ævi sinni, víxlsporum sínum,
tillitslevsi gagnvart öðrum og takmarkalausri sjálfs-
elsku sinni. Hann dró elcki fjöður yfir neitt, reyndi
ekki að fegra málstað sinn eða bæta um fyrir sjálfum
sér á neinn hátt. Hann stanzaði dálítið við er hann kom
að kvöldinu þegar móðir hans dó, tveimur árum áður
en hann kom til Hamarsfjarðar. Séra Hálfdan sá, að
hann átti í hörðu stríði við tilfinningarnar. Eftir dá-
htla stund náði hann samt valdi yfir þeim og hélt áfram
frásögn sinni. Hann endaði sögu sína með þessum orð-
um: „Þannig er mín lífssaga þar til að ég kom hingað,
en um það allt sem síðan hefur gerzt er þér kunnugt,
séra Hálfdan.“
Presturinn hafði setið þegjandi og hlustað á Agnar,
aðeins við og við hneigði hann höfuðið lítið eitt til að
láta sjá að hann fylgdist með sögunni.
Eftir að Agnar lauk frásögn sinni varð þögn nokkra
hríð.
Að lokum rauf séra Hálfdan þögnina.
„Já, Agnar, þetta er ævintýrarík saga og það hjá svo
ungum manni. Mér skilst, að þú hafir ekki verið alveg
viss um að ást þín til Jórunnar ætti sér eins djúpar ræt-
ur og raun er á, af því að þú hefur svo oft orðið hrif-
inn af fögram konum en ástin gufað upp eftir mis-
munandi langan tíma og ekki staðið svo djúpt, sem þú
hugðir í fyrstu.“
„Já, séra Hálfdan — ef til vill hef ég hugsað eitthvað
á þá leið, en eitt er víst: I gær fékk ég að sannreyna
hvað ég hef farið villur vegar. Ég kom hér til kirkju í
gær og náði þá tali af stúlku sem er vinnukona á Heiði
og var hér með hjónunum Erlendi og Halldóru. Þá
komst ég að því að Jórunn var ein heima. Ég greip því
tækifærið og reið fram að Heiði meðan messan stóð
yfir og talaði við Jórunni. Þá fékk ég að sannreyna, að
ást mín til hennar er ekki nein ímyndun. Ég sé hana í
anda, þar sem hún stóð á dyrahellunni á Heiði. Það
verður það síðasta sem ég gleymi í þessu lífi. Það er ég
viss um.“
„Já, vinur minn, því trúi ég vel. En þó að ég hafi nú
heyrt um ástamál þín á liðnum árum, get ég samt ekki
skilið gerðir þínar í fyrrahaust. Ég hef grun um að
einhver utanaðkomandi öfl hafi ýtt þér út í aðra eins
óhæfu.“
„Það getur verið, en samt hefði ég átt að gá að sæmd
minni. Það er engin afsökun fyrir mig þó að einhver
hafi blandað sér í þau mál. Ég var mannleysa að láta
fara þannig með mig.“
„Er þér á móti skapi, Agnar, að segja mér hvernig
þetta allt atvikaðist þessa örlaganótt?“
„Alls ekki, séra Hálfdan. Ég skal segja þér allt eins
satt og rétt og ég get. Þú manst víst að kaupskipið kom
til Hamarsfjarðar nóttina fyrir brúðkaupsdaginn okkar
Jórannar sem átti að verða.“
Séra Hálfdan hneigði höfuðið til samþykkis.
„Ég hef haft fyrir venju,“ hélt Agnar áfram, „að
fara um borð sjálfur og veita viðtöku öllum skjölum og
öðru vörunum viðkomandi. Það gerði ég líka í þetta
skipti. Skipstjórinn bauð mér inn til sín, og við tókum
tvö eða þrjú staup. Síðan kvaddi ég skipstjóra og hélt
til lands. Þegar ég var á leiðinni upp fjöruna frá bátn-
um, mætti ég Kristjáni kaupmanni. Hann spurði hvort
ég hefði þegar lokið erindum mínum úti í skipinu. Ég
kvað svo vera. „Þá mátt þú vera að því að koma inn á
skrifstofu til mín og rabba við mig ofurlitla stund. Mig
langar til að tala dálítið við þig,“ sagði hann.
Við gengum heim að húsi hans og inn í skrifstofuna.
Hann bauð mér sæti. Síðan gekk hann að litlum skáp,
opnaði hann og tók fram tvö staup. Hann hellti á
staupin og rétti mér annað. Við skáluðum. Síðan sett-
ist hann, horfði á mig og sagði þunglega:
„Svo þú ætlar að gifta þig á morgun, Agnar.“
„Já,“ svaraði ég.
„Jæja, það er undarlegt,“ sagði hann.
„Hvað er undarlegt við það?“ spurði ég.
„Að maður með þína hæfileika og menntun skuli
velja sér bóndastöðu fyrir ævistarf.“
Heima er bezt 329